De Bruyne ekki hræddur við að rífast við Guardiola Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2018 11:00 Kevin de Bruyne og Pep Guardiola. Vísir/Getty Manchester City hefur byrjað tímabilið í enska boltanum á sannfærandi sigrum á Chelsea og Arsenal og virðist ekki vera að gefa neitt eftir. Einn besti leikmaður liðsins ræðir samband sitt við knattspyrnustjórann Pep Guardiola. Fyrsti titill tímabilsins er í húsi hjá Manchester City og fátt sem bendir til annars en að City liðið sé áfram í sama gírnum og í fyrra þegar liðið rústaði ensku úrvalsdeildinni. Kevin de Bruyne, lykilmaður liðsins, er hins vegar á því að Manchester City geti aldrei leikið eftir tímabilið 2017-18. „Síðasta ár var næstum því fullkomið en við munum aldrei upplifa annað tímabil eins og í fyrra,“ sagði Kevin de Bruyne við BBC. „Ef við verðum meistarar á síðasta deginum eftir síðasta spark leiktíðarinnar þá yrði ég alveg jafnánægður,“ sagði De Bruyne.Kevin de Bruyne says Man City will never have another season like last year. It was all captured in unprecedented detail. Read more: https://t.co/AjC6BmYcSI#MCFCpic.twitter.com/EEkWqI67rC — BBC Sport (@BBCSport) August 15, 2018 Viðtal BBC við Kevin de Bruyne var tekið vegna nýrrar heimildarmyndar um 2017-18 tímabilið hjá Manchester City. Félagið gerði 10 milljón punda samning við Amazon og útkoman er heimildarmyndin „All or Nothing“ eða „Allt eða ekkert“ á íslensku. Kevin de Bruyne segist alveg óhræddur við að rífast við Pep Guardiola en honum finnst það nauðsynlegt. „Pep er í mismunandi sambandi við alla. Ég er svo heppinn að fá að spila eins og ég var vanur. Svona vil ég spila fótbolta og við erum á sömu bylgjulengd. Pep getur samt verið mjög ákafur,“ sagði De Bruyne en hvað með deilur við knattspyrnustjórann? „Ég myndi alveg rífast við Pep en það hefur ekki oft komið til þess. Kannski hugsa menn aðeins öðruvísi og þá er best að ræða það. Allir hafa sína eigin sýn á fótboltann en ég er heppinn að oftast hugsum við eins. Þetta hefur því verið auðvelt fyrir mig,“ sagði De Bruyne. „Þú þarft ekkert að öskra á hann. Við tölum bara saman eins og fullorðnir menn því við erum hérna báðir til að hjálpa liðinu að vinna. Ef þú útskýrir hvað þú ert að meina þá er aldrei neitt vandamál,“ sagði De Bruyne. Manchester City vann ensku úrvalsdeildina með yfirburðurm en datt síðan út 5-1 samanlagt á móti Liverpool í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég er ekki ósammála því að við verðum að vinna Meistaradeildina til að þetta verði vel heppnað tímabil. Það er stór titill en þar þarftu ekki þann stöðugleika sem er nauðsynlegur til að vinna deildina,“ sagði De Bruyne. „Við vorum frábærir allt tímabilið í fyrra fyrir utan kannski þessa leiki á móti Liverpool sem kostuðu okkur Meistaradeildina. Í slíkri keppni þarftu að vera góður á réttum tíma,“ sagði De Bruyne en það má finna meira um viðtalið við hann hér. Enski boltinn Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Manchester City hefur byrjað tímabilið í enska boltanum á sannfærandi sigrum á Chelsea og Arsenal og virðist ekki vera að gefa neitt eftir. Einn besti leikmaður liðsins ræðir samband sitt við knattspyrnustjórann Pep Guardiola. Fyrsti titill tímabilsins er í húsi hjá Manchester City og fátt sem bendir til annars en að City liðið sé áfram í sama gírnum og í fyrra þegar liðið rústaði ensku úrvalsdeildinni. Kevin de Bruyne, lykilmaður liðsins, er hins vegar á því að Manchester City geti aldrei leikið eftir tímabilið 2017-18. „Síðasta ár var næstum því fullkomið en við munum aldrei upplifa annað tímabil eins og í fyrra,“ sagði Kevin de Bruyne við BBC. „Ef við verðum meistarar á síðasta deginum eftir síðasta spark leiktíðarinnar þá yrði ég alveg jafnánægður,“ sagði De Bruyne.Kevin de Bruyne says Man City will never have another season like last year. It was all captured in unprecedented detail. Read more: https://t.co/AjC6BmYcSI#MCFCpic.twitter.com/EEkWqI67rC — BBC Sport (@BBCSport) August 15, 2018 Viðtal BBC við Kevin de Bruyne var tekið vegna nýrrar heimildarmyndar um 2017-18 tímabilið hjá Manchester City. Félagið gerði 10 milljón punda samning við Amazon og útkoman er heimildarmyndin „All or Nothing“ eða „Allt eða ekkert“ á íslensku. Kevin de Bruyne segist alveg óhræddur við að rífast við Pep Guardiola en honum finnst það nauðsynlegt. „Pep er í mismunandi sambandi við alla. Ég er svo heppinn að fá að spila eins og ég var vanur. Svona vil ég spila fótbolta og við erum á sömu bylgjulengd. Pep getur samt verið mjög ákafur,“ sagði De Bruyne en hvað með deilur við knattspyrnustjórann? „Ég myndi alveg rífast við Pep en það hefur ekki oft komið til þess. Kannski hugsa menn aðeins öðruvísi og þá er best að ræða það. Allir hafa sína eigin sýn á fótboltann en ég er heppinn að oftast hugsum við eins. Þetta hefur því verið auðvelt fyrir mig,“ sagði De Bruyne. „Þú þarft ekkert að öskra á hann. Við tölum bara saman eins og fullorðnir menn því við erum hérna báðir til að hjálpa liðinu að vinna. Ef þú útskýrir hvað þú ert að meina þá er aldrei neitt vandamál,“ sagði De Bruyne. Manchester City vann ensku úrvalsdeildina með yfirburðurm en datt síðan út 5-1 samanlagt á móti Liverpool í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég er ekki ósammála því að við verðum að vinna Meistaradeildina til að þetta verði vel heppnað tímabil. Það er stór titill en þar þarftu ekki þann stöðugleika sem er nauðsynlegur til að vinna deildina,“ sagði De Bruyne. „Við vorum frábærir allt tímabilið í fyrra fyrir utan kannski þessa leiki á móti Liverpool sem kostuðu okkur Meistaradeildina. Í slíkri keppni þarftu að vera góður á réttum tíma,“ sagði De Bruyne en það má finna meira um viðtalið við hann hér.
Enski boltinn Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira