Ekkert er Cruise ómögulegt Þórarinn Þórarinsson skrifar 16. ágúst 2018 10:00 Tom Cruise kann ekki að hlaupa eins og hann hefur sýnt og sannað átakanlega oft í myndum sínum. Hins vegar er víst búið að sýna fram á með rökum að myndir hans ganga aldrei betur en þegar hann tekur sprettinn í þeim. Tom Cruise var fyrir löngu orðinn stórstjarna þegar hann og leikstjórinn Brian De Palma dustuðu rykið af gömlu Mission: Impossible sjónvarpsþáttunum og trommuðu upp með samnefndan hasarsmell árið 1996. Með myndum eins og Top Gun, Rain Man, Days of Thunder og A Few Good Men, svo einhverjar séu nefndar, hafði Cruise komið gengisvísitölu sinni í hæstu hæðir og fest sig í sessi sem gulltrygging fyrir góðri aðsókn. Hann trónir enn á þeim toppi og ekki verður af honum tekið að það er ekki á allra færi að halda kvikmyndabálki gangandi í 22 ár og sækja í sig veðrið ef eitthvað er. Mission: Impossible-þættirnir gengu við miklar vinsældir í bandarísku sjónvarpi á árunum 1966-1973 og fjölluðu um magnaða úrvalssveit njósnara, Impossible Missions Force (IMF), sem eins og nafnið benti til fengu úthlutað verkefnum sem nánast útilokað var að leysa og voru líklegust til þess að kosta mannskapinn lífið.Allt gekk upp Endurlífgun Cruise og De Palma á MI gekk fullkomlega upp. Endurvinnsla U2-mannanna Larrys Mullen og Adams Clayton á hinu mjög svo grípandi stefi sjónvarpsþáttanna, eftir Lalo Schifrin, sló í gegn, myndin var áferðarfögur og bauð upp á frumleg spennuatriði. Cruise var í banastuði og leikstjórinn mistæki, De Palma, skilaði góðu dagsverki sem verður að teljast býsna vel af sér vikið þar sem hann fór þarna út fyrir þægindarammann þar sem honum hefur í gegnum tíðina tekist best upp með sálfræðitryllum og nettum hryllingi á borð við Carrie, Dressed to Kill og Body Double og svo vitaskuld hinum blóði drifna krimma Scarface. Vinsældir myndarinnar kölluðu óhjákvæmilega á framhald en De Palma kaus að láta staðar numið eftir fyrstu myndina. Cruise sló hins vegar eign sinni á bálkinn og fékk hasarleikstjórann John Woo til þess að leikstýra Mission: Impossible 2 sem kom út fjórum árum síðar. Woo var þá tiltölulega nýkominn til Hollywood, funheitur eftir sína dásamlegu og ofbeldisfullu byssuballetta sem kenndir eru við Hong Kong.Sænska hörkutólið Rebecca Ferguson mætti til leiks sem breski MI6-njósnarinn Ilsa Faust í Rogue Nation þar sem hún fór á kostum. Hún heldur uppteknum hætti í Fallout og slær hvergi af.Tvöföld vonbrigði Mission: Impossible 2 stóðst tæpast væntingarnar sem fylgdu fyrri myndinni og orðspori Woo. Sagan var þvæld og neistann sem tendraði kveikinn í fyrri myndinni vantaði. En peningarnir og Cruise ráða þannig að leikarinn hélt ótrauður áfram að þróa persónu ofurnjósnarans Ethans Hunt. Sjálfur J.J. Abrams var kallaður til að leikstýra Mission: Impossible III sem kom út 2006. Ekki getur sú mynd talist til rósa í hnappagat hans þótt hann hafi síðar troðið þeim nokkrum þangað. Myndin rambaði á barmi þess að vera beinlínis leiðinleg en sá mikli öndvegisleikari, Philip heitinn Seymour Hoffman, lyfti myndinni með ískaldri og yfirvegaðri túlkun á aðalskúrkinum.Leikar æsast Þetta hökt á Mission Impossible-hraðlestinni sló hvorki myndabálkinn né Cruise út af laginu og enn eina ferðina var endurkoma Ethans Hunt boðuð. Árið 2011 kom Mission: Impossible: Ghost Protocol í leikstjórn Brads Bird og ný andlit gáfu myndinni ferskan blæ. Paula Patton var aðsópsmikil í aðalkvenhlutverkinu, Jeremy Renner reyndi að létta einhverju smá töffaraálagi af Cruise, sem að venju gætti þess að vera allt í öllu og láta engan skyggja á sig, og breski gamanleikarinn Simon Pegg hélt áfram að glansa, eins og hann gerði fyrst í þriðju myndinni, sem tölvunördinn Benji.Simon Pegg hefur verið með síðan í þriðju myndinni og er alltaf jafn yndislegur. Og fyndinn.Gott verður enn betra Ekki var Cruise alveg búinn að kreista allt adrenalín úr MI eftir þessar fjórar myndir. Hann fékk leikstjórann Christopher McQuarrie um borð í lestina og það samstarf skilaði sér í hinni stórgóðu Mission: Impossible: Rogue Nation árið 2015. Keyrslan var með hraðasta móti, hasarinn þéttur og til mikillar fyrirmyndar og sagan ekki laus við að vera áhugaverð. Satt best að segja var þarna komin besta MI-myndin af þessum fimm. Ekki slæmt í ljósi langrar sögu. Cruise og McQuarrie höfðu þó ekki sagt sitt síðasta orð og þeim tekst að toppa sig með Mission: Impossible – Fallout sem er nánast óumdeilt langbesta MI-myndin og fólk gengur jafnvel svo langt að stimpla hana bestu spennumynd vorra tíma. Hvort Tom Cruise láti hér staðar numið og hætti með Ethan Hunt á toppnum er auðvitað ómögulegt að segja en þar sem hann virðist ekkert hafa elst á 30 árum og MI-lestin er enn á hvínandi ferð getur allt gerst. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tom Cruise var fyrir löngu orðinn stórstjarna þegar hann og leikstjórinn Brian De Palma dustuðu rykið af gömlu Mission: Impossible sjónvarpsþáttunum og trommuðu upp með samnefndan hasarsmell árið 1996. Með myndum eins og Top Gun, Rain Man, Days of Thunder og A Few Good Men, svo einhverjar séu nefndar, hafði Cruise komið gengisvísitölu sinni í hæstu hæðir og fest sig í sessi sem gulltrygging fyrir góðri aðsókn. Hann trónir enn á þeim toppi og ekki verður af honum tekið að það er ekki á allra færi að halda kvikmyndabálki gangandi í 22 ár og sækja í sig veðrið ef eitthvað er. Mission: Impossible-þættirnir gengu við miklar vinsældir í bandarísku sjónvarpi á árunum 1966-1973 og fjölluðu um magnaða úrvalssveit njósnara, Impossible Missions Force (IMF), sem eins og nafnið benti til fengu úthlutað verkefnum sem nánast útilokað var að leysa og voru líklegust til þess að kosta mannskapinn lífið.Allt gekk upp Endurlífgun Cruise og De Palma á MI gekk fullkomlega upp. Endurvinnsla U2-mannanna Larrys Mullen og Adams Clayton á hinu mjög svo grípandi stefi sjónvarpsþáttanna, eftir Lalo Schifrin, sló í gegn, myndin var áferðarfögur og bauð upp á frumleg spennuatriði. Cruise var í banastuði og leikstjórinn mistæki, De Palma, skilaði góðu dagsverki sem verður að teljast býsna vel af sér vikið þar sem hann fór þarna út fyrir þægindarammann þar sem honum hefur í gegnum tíðina tekist best upp með sálfræðitryllum og nettum hryllingi á borð við Carrie, Dressed to Kill og Body Double og svo vitaskuld hinum blóði drifna krimma Scarface. Vinsældir myndarinnar kölluðu óhjákvæmilega á framhald en De Palma kaus að láta staðar numið eftir fyrstu myndina. Cruise sló hins vegar eign sinni á bálkinn og fékk hasarleikstjórann John Woo til þess að leikstýra Mission: Impossible 2 sem kom út fjórum árum síðar. Woo var þá tiltölulega nýkominn til Hollywood, funheitur eftir sína dásamlegu og ofbeldisfullu byssuballetta sem kenndir eru við Hong Kong.Sænska hörkutólið Rebecca Ferguson mætti til leiks sem breski MI6-njósnarinn Ilsa Faust í Rogue Nation þar sem hún fór á kostum. Hún heldur uppteknum hætti í Fallout og slær hvergi af.Tvöföld vonbrigði Mission: Impossible 2 stóðst tæpast væntingarnar sem fylgdu fyrri myndinni og orðspori Woo. Sagan var þvæld og neistann sem tendraði kveikinn í fyrri myndinni vantaði. En peningarnir og Cruise ráða þannig að leikarinn hélt ótrauður áfram að þróa persónu ofurnjósnarans Ethans Hunt. Sjálfur J.J. Abrams var kallaður til að leikstýra Mission: Impossible III sem kom út 2006. Ekki getur sú mynd talist til rósa í hnappagat hans þótt hann hafi síðar troðið þeim nokkrum þangað. Myndin rambaði á barmi þess að vera beinlínis leiðinleg en sá mikli öndvegisleikari, Philip heitinn Seymour Hoffman, lyfti myndinni með ískaldri og yfirvegaðri túlkun á aðalskúrkinum.Leikar æsast Þetta hökt á Mission Impossible-hraðlestinni sló hvorki myndabálkinn né Cruise út af laginu og enn eina ferðina var endurkoma Ethans Hunt boðuð. Árið 2011 kom Mission: Impossible: Ghost Protocol í leikstjórn Brads Bird og ný andlit gáfu myndinni ferskan blæ. Paula Patton var aðsópsmikil í aðalkvenhlutverkinu, Jeremy Renner reyndi að létta einhverju smá töffaraálagi af Cruise, sem að venju gætti þess að vera allt í öllu og láta engan skyggja á sig, og breski gamanleikarinn Simon Pegg hélt áfram að glansa, eins og hann gerði fyrst í þriðju myndinni, sem tölvunördinn Benji.Simon Pegg hefur verið með síðan í þriðju myndinni og er alltaf jafn yndislegur. Og fyndinn.Gott verður enn betra Ekki var Cruise alveg búinn að kreista allt adrenalín úr MI eftir þessar fjórar myndir. Hann fékk leikstjórann Christopher McQuarrie um borð í lestina og það samstarf skilaði sér í hinni stórgóðu Mission: Impossible: Rogue Nation árið 2015. Keyrslan var með hraðasta móti, hasarinn þéttur og til mikillar fyrirmyndar og sagan ekki laus við að vera áhugaverð. Satt best að segja var þarna komin besta MI-myndin af þessum fimm. Ekki slæmt í ljósi langrar sögu. Cruise og McQuarrie höfðu þó ekki sagt sitt síðasta orð og þeim tekst að toppa sig með Mission: Impossible – Fallout sem er nánast óumdeilt langbesta MI-myndin og fólk gengur jafnvel svo langt að stimpla hana bestu spennumynd vorra tíma. Hvort Tom Cruise láti hér staðar numið og hætti með Ethan Hunt á toppnum er auðvitað ómögulegt að segja en þar sem hann virðist ekkert hafa elst á 30 árum og MI-lestin er enn á hvínandi ferð getur allt gerst.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira