Svona virkar Þjóðadeild UEFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2018 16:00 Riðlarnir í A-deildinni. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í hópi tólf þjóða sem keppa um nýjasta bikar fótboltans sem er bikarinn fyrir sigurinn í UEFA Nations League eða Þjóðadeild UEFA. En hvernig virkar eiginlega þessi Þjóðadeild? Helsta markmið Þjóðadeildar UEFA er að útrýma þýðingarlitlum vináttuleikjum og skipta þeim út fyrir alvöru keppnisleiki. Vináttuleikirnir heyra hér eftir sögunni til og hér eftir eiga allir landsleikir að skipta máli. Þjóðadeildin er í raun eins og deildarkeppni í hverju öðru landi með A-deild, B-deild, C-deild og D-deild. Aðeins liðin í A-deild eiga möguleika á vinna titilinn en liðin í neðri deildunum keppast um að komast upp um deild. Hver deild skiptist niður í fjóra riðla og fæst lið eru í A-deildinni eða tólf. Sextán lið eru í B og D-deild og fimmtán lið eru í C-deildinni. Efstu liðin í riðlunum fjórum í A-deildinni komast í úrslitakeppnina næsta sumar þar sem verða undanúrslit og svo leikir um gull og brons. Neðstu liðin í hverju riðli í þremur efstu deildunum verða síðan að sætta sig við fall niður í næstu deild en efstu liðin í riðlunum fjórum í þremur neðstu deildunum taka síðan þeira sæti, það er komast upp um deild. Þessi nýja keppni á vegum Knattspyrnusambands Evrópu hefst í næsta mánuði og íslenska karlandsliðið er í hópi tólf útvaldra þjóða sem eru í A-deild og fá því tækifæri til að vinna fyrstu Þjóðadeild UEFA. Þjóðadeildin mun fara fram á tveggja ára fresti og riðlakeppni fyrstu Þjóðadeildarinnar fer fram á næstu þremur mánuðum eða frá september til nóvember. Mótherjar Íslands eru Belgía og Sviss en efsta liðið í riðlinum kemst áfram í undanúrslit keppninnar sem fara fram næsta sumar.Hér má sjá myndband frá UEFA sem útskýrir hvernig Þjóðadeild UEFA virkar og hvernig hún tengist undankeppni næsta Evrópumóts.Vísir/Getty Þjóðadeild UEFA Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í hópi tólf þjóða sem keppa um nýjasta bikar fótboltans sem er bikarinn fyrir sigurinn í UEFA Nations League eða Þjóðadeild UEFA. En hvernig virkar eiginlega þessi Þjóðadeild? Helsta markmið Þjóðadeildar UEFA er að útrýma þýðingarlitlum vináttuleikjum og skipta þeim út fyrir alvöru keppnisleiki. Vináttuleikirnir heyra hér eftir sögunni til og hér eftir eiga allir landsleikir að skipta máli. Þjóðadeildin er í raun eins og deildarkeppni í hverju öðru landi með A-deild, B-deild, C-deild og D-deild. Aðeins liðin í A-deild eiga möguleika á vinna titilinn en liðin í neðri deildunum keppast um að komast upp um deild. Hver deild skiptist niður í fjóra riðla og fæst lið eru í A-deildinni eða tólf. Sextán lið eru í B og D-deild og fimmtán lið eru í C-deildinni. Efstu liðin í riðlunum fjórum í A-deildinni komast í úrslitakeppnina næsta sumar þar sem verða undanúrslit og svo leikir um gull og brons. Neðstu liðin í hverju riðli í þremur efstu deildunum verða síðan að sætta sig við fall niður í næstu deild en efstu liðin í riðlunum fjórum í þremur neðstu deildunum taka síðan þeira sæti, það er komast upp um deild. Þessi nýja keppni á vegum Knattspyrnusambands Evrópu hefst í næsta mánuði og íslenska karlandsliðið er í hópi tólf útvaldra þjóða sem eru í A-deild og fá því tækifæri til að vinna fyrstu Þjóðadeild UEFA. Þjóðadeildin mun fara fram á tveggja ára fresti og riðlakeppni fyrstu Þjóðadeildarinnar fer fram á næstu þremur mánuðum eða frá september til nóvember. Mótherjar Íslands eru Belgía og Sviss en efsta liðið í riðlinum kemst áfram í undanúrslit keppninnar sem fara fram næsta sumar.Hér má sjá myndband frá UEFA sem útskýrir hvernig Þjóðadeild UEFA virkar og hvernig hún tengist undankeppni næsta Evrópumóts.Vísir/Getty
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti