Ó, guð vors lands?… Stefán Pálsson skrifar 18. ágúst 2018 07:30 Kvikmyndin var orðin að bitbeini manna mörgum mánuðum áður en hún var frumsýnd, þegar í ljós kom að kvikmyndatökuliðið hafði látið opna rauf í hverbarm Geysis og bera í hann sápu til að framkalla gos fyrir lokaatriði myndarinnar. Í ágústmánuði 1982 var frumsýnd ný íslensk bíómynd. Slíkt þóttu stórtíðindi á þessum árum og landsmenn flykktust í kvikmyndahúsin líkt og um borgaralega skyldu væri að ræða. Að þessu sinni var eftirvæntingin sérstaklega mikil, þar sem augljóst var talið að verkið myndi vekja hneykslun og ganga fram af góðborgurum. Myndin bar titilinn „Okkar á milli: í hita og þunga dagsins“ og leikstjórinn var Hrafn Gunnlaugsson. Þeir hneykslunarsæknu fengu nóg fyrir sinn snúð. Myndin segir frá miðaldra verkfræðingnum Benjamín, leiknum af Benedikt Árnasyni, sem missir fótanna í lífinu við fráfall vinar síns. Tilvistarkreppan leiðir hann á pönktónleika, milli þess sem hann dreymir kynlífsdrauma um táningsdóttur sína og jafnöldru hennar, dóttur vinarins látna. Líkt og gilt hefur um fleiri myndir leikstjórans, mótuðust viðbrögð áhorfenda talsvert af pólitískum skoðunum þeirra og afstöðu til listamannsins sjálfs. Í Morgunblaðinu var farið fögrum orðum um myndina, en gagnrýnandi Þjóðviljans var mun hófstilltari í orðavali sínu. Í lesendabréfi í Veru, málgagni Kvennaframboðsins í Reykjavík, var þeirri mynd sem Hrafn drægi upp af konum líkt við „kynferðislegan fasisma“ og annar bréfritari sagði hana slá öll met hvað snertir ófrumleik og lélega vinnslu, þótt „vinir leikstjórans úr Sjálfstæðisflokknum“ væru kannski á öðru máli. Kvikmyndin var orðin að bitbeini manna mörgum mánuðum áður en hún var frumsýnd, þegar í ljós kom að kvikmyndatökuliðið hafði látið opna rauf í hverbarm Geysis og bera í hann sápu til að framkalla gos fyrir lokaatriði myndarinnar. Rauf þessi hafði verið útbúin á fjórða áratugnum til að auka gostíðni Geysis en síðan verið fyllt upp aftur. Var nú hart deilt um hvort framganga Hrafns og félaga teldust náttúruspjöll á einhverri helgustu náttúruperlu landsins. Kom þá mörgum á óvart að uppgötva að sáralitlar reglur væru í gildi varðandi Geysi, sem aldrei hefði verið friðlýstur.Hrafn Gunnlaugsson leikstýrði myndinni.visir/gvaÓsmekklegir effektar Skömmu eftir frumsýningu myndarinnar kom upp annað hneykslunarefni. Jón Þórarinsson tónskáld ritaði bréf til menntamálaráðuneytisins þar sem vakin var athygli á ósæmilegri notkun á íslenska þjóðsöngnum í myndinni. Hljómplötuútgáfan Fálkinn hafði þá gefið út á plötu tónlistina úr myndinni, sem þegar fór á topp hljómplötulistans, enda hafði hún að geyma hið gríðarvinsæla lag Magnúsar Eiríkssonar, „Draumaprinsinn“, í flutningi Ragnhildar Gísladóttur. Í bréfi Jóns kom fram að á plötunni væri að finna tvær útgáfur af Lofsöng Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Önnur bæri titilinn „Lofsöngurinn í hita og þunga“ og væri eignuð Sveinbirni á plötumiða, en útsetningin sögð eftir „Þursana“. „Lagið sjálft er hér ekki beinlínis aflagað. Hljómaval er að mestu hið sama og í frumgerðinni, en raddskipan er með þeim hætti, að lagið glatar með öllu eðlilegri reisn sinni. Tónblær rafmagnshljóðfæranna, sem notuð eru, er óviðfelldinn í þessu sambandi, og frá eigin brjósti hafa útsetjarar bætt inn í lagið mjög ósmekklegum og algerlega tilefnislausum „slagverkseffektum“.“ Hin útgáfan var útsett og leikin af píanistanum Guðmundi Ingólfssyni. Þar sagði Jón að um væri að ræða „algera umritun í jazz-stíl, svo gagngera að jafnvel má gera ráð fyrir, að skyldleiki þessarar tónsmíðar við þjóðsönginn hefði farið fram hjá ýmsum hlustendum, ef ekki væri gefin bending um hann með titlinum og með því að nefna nafn Sveinbjörns Sveinbjörnssonar í þessu sambandi“. Tók Jón Þórarinsson fram að á sinn hátt væri þessi útgáfa nokkuð snjöll og skörulega leikin. Beindi bréfritari því til ráðuneytisins að það léti kanna hvort ekki væri rétt að stöðva sölu á hljómplötunni og ef til vill að grípa til aðgerða af opinberri hálfu vegna hennar og kvikmyndarinnar? Hófust nú nokkrar vangaveltur um hvort lögbann yrði sett á sýningu Okkar á milli eða dreifingu plötunnar, en þær hljóðnuðu fljótlega eftir að ráðuneytið lýsti því yfir að það teldi ekki ástæðu til að bregðast við að svo stöddu. Ástæðan var einföld: engin lög voru í gildi um þjóðsönginn. Voru nú hafðar hraðar hendur og samið lagafrumvarp sem dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra lagði fram á haustþingi 1982. Lögin voru stutt en tiltóku meðal annars að þjóðsöngur Íslendinga væri „Ó, guð vors lands“, ljóð eftir Matthías Jochumsson með lagi Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Söngurinn teldist í eigu íslensku þjóðarinnar, en forsætisráðuneytið skyldi hafa umráð með útgáfurétti hans og óheimilt væri að flytja eða birta í annarri mynd en hinni upphaflegu gerð. Var þar ekki kveðið eins sterkt að orði og í upphaflega frumvarpinu, þar sem tekið var fram að óheimilt væri að hrófla við ljóði, laggerð, hljómsetningu eða hljóðfalli þjóðsöngsins.MatthíasÞjóðsöngur á reiki Óneitanlega kom það mörgum spánskt fyrir sjónir að flytja þyrfti frumvarp um þjóðsönginn og í greinargerð með lögunum var saga málsins rakin. Lofsöngurinn, „Ó, Guð vors lands“, var fyrst fluttur við hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni þann 2. ágúst 1874, sem hluti hátíðarhalda vegna þúsund ára afmælis Íslandsbyggðar. Haustið áður hafði Matthías Jochumsson verið gestur á heimili tónskáldsins í Edinborg í Skotlandi og ort þar fyrsta erindi ljóðsins, sem lagði út af Davíðssálmi sem ákveðið hafði verið að taka til umfjöllunar í kirkjum landsins vegna afmælisins. Þá um vorið orti Matthías svo tvö seinni erindin og Sveinbjörn samdi lagið. Oft er sagan sögð á þann veg að Lofsöngurinn hafi þá þegar hlotið stöðu þjóðsöngs, en sú var þó ekki raunin. Á hátíðarstundum sungu Íslendingar kvæðið Eldgamla Ísafold við enska lagið „God save the King/Queen“ og munu flestir hafa litið á það sem þjóðsönginn næstu áratugina. Til marks um það seldi Sveinbjörn Sveinbjörnsson erlendu útgáfufélagi öll réttindi að laginu árið 1910, sem aldrei hefði komið til álita ef það hefði þá haft stöðu þjóðsöngs. Með tímanum þótti landsmönnum það óviðeigandi að taka þjóðsöng erlends ríkis að láni og mun íþróttahreyfingin sérstaklega hafa beitt sér fyrir því að þessu yrði breytt. Í tengslum við Alþingishátíðina 1930 var reynt að kaupa réttindin að lagi Sveinbjörns, en rétthafinn vildi ekki selja. Árið 1948 náðust loks samningar um málið og ári síðar keypti menntamálaráðuneytið réttindin að ljóðinu af erfingjum Matthíasar Jochumssonar. Með samningum um réttindamálin voru mikilvæg skref stigin í átt til þess að gera Lofsönginn formlega að þjóðsöng landsmanna. Árið 1957 stóð forsætisráðuneytið svo fyrir útgáfu lagsins á hljómplötu, þar sem það hlaut undirtitilinn „Þjóðsöngur Íslendinga“ og á aldarafmæli lagsins, var sett minningarplata á hús Sveinbjarnar í Edinborg þar sem berum orðum er talað um þjóðsöng Íslands. Umræðurnar um frumvarpið voru allnokkrar og býsna fróðlegar. Öllum mátti ljóst vera að frumlegar útfærslur lagsins í mynd Hrafns Gunnlaugssonar voru kveikjan að lagafrumvarpinu, en Gunnar Thoroddsen vék þó ekki að því einu orði í ræðum sínum. Stjórnarliðinn Stefán Jónsson, þingmaður Alþýðubandalagsins, gat ekki stillt sig um að erta forsætisráðherra vegna þessa: „Það er á almannavitorði hvers vegna það þykir nú fyrst við hæfi að flytja frumvarp til laga um þjóðsöng okkar og meðferð hans, þ.e. ósmekklega meðferð á þjóðsöngnum, ljóði og lagi, á opinberum vettvangi. Ég skil það vel, þar sem við búum nú svo vel, Íslendingar, að hafa þann mann á forsætisráðherrastóli sem er ekki aðeins sjálfur músíkalskur maður, heldur einnig smekkmaður á ljóð, að efalítið hafa þessar staðreyndir heldur ýtt undir gerð þess lagafrumvarps sem hér liggur fyrir.“ Stefán fór fögrum orðum um kvæði Matthíasar, sem væri upphafið og dýrlegt með frjálslyndum trúarskoðunum. Hins vegar sá hann ekki þörfina á að njörva niður flutninginn þannig að lagið skyldi ætíð vera í sömu mynd. „Ég minnist þess að hafa heyrt þjóðsönginn okkar fluttan í djassútsetningu, sunginn af íslenskri söngkonu og á þann hátt að hann snart mína fremur hrjúfu músíkölsku sál jafnvel ennþá dýpra en í hinni klassísku mynd.“ Benti hann á að jafnvel heitustu bandarísku þjóðernissinnar kynnu vel að meta jazzskotnar útsetningar á þjóðsöng sínum og nefndi velheppnuð dæmi um slíkt. „Ég hygg að við verðum að eiga það á hættu, vegna þess að þar er nokkurs til að vinna, að hægt verði að bæta þjóðsönginn okkar í flutningi, gera hann við hæfi hvers tíma, fella hann að gildandi og ríkjandi smekk fólksins í landinu á hverjum tíma og opna jafnvel þannig leið fyrir þjóðsönginn okkar að hjörtum fólksins með því að sníða flytjendum ekki svo þröngan stakk að þarna megi hvergi frá víkja.“ Sem fyrr segir urðu sjónarmið Stefáns Jónssonar og félaga ofan á í meðförum þingsins og var horfið frá því að setja of stíf skilyrði um útsetningar á lagi Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Lögin náðu svo fram að ganga á vorþingi 1983 og Íslendingar eignuðust loksins formlegan þjóðsöng. Birtist í Fréttablaðinu Saga til næsta bæjar Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Í ágústmánuði 1982 var frumsýnd ný íslensk bíómynd. Slíkt þóttu stórtíðindi á þessum árum og landsmenn flykktust í kvikmyndahúsin líkt og um borgaralega skyldu væri að ræða. Að þessu sinni var eftirvæntingin sérstaklega mikil, þar sem augljóst var talið að verkið myndi vekja hneykslun og ganga fram af góðborgurum. Myndin bar titilinn „Okkar á milli: í hita og þunga dagsins“ og leikstjórinn var Hrafn Gunnlaugsson. Þeir hneykslunarsæknu fengu nóg fyrir sinn snúð. Myndin segir frá miðaldra verkfræðingnum Benjamín, leiknum af Benedikt Árnasyni, sem missir fótanna í lífinu við fráfall vinar síns. Tilvistarkreppan leiðir hann á pönktónleika, milli þess sem hann dreymir kynlífsdrauma um táningsdóttur sína og jafnöldru hennar, dóttur vinarins látna. Líkt og gilt hefur um fleiri myndir leikstjórans, mótuðust viðbrögð áhorfenda talsvert af pólitískum skoðunum þeirra og afstöðu til listamannsins sjálfs. Í Morgunblaðinu var farið fögrum orðum um myndina, en gagnrýnandi Þjóðviljans var mun hófstilltari í orðavali sínu. Í lesendabréfi í Veru, málgagni Kvennaframboðsins í Reykjavík, var þeirri mynd sem Hrafn drægi upp af konum líkt við „kynferðislegan fasisma“ og annar bréfritari sagði hana slá öll met hvað snertir ófrumleik og lélega vinnslu, þótt „vinir leikstjórans úr Sjálfstæðisflokknum“ væru kannski á öðru máli. Kvikmyndin var orðin að bitbeini manna mörgum mánuðum áður en hún var frumsýnd, þegar í ljós kom að kvikmyndatökuliðið hafði látið opna rauf í hverbarm Geysis og bera í hann sápu til að framkalla gos fyrir lokaatriði myndarinnar. Rauf þessi hafði verið útbúin á fjórða áratugnum til að auka gostíðni Geysis en síðan verið fyllt upp aftur. Var nú hart deilt um hvort framganga Hrafns og félaga teldust náttúruspjöll á einhverri helgustu náttúruperlu landsins. Kom þá mörgum á óvart að uppgötva að sáralitlar reglur væru í gildi varðandi Geysi, sem aldrei hefði verið friðlýstur.Hrafn Gunnlaugsson leikstýrði myndinni.visir/gvaÓsmekklegir effektar Skömmu eftir frumsýningu myndarinnar kom upp annað hneykslunarefni. Jón Þórarinsson tónskáld ritaði bréf til menntamálaráðuneytisins þar sem vakin var athygli á ósæmilegri notkun á íslenska þjóðsöngnum í myndinni. Hljómplötuútgáfan Fálkinn hafði þá gefið út á plötu tónlistina úr myndinni, sem þegar fór á topp hljómplötulistans, enda hafði hún að geyma hið gríðarvinsæla lag Magnúsar Eiríkssonar, „Draumaprinsinn“, í flutningi Ragnhildar Gísladóttur. Í bréfi Jóns kom fram að á plötunni væri að finna tvær útgáfur af Lofsöng Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Önnur bæri titilinn „Lofsöngurinn í hita og þunga“ og væri eignuð Sveinbirni á plötumiða, en útsetningin sögð eftir „Þursana“. „Lagið sjálft er hér ekki beinlínis aflagað. Hljómaval er að mestu hið sama og í frumgerðinni, en raddskipan er með þeim hætti, að lagið glatar með öllu eðlilegri reisn sinni. Tónblær rafmagnshljóðfæranna, sem notuð eru, er óviðfelldinn í þessu sambandi, og frá eigin brjósti hafa útsetjarar bætt inn í lagið mjög ósmekklegum og algerlega tilefnislausum „slagverkseffektum“.“ Hin útgáfan var útsett og leikin af píanistanum Guðmundi Ingólfssyni. Þar sagði Jón að um væri að ræða „algera umritun í jazz-stíl, svo gagngera að jafnvel má gera ráð fyrir, að skyldleiki þessarar tónsmíðar við þjóðsönginn hefði farið fram hjá ýmsum hlustendum, ef ekki væri gefin bending um hann með titlinum og með því að nefna nafn Sveinbjörns Sveinbjörnssonar í þessu sambandi“. Tók Jón Þórarinsson fram að á sinn hátt væri þessi útgáfa nokkuð snjöll og skörulega leikin. Beindi bréfritari því til ráðuneytisins að það léti kanna hvort ekki væri rétt að stöðva sölu á hljómplötunni og ef til vill að grípa til aðgerða af opinberri hálfu vegna hennar og kvikmyndarinnar? Hófust nú nokkrar vangaveltur um hvort lögbann yrði sett á sýningu Okkar á milli eða dreifingu plötunnar, en þær hljóðnuðu fljótlega eftir að ráðuneytið lýsti því yfir að það teldi ekki ástæðu til að bregðast við að svo stöddu. Ástæðan var einföld: engin lög voru í gildi um þjóðsönginn. Voru nú hafðar hraðar hendur og samið lagafrumvarp sem dr. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra lagði fram á haustþingi 1982. Lögin voru stutt en tiltóku meðal annars að þjóðsöngur Íslendinga væri „Ó, guð vors lands“, ljóð eftir Matthías Jochumsson með lagi Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Söngurinn teldist í eigu íslensku þjóðarinnar, en forsætisráðuneytið skyldi hafa umráð með útgáfurétti hans og óheimilt væri að flytja eða birta í annarri mynd en hinni upphaflegu gerð. Var þar ekki kveðið eins sterkt að orði og í upphaflega frumvarpinu, þar sem tekið var fram að óheimilt væri að hrófla við ljóði, laggerð, hljómsetningu eða hljóðfalli þjóðsöngsins.MatthíasÞjóðsöngur á reiki Óneitanlega kom það mörgum spánskt fyrir sjónir að flytja þyrfti frumvarp um þjóðsönginn og í greinargerð með lögunum var saga málsins rakin. Lofsöngurinn, „Ó, Guð vors lands“, var fyrst fluttur við hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni þann 2. ágúst 1874, sem hluti hátíðarhalda vegna þúsund ára afmælis Íslandsbyggðar. Haustið áður hafði Matthías Jochumsson verið gestur á heimili tónskáldsins í Edinborg í Skotlandi og ort þar fyrsta erindi ljóðsins, sem lagði út af Davíðssálmi sem ákveðið hafði verið að taka til umfjöllunar í kirkjum landsins vegna afmælisins. Þá um vorið orti Matthías svo tvö seinni erindin og Sveinbjörn samdi lagið. Oft er sagan sögð á þann veg að Lofsöngurinn hafi þá þegar hlotið stöðu þjóðsöngs, en sú var þó ekki raunin. Á hátíðarstundum sungu Íslendingar kvæðið Eldgamla Ísafold við enska lagið „God save the King/Queen“ og munu flestir hafa litið á það sem þjóðsönginn næstu áratugina. Til marks um það seldi Sveinbjörn Sveinbjörnsson erlendu útgáfufélagi öll réttindi að laginu árið 1910, sem aldrei hefði komið til álita ef það hefði þá haft stöðu þjóðsöngs. Með tímanum þótti landsmönnum það óviðeigandi að taka þjóðsöng erlends ríkis að láni og mun íþróttahreyfingin sérstaklega hafa beitt sér fyrir því að þessu yrði breytt. Í tengslum við Alþingishátíðina 1930 var reynt að kaupa réttindin að lagi Sveinbjörns, en rétthafinn vildi ekki selja. Árið 1948 náðust loks samningar um málið og ári síðar keypti menntamálaráðuneytið réttindin að ljóðinu af erfingjum Matthíasar Jochumssonar. Með samningum um réttindamálin voru mikilvæg skref stigin í átt til þess að gera Lofsönginn formlega að þjóðsöng landsmanna. Árið 1957 stóð forsætisráðuneytið svo fyrir útgáfu lagsins á hljómplötu, þar sem það hlaut undirtitilinn „Þjóðsöngur Íslendinga“ og á aldarafmæli lagsins, var sett minningarplata á hús Sveinbjarnar í Edinborg þar sem berum orðum er talað um þjóðsöng Íslands. Umræðurnar um frumvarpið voru allnokkrar og býsna fróðlegar. Öllum mátti ljóst vera að frumlegar útfærslur lagsins í mynd Hrafns Gunnlaugssonar voru kveikjan að lagafrumvarpinu, en Gunnar Thoroddsen vék þó ekki að því einu orði í ræðum sínum. Stjórnarliðinn Stefán Jónsson, þingmaður Alþýðubandalagsins, gat ekki stillt sig um að erta forsætisráðherra vegna þessa: „Það er á almannavitorði hvers vegna það þykir nú fyrst við hæfi að flytja frumvarp til laga um þjóðsöng okkar og meðferð hans, þ.e. ósmekklega meðferð á þjóðsöngnum, ljóði og lagi, á opinberum vettvangi. Ég skil það vel, þar sem við búum nú svo vel, Íslendingar, að hafa þann mann á forsætisráðherrastóli sem er ekki aðeins sjálfur músíkalskur maður, heldur einnig smekkmaður á ljóð, að efalítið hafa þessar staðreyndir heldur ýtt undir gerð þess lagafrumvarps sem hér liggur fyrir.“ Stefán fór fögrum orðum um kvæði Matthíasar, sem væri upphafið og dýrlegt með frjálslyndum trúarskoðunum. Hins vegar sá hann ekki þörfina á að njörva niður flutninginn þannig að lagið skyldi ætíð vera í sömu mynd. „Ég minnist þess að hafa heyrt þjóðsönginn okkar fluttan í djassútsetningu, sunginn af íslenskri söngkonu og á þann hátt að hann snart mína fremur hrjúfu músíkölsku sál jafnvel ennþá dýpra en í hinni klassísku mynd.“ Benti hann á að jafnvel heitustu bandarísku þjóðernissinnar kynnu vel að meta jazzskotnar útsetningar á þjóðsöng sínum og nefndi velheppnuð dæmi um slíkt. „Ég hygg að við verðum að eiga það á hættu, vegna þess að þar er nokkurs til að vinna, að hægt verði að bæta þjóðsönginn okkar í flutningi, gera hann við hæfi hvers tíma, fella hann að gildandi og ríkjandi smekk fólksins í landinu á hverjum tíma og opna jafnvel þannig leið fyrir þjóðsönginn okkar að hjörtum fólksins með því að sníða flytjendum ekki svo þröngan stakk að þarna megi hvergi frá víkja.“ Sem fyrr segir urðu sjónarmið Stefáns Jónssonar og félaga ofan á í meðförum þingsins og var horfið frá því að setja of stíf skilyrði um útsetningar á lagi Sveinbjörns Sveinbjörnssonar. Lögin náðu svo fram að ganga á vorþingi 1983 og Íslendingar eignuðust loksins formlegan þjóðsöng.
Birtist í Fréttablaðinu Saga til næsta bæjar Mest lesið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira