Þrír mánuðir síðan skipunartími rannsóknarnefndar rann út Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. ágúst 2018 17:00 Nefndarmenn tilheyra ekki daglegri starfsemi og eru því öllu jafna ekki í fullu starfi. Þeir hins vegar afgreiða rannsóknarskýrslur starfsmanna á alvarlegum slysum í lofti, láði og sjó. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Rannsóknarnefnd samgönguslysa er ekki starfandi eftir að skipunartími nefndarmanna rann út í lok maí og nú tæpum þremur mánuðum síðar hefur samgönguráðherra enn ekki skipað nýja nefnd. Fresta hefur þurft afgreiðslu mála sökum þess að nefndarmenn eru án umboðs. Rannsóknarnefndir flug, umferðar- og sjóslysa voru sameinaðar í eina nefnd, Rannsóknarnefnd samgönguslysa, í febrúar 2013 með nýjum lögum sem tóku gildi fyrsta júní sama ár. Nefndin er skipuð 7 aðalmönnum og 6 varamönnum og hafa nefndarmenn faglegan bakgrunn á hverju sviði fyrir sig og sitja nefndarfundi á því sviði sem bakgrunnur þeirra nær til. Nefndarmenn tilheyra ekki daglegri starfsemi og eru því öllu jafna ekki í fullu starfi. Þeir hins vegar afgreiða rannsóknarskýrslur starfsmanna á alvarlegum slysum í lofti, láði og sjó. Morgunblaðið greindi fyrst frá því í morgun að skipunartími nefndarmanna hafi runnið út 31. maí síðastliðinn og er því Rannsóknarnefndin ekki starfandi sem stendur. Fram kemur í Morgunblaðinu að sá hluti nefndarinnar sem annast rannsóknir sjóslysa hafi ætlað að funda síðastliðinn föstudag, eins og tiltekið var í starfsáætlun en ekkert hafi orðið af fundinum því umboð nefndarmanna var runnið út. Allmörgum málum sem voru á dagskránni hafi því þurft að fresta. Stofnunin heyrir í dag stjórnsýslulega undir Samgönguráðherra. Hún starfar sjálfstætt og óháð stjórnvöldum og öðrum rannsóknaraðilum, ákæruvaldi og dómstólum. Fyrrverandi formaður nefndarinnar, Geirþrúður Alfreðsdóttir, baðst undan viðtali við fréttastofu í morgun en sagði að beðið væri eftir nýjum skipunarbréfum frá ráðherra og að þau væru væntanleg innan tíðar. Hún sagði ráðherra leggja áherslu á faglega skipun nefndarmanna og jafnvægi í kynjahlutfalli. Og bætti við að það hefði ekki áhrif á daglega starfsemi stofnunarinnar að nefnd væri ekki skipuð. Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa er ekki starfandi eftir að skipunartími nefndarmanna rann út í lok maí og nú tæpum þremur mánuðum síðar hefur samgönguráðherra enn ekki skipað nýja nefnd. Fresta hefur þurft afgreiðslu mála sökum þess að nefndarmenn eru án umboðs. Rannsóknarnefndir flug, umferðar- og sjóslysa voru sameinaðar í eina nefnd, Rannsóknarnefnd samgönguslysa, í febrúar 2013 með nýjum lögum sem tóku gildi fyrsta júní sama ár. Nefndin er skipuð 7 aðalmönnum og 6 varamönnum og hafa nefndarmenn faglegan bakgrunn á hverju sviði fyrir sig og sitja nefndarfundi á því sviði sem bakgrunnur þeirra nær til. Nefndarmenn tilheyra ekki daglegri starfsemi og eru því öllu jafna ekki í fullu starfi. Þeir hins vegar afgreiða rannsóknarskýrslur starfsmanna á alvarlegum slysum í lofti, láði og sjó. Morgunblaðið greindi fyrst frá því í morgun að skipunartími nefndarmanna hafi runnið út 31. maí síðastliðinn og er því Rannsóknarnefndin ekki starfandi sem stendur. Fram kemur í Morgunblaðinu að sá hluti nefndarinnar sem annast rannsóknir sjóslysa hafi ætlað að funda síðastliðinn föstudag, eins og tiltekið var í starfsáætlun en ekkert hafi orðið af fundinum því umboð nefndarmanna var runnið út. Allmörgum málum sem voru á dagskránni hafi því þurft að fresta. Stofnunin heyrir í dag stjórnsýslulega undir Samgönguráðherra. Hún starfar sjálfstætt og óháð stjórnvöldum og öðrum rannsóknaraðilum, ákæruvaldi og dómstólum. Fyrrverandi formaður nefndarinnar, Geirþrúður Alfreðsdóttir, baðst undan viðtali við fréttastofu í morgun en sagði að beðið væri eftir nýjum skipunarbréfum frá ráðherra og að þau væru væntanleg innan tíðar. Hún sagði ráðherra leggja áherslu á faglega skipun nefndarmanna og jafnvægi í kynjahlutfalli. Og bætti við að það hefði ekki áhrif á daglega starfsemi stofnunarinnar að nefnd væri ekki skipuð.
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira