Ferðamenn sorgmæddir vegna alls ruslsins á Suðurlandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2018 07:36 Rachel McAfee þótti leiðinlegt að sjá allt þetta rusl við náttúruperlurnar á Suðurlandi. facebook Hin bandarísku David og Rachel McAfee skora á aðra ferðamenn sem koma til Íslands að taka upp rusl sem á vegi þeirra kann að verða. Hjónin ferðuðust um Suðurland á sunnudag og komu meðal annars við í Reynisfjöru og við Skógafoss. Þrátt fyrir að þau lýsi náttúrunni og útsýninu þar sem einhverju því fallegasta sem þau hafa augum litið þótti þeim miður að sjá allt ruslið sem ferðamenn hafa skilið þar eftir. „Við sáum rusl alls staðar,“ skrifar David McAfee og bætir við að ruslið hafi óneitanlega sett svip á náttúrufegurðina á Suðurlandi. Þau hafi séð fjöldann allan af sígarettustubbum og ýmis konar plasthringi, sem hjónin telja að geti valdið dýralífi svæðisins skaða. Rachel hafi því ákveðið að tína upp allt rusl sem á vegi hjónanna varð. Ekki hafi þó liðið á löngu áður en allir vasar þeirra fylltust af rusli. „Heppilega“ hafi þau þó fundið plastpoka, sem einhver ferðamaður hafði skilið eftir á víðavangi, sem þau notuðu svo til að flytja enn meira rusl úr náttúrunni og yfir í næstu ruslatunnu. Hér að neðan má sjá færslu sem Rachel birti á Facebook eftir Suðurlandsferðina. Hún segir að við færsluna hafi hún hengt „einu myndina af sér frá Íslandi þar sem hún er ekki brosandi,“ enda hafi henni þótt leiðinlegt að rekast á allt þetta rusl. „Skiljum svæðin eftir hreinni en við komum að þeim,“ skrifar Rachel. Eiginmaður hennar tekur í sama streng og segir á bloggsíðu sinni að þau hafi heilt yfir skemmt sér vel og að Ísland sé fallegt land. „Það verður þó ekki þannig lengi ef fólk heldur áfram að skilja eftir rusl alls staðar,“ skrifar David. Hann hvetur því fólk til að aðstoða þau hjónin við að tína upp allt rusl sem á vegi þess verður. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Hin bandarísku David og Rachel McAfee skora á aðra ferðamenn sem koma til Íslands að taka upp rusl sem á vegi þeirra kann að verða. Hjónin ferðuðust um Suðurland á sunnudag og komu meðal annars við í Reynisfjöru og við Skógafoss. Þrátt fyrir að þau lýsi náttúrunni og útsýninu þar sem einhverju því fallegasta sem þau hafa augum litið þótti þeim miður að sjá allt ruslið sem ferðamenn hafa skilið þar eftir. „Við sáum rusl alls staðar,“ skrifar David McAfee og bætir við að ruslið hafi óneitanlega sett svip á náttúrufegurðina á Suðurlandi. Þau hafi séð fjöldann allan af sígarettustubbum og ýmis konar plasthringi, sem hjónin telja að geti valdið dýralífi svæðisins skaða. Rachel hafi því ákveðið að tína upp allt rusl sem á vegi hjónanna varð. Ekki hafi þó liðið á löngu áður en allir vasar þeirra fylltust af rusli. „Heppilega“ hafi þau þó fundið plastpoka, sem einhver ferðamaður hafði skilið eftir á víðavangi, sem þau notuðu svo til að flytja enn meira rusl úr náttúrunni og yfir í næstu ruslatunnu. Hér að neðan má sjá færslu sem Rachel birti á Facebook eftir Suðurlandsferðina. Hún segir að við færsluna hafi hún hengt „einu myndina af sér frá Íslandi þar sem hún er ekki brosandi,“ enda hafi henni þótt leiðinlegt að rekast á allt þetta rusl. „Skiljum svæðin eftir hreinni en við komum að þeim,“ skrifar Rachel. Eiginmaður hennar tekur í sama streng og segir á bloggsíðu sinni að þau hafi heilt yfir skemmt sér vel og að Ísland sé fallegt land. „Það verður þó ekki þannig lengi ef fólk heldur áfram að skilja eftir rusl alls staðar,“ skrifar David. Hann hvetur því fólk til að aðstoða þau hjónin við að tína upp allt rusl sem á vegi þess verður.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent