Búin með skammtinn af alvarlegum slysum í nánasta hring og vill meiri aðgát í umferðinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. ágúst 2018 09:15 Kolbrún hefur látið sig varða umferðarmenningu á landinu undanfarna þrjá áratugi og gott betur. Vísir/Ernir Kolbrún Halldórsdóttir, leikstjóri og fyrrverandi alþingismaður, segist vera búin með skammtinn þegar komi að því að nákomnir lendi í umferðarslysum. Á dögunum lentu bróðir hennar og mágkona í alvarlegu umferðarslysi þar sem þakka má fyrir að ekki varð manntjón. Áður hefur hún misst góða vinkonu vegna glæfraaksturs í umferðinni. Það var um hádegisbil föstudaginn 3. ágúst sem alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi austan við Þjórsá. Bíl var ekið yfir á öfugan vegarhelming og í veg fyrir mótorhjól sem ók vestur. Mikil umferð var enda föstudagurinn fyrir Verslunarmannahelgi. Tvennt slasaðist, bróðir Kolbrúnar sem ók mótorhjólinu og kona hans sem sat aftan á. „Það var löng bílalest á leiðinni austur,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi. Hún hefur eftir bróður sínum um hvað gerðist. Skyndilega hafi einn farið úr bílaröðinni og yfir á öfugan vegarhelming. „Bróðir minn sá bílinn og gerði það sem hann gat til að sveigja frá,“ segir Kolbrún. Niðurstaðan hafi verið sú að bíllinn hafnaði á aftari hluta mótorhjólsins þar sem mágkona Kolbrúnar sat. Fyrir vikið hafi hún slasast töluvert meira en bróðir hennar. Var hún flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur.Lokað var fyrir umferð um Suðurlandsveg um tíma eftir slysið.Þakkar fyrir að engin hafi hlotið mænuskaða Eftir tíu daga aðhlynningu og aðdáunarverða umhyggju starfsfólks Borgarspítala, að sögn Kolbrúnar, var flogið með þau norður til Akureyrar í sjúkraflugi á mánudag. Var mágkona Kolbrúnar lögð inn á Sjúkrahúsið á Akureyri til frekari meðferðar en bróðir hennar fékk að fara heim. Kolbrún segir þau þaulvön, því að aka um landið á mótorhjóli, helst að sumarlagi og skoða íslenska náttúru. Hún hefur ekki tölu á því hve oft bróðir hennar hefur ekið hringinn, þau séu ávallt vel búin og engin undantekning hafi verið á því í þetta skiptið. Mágkona hennar hafi verið í glænýjum leðurgalla. „Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu erfitt svona áfall getur verið og hversu mikið það reynir á líf fjölskyldu sem glímir við afleiðingarnar vikum, mánuðum og jafnvel árum saman. Þá er mikilvægt fyrir okkur sem stöndum fyrir utan nánasta hring að geta rétt hjálparhönd,“ segir Kolbrún í færslu til vina og vandamanna á Facebook. „Til að auðvelda slík viðbrögð og ekki síður til að styrkja fjölskylduna á þessum erfiðu tímum, hefur verið opnaður reikningur í Sparisjóði Höfðhverfinga 1187-26-3800 á kennitölu 211179-4579.“ Kolbrún segir söfnunina ganga rosalega vel og marga til í að leggja hjálparhönd. Þá séu þau afar þakklát að ekki hafi farið verr og þau sloppið við mænuskaða.Nokkrar af auglýsingum hópsins í dagblöðum árið 1988 sem vöktu töluverða athygli að sögn Kolbrúnar.Tímarit.isAkstur er dauðans alvara Kolbrún hefur látið sig varða umferðarmenningu á landinu undanfarna þrjá áratugi og gott betur. Í kringum 1985 stofnaði hún ásamt góðum vinkonum áhugahóp um bætta umferðarmenningu. „Það kom í kjölfarið á því að við misstum vinkonu í hræðilegu umferðarslysi á Skúlagötu sem ölvaður ökumaður olli, segir Kolbrún. „Við stofnuðum áhugahópinn í kjölfarið og gengumst fyrir áberandi auglýsingaherferð þar sem við hvöttum til betri aðgátar í umferðinni. Herferðin var undir yfirskriftinni „Akstur er dauðans alvara“.“ Kolbrún minnist þess einnig að hópurinn hafi ásamt SEM samtökunum farið í söfnunarátak í sjónvarpi, eitt hið fyrsta sinnar tegundar, þar sem vakin var athygli á aðstæðum þeirra sem skaddast hafa í alvarlegum umferðarslysum. „Mér finnst ég vera búin með skammtinn af alvarlegum umferðarslysum í nánasta hring, en ég bý að þeirri reynslu að hafa tekist á við afleiðingar slysa í umferðinni með uppbyggilegum hætti og reyni að gera það einnig nú.“ Þær upplýsingar fengust frá lögreglunni á Suðurlandi að tildrög árekstursins á Suðurlandsvegi væru í rannsókn. Von væri á niðurstöðu í næstu viku. Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir bifhjólamenn slasaðir eftir slysið á Suðurlandsvegi Bifhjól og jepplingur lentu saman. Annar bifhjólamannanna var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús en hinn með sjúkrabíl. 3. ágúst 2018 18:40 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Kolbrún Halldórsdóttir, leikstjóri og fyrrverandi alþingismaður, segist vera búin með skammtinn þegar komi að því að nákomnir lendi í umferðarslysum. Á dögunum lentu bróðir hennar og mágkona í alvarlegu umferðarslysi þar sem þakka má fyrir að ekki varð manntjón. Áður hefur hún misst góða vinkonu vegna glæfraaksturs í umferðinni. Það var um hádegisbil föstudaginn 3. ágúst sem alvarlegt umferðarslys varð á Suðurlandsvegi austan við Þjórsá. Bíl var ekið yfir á öfugan vegarhelming og í veg fyrir mótorhjól sem ók vestur. Mikil umferð var enda föstudagurinn fyrir Verslunarmannahelgi. Tvennt slasaðist, bróðir Kolbrúnar sem ók mótorhjólinu og kona hans sem sat aftan á. „Það var löng bílalest á leiðinni austur,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi. Hún hefur eftir bróður sínum um hvað gerðist. Skyndilega hafi einn farið úr bílaröðinni og yfir á öfugan vegarhelming. „Bróðir minn sá bílinn og gerði það sem hann gat til að sveigja frá,“ segir Kolbrún. Niðurstaðan hafi verið sú að bíllinn hafnaði á aftari hluta mótorhjólsins þar sem mágkona Kolbrúnar sat. Fyrir vikið hafi hún slasast töluvert meira en bróðir hennar. Var hún flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur.Lokað var fyrir umferð um Suðurlandsveg um tíma eftir slysið.Þakkar fyrir að engin hafi hlotið mænuskaða Eftir tíu daga aðhlynningu og aðdáunarverða umhyggju starfsfólks Borgarspítala, að sögn Kolbrúnar, var flogið með þau norður til Akureyrar í sjúkraflugi á mánudag. Var mágkona Kolbrúnar lögð inn á Sjúkrahúsið á Akureyri til frekari meðferðar en bróðir hennar fékk að fara heim. Kolbrún segir þau þaulvön, því að aka um landið á mótorhjóli, helst að sumarlagi og skoða íslenska náttúru. Hún hefur ekki tölu á því hve oft bróðir hennar hefur ekið hringinn, þau séu ávallt vel búin og engin undantekning hafi verið á því í þetta skiptið. Mágkona hennar hafi verið í glænýjum leðurgalla. „Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hversu erfitt svona áfall getur verið og hversu mikið það reynir á líf fjölskyldu sem glímir við afleiðingarnar vikum, mánuðum og jafnvel árum saman. Þá er mikilvægt fyrir okkur sem stöndum fyrir utan nánasta hring að geta rétt hjálparhönd,“ segir Kolbrún í færslu til vina og vandamanna á Facebook. „Til að auðvelda slík viðbrögð og ekki síður til að styrkja fjölskylduna á þessum erfiðu tímum, hefur verið opnaður reikningur í Sparisjóði Höfðhverfinga 1187-26-3800 á kennitölu 211179-4579.“ Kolbrún segir söfnunina ganga rosalega vel og marga til í að leggja hjálparhönd. Þá séu þau afar þakklát að ekki hafi farið verr og þau sloppið við mænuskaða.Nokkrar af auglýsingum hópsins í dagblöðum árið 1988 sem vöktu töluverða athygli að sögn Kolbrúnar.Tímarit.isAkstur er dauðans alvara Kolbrún hefur látið sig varða umferðarmenningu á landinu undanfarna þrjá áratugi og gott betur. Í kringum 1985 stofnaði hún ásamt góðum vinkonum áhugahóp um bætta umferðarmenningu. „Það kom í kjölfarið á því að við misstum vinkonu í hræðilegu umferðarslysi á Skúlagötu sem ölvaður ökumaður olli, segir Kolbrún. „Við stofnuðum áhugahópinn í kjölfarið og gengumst fyrir áberandi auglýsingaherferð þar sem við hvöttum til betri aðgátar í umferðinni. Herferðin var undir yfirskriftinni „Akstur er dauðans alvara“.“ Kolbrún minnist þess einnig að hópurinn hafi ásamt SEM samtökunum farið í söfnunarátak í sjónvarpi, eitt hið fyrsta sinnar tegundar, þar sem vakin var athygli á aðstæðum þeirra sem skaddast hafa í alvarlegum umferðarslysum. „Mér finnst ég vera búin með skammtinn af alvarlegum umferðarslysum í nánasta hring, en ég bý að þeirri reynslu að hafa tekist á við afleiðingar slysa í umferðinni með uppbyggilegum hætti og reyni að gera það einnig nú.“ Þær upplýsingar fengust frá lögreglunni á Suðurlandi að tildrög árekstursins á Suðurlandsvegi væru í rannsókn. Von væri á niðurstöðu í næstu viku.
Lögreglumál Tengdar fréttir Tveir bifhjólamenn slasaðir eftir slysið á Suðurlandsvegi Bifhjól og jepplingur lentu saman. Annar bifhjólamannanna var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús en hinn með sjúkrabíl. 3. ágúst 2018 18:40 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Tveir bifhjólamenn slasaðir eftir slysið á Suðurlandsvegi Bifhjól og jepplingur lentu saman. Annar bifhjólamannanna var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús en hinn með sjúkrabíl. 3. ágúst 2018 18:40