Erlent

Hundruð dauðra skjaldbaka fundust undan ströndum Mexíkó

Kjartan Kjartansson skrifar
Skjaldbökurnar fundust dauðar utan við Oaxaca-ríki, suðvestast í Mexíkó.
Skjaldbökurnar fundust dauðar utan við Oaxaca-ríki, suðvestast í Mexíkó. Vísir/EPA
Sjómenn fundu um 300 dauðar sæskjaldbökur fastar í netum í Kyrrahafi undan ströndum Oaxaca-ríkis í suðvestanverðu Mexíkó. Skjaldbökurnar eru taldar í útrýmingarhættu og aðeins nokkrir dagar eru liðnir frá því að rúmlega hundrað þeirra fundust dauðar utan við Chiapas-ríki.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að verið sé að rannsaka hvað olli dauða sæskjaldbakanna. Óljóst er hvort að þær voru lífs eða liðnar þegar þær festust í veiðarfærunum. Sérfræðingar segja að mögulega hafi þær drepist af völdum eitraðra þörunga eða veiðiöngla eða að þær hafi kafnað þegar þær festust í netinu.

Skjaldbökurnar verpa eggjum sínum á ströndum Mexíkó frá maí og fram í september og eru taldar í mikilli útrýmingarhættu. Bannað hefur verið að veiða þær í Mexíkó frá árinu 1990 og liggja ströng viðurlög við því. Sérstakur ríkissaksóknari rannsóknar nú dauða skjaldbakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×