Fækkun hryðjuverka í Evrópu mögulega tímabundin Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2018 15:00 Abu Bakr Al-Baghdadi í Mosul árið 2014 þar sem hann lýsti yfir stofnun Kalífadæmis Íslamska ríkisins. Vísir/AFP Þrátt fyrir ósigra á vígvöllum og töpuð yfirráðasvæði eru vígamenn Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak enn allt að 30 þúsund talsins. Þar af eru þúsundir erlendra vígamanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna þar sem varað er við því að hryðjuverkasamtökin gætu verið áfram til staðar í báðum ríkjum. Þá í mynd hefðbundinna hryðjuverkasamtaka og gæti ógnin af þeim aukist á nýjan leik á komandi árum. Þó ISIS-liðar hafi hlotið hvern ósigurinn á fætur öðrum er baráttuvilji ISIS-liða enn til staðar samkvæmt höfundum skýrslunnar. Í skýrslunni, sem lesa má hér, segir að þörf sé á betri upplýsingum um fjárhagsmál ISIS. Slíkar upplýsingar myndu varpa ljósi á tilætlanir forsvarsmanna hryðjuverkasamtakanna og hvort þau séu í stakk búin til að styðja við bakið á hryðjuverkamönnum sem hyggja á árásir, hvar svo sem þeir kunna að vera.Flæði erlendra vígamanna til Írak og Sýrlands hefur nánast stöðvast að fullu. Á móti kemur að flóðið er í öfuga átt, þó það sé minna en talið var að það yrði. Í skýrslunni segir að mikil ógn gæti stafað af vígamönnum sem laumist heim og fari þar í felur.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heim Heilt yfir litið hefur hryðjuverkaárásum í Evrópu fækkað á þessu ári og í fyrra. Mögulega má rekja það til ósigra ISIS í Mið-Austurlöndum. Samskiptaleiðir samtakanna geta verið í ólagi og ljóst er að margar af æðstu skipuleggjendum og vígamönnum samtakanna hafa verið felldir, þó Abu Bakr al-Baghdadi sé enn að stýra samtökunum. Samkvæmt höfundum skýrslunnar er fækkun hryðjuverka talin tímabundin. Ástandið gæti breyst þegar forsvarsmenn ISIS hafa tekið á vandræðum sínum og endurskipulagt sig. Þá er einnig vakin athygli á þeirri ógn sem stafar af þeirri viðleitni ISIS-liða til að hvetja stuðningsmenn sína á samfélagsmiðlum til að fremja stakar árásir. ISIS-liða má finna víða um heim. Þeir eru í löndunum í kringum Írak og Sýrland, Afganistan, Líbýu, Suðaustur-Asíu og Vestur-Afríku. Þá má einnig finna þá, þó í minna mæli, í Sómalíu, Jemen og á Sinai-skaga í Egyptalandi. Hryðjuverk í Evrópu Jemen Mið-Austurlönd Sómalía Tengdar fréttir Bresk yfirvöld munu ekki koma í veg fyrir dauðarefsingu yfir síðustu „Bítlunum“ Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. 23. júlí 2018 15:03 Akilov dæmdur í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð Úsbekinn Rakhmat Akilov varð fimm manns að bana og slasaði fjórtán alvarlega þegar hann ók sendiferðabíl á mikilli ferð inn í mannþröng á Drottningargötunni í Stokkhólmi í apríl í fyrra. 7. júní 2018 11:11 Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45 Kallaði eftir árásum á Georg prins Breti sem lýst hafði yfir hollustu við Íslamska ríkið hefur játað ýmis hryðjuverkabrot. 31. maí 2018 18:04 Ætlaði að keyra á fólk á Oxford götu Hinn 26 ára gamli Lewis Ludlow lýsti yfir hollustu við ISIS og ætlaði sér að fremja hryðjuverk í London. 10. ágúst 2018 23:38 Baghdadi stappar stálinu í vígamenn sína Íslamska ríkið birti í dag hljóðupptöku af leiðtoga samtakanna Abu Bakr Al-Baghdadi. 28. september 2017 16:29 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Sjá meira
Þrátt fyrir ósigra á vígvöllum og töpuð yfirráðasvæði eru vígamenn Íslamska ríkisins í Sýrlandi og Írak enn allt að 30 þúsund talsins. Þar af eru þúsundir erlendra vígamanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna þar sem varað er við því að hryðjuverkasamtökin gætu verið áfram til staðar í báðum ríkjum. Þá í mynd hefðbundinna hryðjuverkasamtaka og gæti ógnin af þeim aukist á nýjan leik á komandi árum. Þó ISIS-liðar hafi hlotið hvern ósigurinn á fætur öðrum er baráttuvilji ISIS-liða enn til staðar samkvæmt höfundum skýrslunnar. Í skýrslunni, sem lesa má hér, segir að þörf sé á betri upplýsingum um fjárhagsmál ISIS. Slíkar upplýsingar myndu varpa ljósi á tilætlanir forsvarsmanna hryðjuverkasamtakanna og hvort þau séu í stakk búin til að styðja við bakið á hryðjuverkamönnum sem hyggja á árásir, hvar svo sem þeir kunna að vera.Flæði erlendra vígamanna til Írak og Sýrlands hefur nánast stöðvast að fullu. Á móti kemur að flóðið er í öfuga átt, þó það sé minna en talið var að það yrði. Í skýrslunni segir að mikil ógn gæti stafað af vígamönnum sem laumist heim og fari þar í felur.Sjá einnig: Mennirnir sem enginn vill fá heim Heilt yfir litið hefur hryðjuverkaárásum í Evrópu fækkað á þessu ári og í fyrra. Mögulega má rekja það til ósigra ISIS í Mið-Austurlöndum. Samskiptaleiðir samtakanna geta verið í ólagi og ljóst er að margar af æðstu skipuleggjendum og vígamönnum samtakanna hafa verið felldir, þó Abu Bakr al-Baghdadi sé enn að stýra samtökunum. Samkvæmt höfundum skýrslunnar er fækkun hryðjuverka talin tímabundin. Ástandið gæti breyst þegar forsvarsmenn ISIS hafa tekið á vandræðum sínum og endurskipulagt sig. Þá er einnig vakin athygli á þeirri ógn sem stafar af þeirri viðleitni ISIS-liða til að hvetja stuðningsmenn sína á samfélagsmiðlum til að fremja stakar árásir. ISIS-liða má finna víða um heim. Þeir eru í löndunum í kringum Írak og Sýrland, Afganistan, Líbýu, Suðaustur-Asíu og Vestur-Afríku. Þá má einnig finna þá, þó í minna mæli, í Sómalíu, Jemen og á Sinai-skaga í Egyptalandi.
Hryðjuverk í Evrópu Jemen Mið-Austurlönd Sómalía Tengdar fréttir Bresk yfirvöld munu ekki koma í veg fyrir dauðarefsingu yfir síðustu „Bítlunum“ Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. 23. júlí 2018 15:03 Akilov dæmdur í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð Úsbekinn Rakhmat Akilov varð fimm manns að bana og slasaði fjórtán alvarlega þegar hann ók sendiferðabíl á mikilli ferð inn í mannþröng á Drottningargötunni í Stokkhólmi í apríl í fyrra. 7. júní 2018 11:11 Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45 Kallaði eftir árásum á Georg prins Breti sem lýst hafði yfir hollustu við Íslamska ríkið hefur játað ýmis hryðjuverkabrot. 31. maí 2018 18:04 Ætlaði að keyra á fólk á Oxford götu Hinn 26 ára gamli Lewis Ludlow lýsti yfir hollustu við ISIS og ætlaði sér að fremja hryðjuverk í London. 10. ágúst 2018 23:38 Baghdadi stappar stálinu í vígamenn sína Íslamska ríkið birti í dag hljóðupptöku af leiðtoga samtakanna Abu Bakr Al-Baghdadi. 28. september 2017 16:29 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Sjá meira
Bresk yfirvöld munu ekki koma í veg fyrir dauðarefsingu yfir síðustu „Bítlunum“ Bresk yfirvöld myndu ekki leggjast gegn dauðarefsingu verði tveir breskir menn sem börðust fyrir Íslamska ríkið framseldir til Bandaríkjanna. 23. júlí 2018 15:03
Akilov dæmdur í lífstíðarfangelsi í Svíþjóð Úsbekinn Rakhmat Akilov varð fimm manns að bana og slasaði fjórtán alvarlega þegar hann ók sendiferðabíl á mikilli ferð inn í mannþröng á Drottningargötunni í Stokkhólmi í apríl í fyrra. 7. júní 2018 11:11
Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45
Kallaði eftir árásum á Georg prins Breti sem lýst hafði yfir hollustu við Íslamska ríkið hefur játað ýmis hryðjuverkabrot. 31. maí 2018 18:04
Ætlaði að keyra á fólk á Oxford götu Hinn 26 ára gamli Lewis Ludlow lýsti yfir hollustu við ISIS og ætlaði sér að fremja hryðjuverk í London. 10. ágúst 2018 23:38
Baghdadi stappar stálinu í vígamenn sína Íslamska ríkið birti í dag hljóðupptöku af leiðtoga samtakanna Abu Bakr Al-Baghdadi. 28. september 2017 16:29