Áslaug Friðriksdóttir, fyrrum borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur sett einbýlishús sitt við Skólavörðustíginn á sölu en um er að ræða hús í hjarta borgarinnar með aukaíbúð í kjallara.
Húsið er 210 fermetrar að stærð og er eignin á þremur hæðum. Alls eru fimm svefnherbergi í húsinu en fasteignamat eignarinnar er 77 milljónir.
Áslaug óskar eftir tilboði í húsið sem er hið glæsilegasta eins og sjá má hér að neðan.
Ekki er langt í Hallgrímskirkju.Skemmtilegt eldhús.Baðherbergið í risinu.Fallegt hjónaherbergi þar sem hægt er að ganga út á fallegar svalir.Björt og falleg stofa.Borðstofan sérstaklega skemmtileg.Ekki skemmir þessi geggjaði bókaskápur fyrir.Yndisleg verönd fyrir utan.