Lágmarksmönnun hjá lögreglu þrátt fyrir aukin verkefni Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 19:57 Sigríður Björk Guðjónsdóttir. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir umtalsverða fjölgun verkefna hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu þarf embættið að skera niður og færa starfsemi sína niður í lagmarksmönnun. Formaður lögreglufélagsins segir ástandið aldrei hafa verið jafn svart. Lögreglumönnum á Höfuðborgarsvæðinu barst tölvupóstur á dögunum þess efnis að skera þurfi niður í starfseminni, fækka eigi á næturvöktum og draga eigi úr þjálfun. Arinbjörn Snorrason, formaður lögreglufélags Reykjavíkur, segir áhyggjuefni að ráðast þurfi í þessar aðgerðir. Verkefnum hafi fjölgað um tæp 14% milli ára í öllum deildum, með tilheyrandi álagi, en lögreglumönnum fjölgi ekki í takt við verkefnin. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki geta komist hjá þessum aðgerðum. „Við reynum að manna eins og við mögulega getum. Við erum ekki að fara niður fyrir lágmarksmönnunum og að vinna eftir fjárhagsáætluninni. En við erum í svokallaðri megrun, að skera af allt sem hægt er án þess að það bitni um og of á þjónustunni,“ segir Sigríður. Arinbjörn segist ekki hafa upplifað ástandið eins svart áður. „Ég held að ekki nokkur lögreglumaður sem hefur unnið hér í tíu til fímmtán ár hafi séð þetta svona svart. Allavega miðað við þau verkefni sem við þurfum að sinna og þann mannskap sem við höfum á bak við verkefnin. Þetta er í öllum deildum, ekki bara almennri löggæslu sem er sýnileg úti á götu,“ segir hann. Þau segja þjóðfélagið gera ákveðna kröfu til lögreglunnar sem erfitt verði að mæta út árið. „Það er gerð krafa um að við séum sýnileg og grípum inn í á hættustundu. Það er gerð krafa um að við séum í síþjálfun og það hefur dregið úr henni og jafnvel núna hefur hún verið slegin af tímabundið, eða frestað. Vegna þess að við getum ekki keyrt vaktirnar nema hafa mannskapinn virkan,“ segir Arinbjörn. Sigríður segir það í þessu starfi eins og öðrum, það þarf að forgangsraða. „Við höfum sett alvarlegri brot efst. Lögreglan er á ferðinni stöðugt, þetta er náttúrulega ekki eins og þetta var Þegar lögreglan hafði tíma til að ganga um bæinn og spjalla. Það er hörku mikið álag og mikið að gera,“ segir hún. Lögreglumál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira
Þrátt fyrir umtalsverða fjölgun verkefna hjá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu þarf embættið að skera niður og færa starfsemi sína niður í lagmarksmönnun. Formaður lögreglufélagsins segir ástandið aldrei hafa verið jafn svart. Lögreglumönnum á Höfuðborgarsvæðinu barst tölvupóstur á dögunum þess efnis að skera þurfi niður í starfseminni, fækka eigi á næturvöktum og draga eigi úr þjálfun. Arinbjörn Snorrason, formaður lögreglufélags Reykjavíkur, segir áhyggjuefni að ráðast þurfi í þessar aðgerðir. Verkefnum hafi fjölgað um tæp 14% milli ára í öllum deildum, með tilheyrandi álagi, en lögreglumönnum fjölgi ekki í takt við verkefnin. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segist ekki geta komist hjá þessum aðgerðum. „Við reynum að manna eins og við mögulega getum. Við erum ekki að fara niður fyrir lágmarksmönnunum og að vinna eftir fjárhagsáætluninni. En við erum í svokallaðri megrun, að skera af allt sem hægt er án þess að það bitni um og of á þjónustunni,“ segir Sigríður. Arinbjörn segist ekki hafa upplifað ástandið eins svart áður. „Ég held að ekki nokkur lögreglumaður sem hefur unnið hér í tíu til fímmtán ár hafi séð þetta svona svart. Allavega miðað við þau verkefni sem við þurfum að sinna og þann mannskap sem við höfum á bak við verkefnin. Þetta er í öllum deildum, ekki bara almennri löggæslu sem er sýnileg úti á götu,“ segir hann. Þau segja þjóðfélagið gera ákveðna kröfu til lögreglunnar sem erfitt verði að mæta út árið. „Það er gerð krafa um að við séum sýnileg og grípum inn í á hættustundu. Það er gerð krafa um að við séum í síþjálfun og það hefur dregið úr henni og jafnvel núna hefur hún verið slegin af tímabundið, eða frestað. Vegna þess að við getum ekki keyrt vaktirnar nema hafa mannskapinn virkan,“ segir Arinbjörn. Sigríður segir það í þessu starfi eins og öðrum, það þarf að forgangsraða. „Við höfum sett alvarlegri brot efst. Lögreglan er á ferðinni stöðugt, þetta er náttúrulega ekki eins og þetta var Þegar lögreglan hafði tíma til að ganga um bæinn og spjalla. Það er hörku mikið álag og mikið að gera,“ segir hún.
Lögreglumál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Fleiri fréttir „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Sjá meira