Eins og að bíða eftir að harðsoðið egg klekist út Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 06:15 Kim Jong-Un og Donald Trump funduðu í Singapúr í júní. Fundur þeirra virðist litlu hafa skilað. Vísir/AP Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru örg út í Bandaríkin fyrir að halda viðskiptaþvingunum sínum gegn ríkinu áfram. Embættismenn í Pjongjang krefjast þess að þeim verði aflétt, því að þeirra mati eru þvinganirnar leifar „úrelts handrits“ sem fyrri stjórnir í Washington hafi fylgt „með litlum árangri.“ Samkomulag sem Donald Trump Bandaríkjaforseti og leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, handsöluðu í Singapúr í júní virðist vera í uppnámi. Meðal þess sem samkomulagið kvað á um var „algjör kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans“ - án þess þó að það væri útskýrt nánar eða boðið upp á nákvæma útlistun á aðgerðum eða mikilvægum tímasetningum. Það kann að útskýra hvers vegna norður-kóresk stjórnvöld hafa ekki afhent kjarnorkuvopn sín. Þvert á móti segja alþjóðlegir eftirlitsmenn að kjarnorkuáætlun ríkisins sé enn í fullum gangi. Það er ekki síst af þeim sökum sem Bandaríkjastjórn hefur ekki enn aflétt viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu, sem leikið hafa hið einangraða ríki grátt á síðustu misserum. Washington telur mikilvægt að þvinganirnar séu enn við lýði svo að Pjongjang verði tilneytt til að fylgja Singapúr-samkomulaginu. Þar að auki hafa háttsettir embættismenn Bandaríkjanna, eins og þjóðaröryggisráðgjafinn John Bolton, gefið í skyn á síðustu dögum að þolinmæði Washington sé takmörkuð. Afvopnun Norðu-Kóreu skuli hefjast tafarlaust, ellegar séu þvinganirnar ekki á förum. Þessari diplómasíu mótmæla norður-kóresk stjórnvöld og segja hana í raun stríða gegn anda fyrrnefnd samkomulags og stefnu Bandaríkjaforseta. Þau telja þannig litlar líkur á árangri ef utanríkisstefna Bandaríkjanna mun áfram fylgja sama „úrelta handriti“ og áður. Allar ásakanir á hendur Pjongjang séu þar að auki tilhæfulausar og eini tilgangur þeirra sé að auka þrýsting alþjóðasamfélagsins á Norður-Kóreu. Í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneyti landsins sendi frá sér í gær er stefnu Bandaríkjanna í afvopnunarmálum Kóreuskagans líkt við það að „bíða eftir því að soðið egg klekist út.“ Sem sagt: Algjörlega tilgangslaus og ekki líkleg til árangurs. Því má í raun segja að um eiginlega störukeppni sé að ræða í málinu. Norður-Kórea ætlar ekki gefa sig fyrr en Bandaríkin gefa eftir - og öfugt. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. 4. ágúst 2018 10:38 Segir Norður-Kóreu eiga langt í land Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 3. ágúst 2018 10:15 Kim og félagar vilja losna við þvinganir Yfirvöld Norður-Kóreu sendu Bandaríkjunum tóninn í dag og sökuðu Bandaríkjamenn um að ógna friði á Kóreuskaganum. 9. ágúst 2018 19:55 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Stjórnvöld í Norður-Kóreu eru örg út í Bandaríkin fyrir að halda viðskiptaþvingunum sínum gegn ríkinu áfram. Embættismenn í Pjongjang krefjast þess að þeim verði aflétt, því að þeirra mati eru þvinganirnar leifar „úrelts handrits“ sem fyrri stjórnir í Washington hafi fylgt „með litlum árangri.“ Samkomulag sem Donald Trump Bandaríkjaforseti og leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong-un, handsöluðu í Singapúr í júní virðist vera í uppnámi. Meðal þess sem samkomulagið kvað á um var „algjör kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans“ - án þess þó að það væri útskýrt nánar eða boðið upp á nákvæma útlistun á aðgerðum eða mikilvægum tímasetningum. Það kann að útskýra hvers vegna norður-kóresk stjórnvöld hafa ekki afhent kjarnorkuvopn sín. Þvert á móti segja alþjóðlegir eftirlitsmenn að kjarnorkuáætlun ríkisins sé enn í fullum gangi. Það er ekki síst af þeim sökum sem Bandaríkjastjórn hefur ekki enn aflétt viðskiptaþvingunum gegn Norður-Kóreu, sem leikið hafa hið einangraða ríki grátt á síðustu misserum. Washington telur mikilvægt að þvinganirnar séu enn við lýði svo að Pjongjang verði tilneytt til að fylgja Singapúr-samkomulaginu. Þar að auki hafa háttsettir embættismenn Bandaríkjanna, eins og þjóðaröryggisráðgjafinn John Bolton, gefið í skyn á síðustu dögum að þolinmæði Washington sé takmörkuð. Afvopnun Norðu-Kóreu skuli hefjast tafarlaust, ellegar séu þvinganirnar ekki á förum. Þessari diplómasíu mótmæla norður-kóresk stjórnvöld og segja hana í raun stríða gegn anda fyrrnefnd samkomulags og stefnu Bandaríkjaforseta. Þau telja þannig litlar líkur á árangri ef utanríkisstefna Bandaríkjanna mun áfram fylgja sama „úrelta handriti“ og áður. Allar ásakanir á hendur Pjongjang séu þar að auki tilhæfulausar og eini tilgangur þeirra sé að auka þrýsting alþjóðasamfélagsins á Norður-Kóreu. Í yfirlýsingu sem utanríkisráðuneyti landsins sendi frá sér í gær er stefnu Bandaríkjanna í afvopnunarmálum Kóreuskagans líkt við það að „bíða eftir því að soðið egg klekist út.“ Sem sagt: Algjörlega tilgangslaus og ekki líkleg til árangurs. Því má í raun segja að um eiginlega störukeppni sé að ræða í málinu. Norður-Kórea ætlar ekki gefa sig fyrr en Bandaríkin gefa eftir - og öfugt.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. 4. ágúst 2018 10:38 Segir Norður-Kóreu eiga langt í land Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 3. ágúst 2018 10:15 Kim og félagar vilja losna við þvinganir Yfirvöld Norður-Kóreu sendu Bandaríkjunum tóninn í dag og sökuðu Bandaríkjamenn um að ógna friði á Kóreuskaganum. 9. ágúst 2018 19:55 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. 4. ágúst 2018 10:38
Segir Norður-Kóreu eiga langt í land Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 3. ágúst 2018 10:15
Kim og félagar vilja losna við þvinganir Yfirvöld Norður-Kóreu sendu Bandaríkjunum tóninn í dag og sökuðu Bandaríkjamenn um að ógna friði á Kóreuskaganum. 9. ágúst 2018 19:55