Jóhann Berg spilar í elsta liðinu í ensku úrvalsdeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2018 10:00 Jóhann Berg Guðmundsson með liðsfélögum sínum í elsta liði ensku úrvalsdeildarinnar, Burnley. Vísir/Getty Enska úrvalsdeildin er farin af stað og félagsskiptaglugginn er lokaður. Það var því tilvalið að bera saman leikmannahópa liðanna tuttugu sem skipa ensku úrvalsdeildina í vetur. Sky Sports lagðist einmitt í slíkan samanburð á liðunum en hvert þeirra tilkynnti inn 25 manna leikmannalista. Félögin eiga þó möguleika á að kalla inn leikmenn sem eru undir 21 árs. Sky Sport kannaði meðalaldur, meðalhæð og reynslu leikmannahópanna. Margir búast við miklu af nýliðum Wolves í vetur en þeir eru með yngsta meðalaldurinn í deildinni en hann er aðeins 24 ár og átta mánuðir. Næstu lið eru Southampton og Fulham en Gylfi Þór Sigurðsson og félagar eru síðan í fjórða sæti á listanum yfir yngstu lið deildarinnar. Elsta lið deildarinnar er aftur á móti lið Jóhanns Berg Guðmundssonar og félaga í Burnley en meðalaldur leikmannahópsins eru 28 ár. Næstu lið eru síðan Brighton, Cardiff City og Crystal Palace.SKYSPORTS PL squads compared Which Premier League squads are tallest, youngest or most experienced? We take a look at the make-up of each club... https://t.co/MX0MXkcCjs — Chelsea FC RSS Feeds (@CFCrss) August 16, 2018Manchester United er með lægsta meðalaldurinn af stóru klúbbunum (25 ár og 1 mánuður) en Manchester City og Liverpool koma skammt á eftir. Arsenal og Chelsea eru með elstu leikmannahópana af risum deildarinnar. Elsti leikmaður deildarinnar er Julian Speroni, markvörður Crystal Palace (39 ára) en sá yngsti er Callum Hudson-Odoi hjá Chelsea sem er bara 17 ára og 287 daga gamall. Watford er með hæstu meðalhæðina í deildinni eða 185,4 sentímetra en næst á eftir koma Huddersfield (184,7) og Crystal Palace (184,0). Í næstu sætum eru síðan Chelsea (183,6) og Manchester United (183,5). Lágvaxnasta lið deildarinnar eru aftur á móti Englandsmeistarar Manchester City en meðalhæð liðsins er aðeins 179,7 sentimetrar. City er eina liðið undir 180 sm í meðalhæð. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eru þarna í 3. sæti (181,5) en á milli þeirra og City er lið Bournemouth. Næstu lið eru síðan Cardiff (181,7) og Liverpool (181,8) Hæsti leikmaður deildarinna er Fraser Forster, markvörður Southampton, sem er 201 sentímetri á hæð en sá lægsti er Angel Gomes hjá Manchester United sem er aðeins 161 sentímetri á hæð. Bournemouth er með flesta enska leikmenn í sínum leikmannahópi eða 64 prósent en næst þeim koma Southampton, Cardiff City og Burnley. Liverpool er með flesta enska leikmann af stóru klúbbunum eða 10 sem gerir 34,5 prósent leikmannahópsins. Á eftir þeim koma Tottenham, Manchester United, Chelsea and Manchester City. Arsenal er aftur á móti á botninum með aðeins fjóra enska leikmenn í leikmannahópi sínum. Manchester United er með reyndasta liðið er saman hafa leikmenn liðsisn spilað 3009 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea, Liverpool, Everton og Burnley fylgja eftir í næstu sætum þegar kemur að reynslu. Leikmannahópur United er einnig með flest mörk eða 416. Leikmenn nýliða Wolves hafa aftur á móti aðeins leikið 232 leiki samanlagt en hinir nýliðarnir, Fulham og Cardiff, eru líka í neðstu sætunum á þeim lista. Hér má finna meira um þennan samanburð hjá Sky Sports. Enski boltinn Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Enska úrvalsdeildin er farin af stað og félagsskiptaglugginn er lokaður. Það var því tilvalið að bera saman leikmannahópa liðanna tuttugu sem skipa ensku úrvalsdeildina í vetur. Sky Sports lagðist einmitt í slíkan samanburð á liðunum en hvert þeirra tilkynnti inn 25 manna leikmannalista. Félögin eiga þó möguleika á að kalla inn leikmenn sem eru undir 21 árs. Sky Sport kannaði meðalaldur, meðalhæð og reynslu leikmannahópanna. Margir búast við miklu af nýliðum Wolves í vetur en þeir eru með yngsta meðalaldurinn í deildinni en hann er aðeins 24 ár og átta mánuðir. Næstu lið eru Southampton og Fulham en Gylfi Þór Sigurðsson og félagar eru síðan í fjórða sæti á listanum yfir yngstu lið deildarinnar. Elsta lið deildarinnar er aftur á móti lið Jóhanns Berg Guðmundssonar og félaga í Burnley en meðalaldur leikmannahópsins eru 28 ár. Næstu lið eru síðan Brighton, Cardiff City og Crystal Palace.SKYSPORTS PL squads compared Which Premier League squads are tallest, youngest or most experienced? We take a look at the make-up of each club... https://t.co/MX0MXkcCjs — Chelsea FC RSS Feeds (@CFCrss) August 16, 2018Manchester United er með lægsta meðalaldurinn af stóru klúbbunum (25 ár og 1 mánuður) en Manchester City og Liverpool koma skammt á eftir. Arsenal og Chelsea eru með elstu leikmannahópana af risum deildarinnar. Elsti leikmaður deildarinnar er Julian Speroni, markvörður Crystal Palace (39 ára) en sá yngsti er Callum Hudson-Odoi hjá Chelsea sem er bara 17 ára og 287 daga gamall. Watford er með hæstu meðalhæðina í deildinni eða 185,4 sentímetra en næst á eftir koma Huddersfield (184,7) og Crystal Palace (184,0). Í næstu sætum eru síðan Chelsea (183,6) og Manchester United (183,5). Lágvaxnasta lið deildarinnar eru aftur á móti Englandsmeistarar Manchester City en meðalhæð liðsins er aðeins 179,7 sentimetrar. City er eina liðið undir 180 sm í meðalhæð. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eru þarna í 3. sæti (181,5) en á milli þeirra og City er lið Bournemouth. Næstu lið eru síðan Cardiff (181,7) og Liverpool (181,8) Hæsti leikmaður deildarinna er Fraser Forster, markvörður Southampton, sem er 201 sentímetri á hæð en sá lægsti er Angel Gomes hjá Manchester United sem er aðeins 161 sentímetri á hæð. Bournemouth er með flesta enska leikmenn í sínum leikmannahópi eða 64 prósent en næst þeim koma Southampton, Cardiff City og Burnley. Liverpool er með flesta enska leikmann af stóru klúbbunum eða 10 sem gerir 34,5 prósent leikmannahópsins. Á eftir þeim koma Tottenham, Manchester United, Chelsea and Manchester City. Arsenal er aftur á móti á botninum með aðeins fjóra enska leikmenn í leikmannahópi sínum. Manchester United er með reyndasta liðið er saman hafa leikmenn liðsisn spilað 3009 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Chelsea, Liverpool, Everton og Burnley fylgja eftir í næstu sætum þegar kemur að reynslu. Leikmannahópur United er einnig með flest mörk eða 416. Leikmenn nýliða Wolves hafa aftur á móti aðeins leikið 232 leiki samanlagt en hinir nýliðarnir, Fulham og Cardiff, eru líka í neðstu sætunum á þeim lista. Hér má finna meira um þennan samanburð hjá Sky Sports.
Enski boltinn Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira