Tónlist

Föstudagsplaylisti Barða Jóhannssonar

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Barði Jóhannsson.
Barði Jóhannsson. Vísir/aðsend mynd
Barði, sem oft er kenndur við hljómsveit sína Bang Gang, gerði föstudagslagalista Vísis að þessu sinni, „post-Verslunarmannahelgar playlista,“ eins og hann orðar það.

Hann er nýkominn heim úr tónleikaferðalagi með Bang Gang um Kína. Þar var spilað í fjórum borgum en sveitin hefur ferðast þónokkuð oft til landsins á síðustu árum og á dygga aðdáendur þar í landi.

Þetta ár er áhugavert fyrir Bang Gang en 3 plötur sveitarinnar eiga afmæli. Fyrsta platan YOU á 20 ára afmæli, Something Wrong er 15 ára og Ghosts From the Past er 10 ára. Samkvæmt Barða verður haldið upp á þetta og kemur í ljós á næstu vikum hvernig það mun fara fram.

„Ég byrja playlistann á laginu It’s Alright sem varð aldrei smáskífa en virðist eiga langt líf. Svo koma alls konar hressandi lög sem er gott að nota við ferðalög í huganum eða eitthvað rólegt stúss,“ segir Barði um lagavalið.

Barði Jóhannsson hefur komið víða við á ferlinum, unnið tónlist fyrir kvikmyndir og leikverk, átt þátt í gerð sjónvarpsþáttanna ógleymanlegu Konfekt og Gnarrenburg, og nýverið vann hann tónlist með JB Dunckel, öðrum helmingi dúósins Air, í verkefninu Starwalker.


Tengdar fréttir

Nýtt lag frá Barða og JB Dunckel úr Air

Starwalker, hljómsveit þeirra Barða og JB Dunckel úr Air senda frá sér plötu 1. apríl næstkomandi en í dag kom út nýtt lag frá þeim félögum sem nefnist Everybody's Got Their Own Way.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×