Forseti Íran vill bjarga samkomulaginu Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2018 23:37 Hassan Rouhani, forseti Íran. Vísir/EPA Hassan Rouhani, forseti Íran, kallaði í dag eftir því að þjóðir sem skrifuðu undir kjarnorkusamkomulagið héldu því gangandi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá samkomulaginu fyrr á árinu. Samkomulagið var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna í minnst tíu ár og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Rouhani ræddi við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, fyrr í dag og sagðist hann vilja að þau Evrópuríki sem koma að samkomulaginu tryggðu Íran aðgang að bankaþjónustu og tryggðu að Íran gæti selt olíu áfram.Ríkismiðill Íran hefur eftir Rouhani að hann hafi sagt Macron að Íranir hafi fylgt samkomulaginu að fullu og hann ætlaðist til þess að það væri áfram gilt.Bandaríkin hafa beitt Íran viðskiptaþvingunum að nýju og hefur efnahagur Íran farið versnandi síðan Trump dró Bandaríkin frá samkomulaginu. Íranir hafa síðan þá hótað að grípa til hernaðaraðgerða í Persaflóa og koma í veg fyrir að önnur ríki svæðisins, Írak og Sádi-Arabía, geti flutt olíu sína úr landi þá leið. Yfirmaður sjóhers Íran sagði í dag að Íran stjórnaði Hormuz sundi að fullu og Bandaríkin ættu að flytja flota sinn frá Persaflóa. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, svaraði á Twitter í kvöld og sagði Íran ekki eiga rétt á sundinu. Það væri alþjóðlegt hafsvæði og Bandaríkin myndu starfa með bandamönnum sínum í að tryggja frjálsar siglingar um svæðið.The Islamic Republic of Iran does not control the Strait of Hormuz. The Strait is an international waterway. The United States will continue to work with our partners to ensure freedom of navigation and free flow of commerce in international waterways.— Secretary Pompeo (@SecPompeo) August 27, 2018 Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Rouhani hvetur múslimsk ríki til að endurskoða viðskiptatengsl við Bandaríkin Hassan Rouhani, forseti Íran, hvetur múslimsk ríki til þess að endurskoða viðskiptasambandið við Bandaríkin. 18. maí 2018 19:29 Refsiaðgerðir gegn Íran taka gildi í nótt Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann hyggst fylgja eftir refsiaðgerðum gegn Íran, eftir að Bandaríkin drógu sig úr alþjóðlegu kjarnorkusamkomulagi í vor sem undirritað var árið 2015 en það var í stjórnartíð Baracks Obama. 6. ágúst 2018 20:09 Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44 Trump segist tilbúinn að hitta forseta Írans Aðeins vika er síðan Bandaríkjaforseti hafði í hótunum við Íransforseta á Twitter. 30. júlí 2018 22:32 Rússar og Kínverjar stórgræða á viðskiptaþvingunum gegn Íran Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Íran skapa stór tækifæri fyrir Kínverja, Rússa og Indverja að sögn fréttaskýrenda. 15. maí 2018 08:04 Hvað er auðgað úran og hvernig gæti Íran breytt því í atómsprengju? Oft er talað um auðgað úran og skilvindur í fréttum af kjarnorkuáætlun Írans, án þess að það sé skýrt frekar. Hér er stutt og einfölduð samantekt á því hvernig auðgun úrans tengist þróun kjarnavopna. 7. júní 2018 12:30 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Heldur fullum launum Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Hassan Rouhani, forseti Íran, kallaði í dag eftir því að þjóðir sem skrifuðu undir kjarnorkusamkomulagið héldu því gangandi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sleit Bandaríkin frá samkomulaginu fyrr á árinu. Samkomulagið var gert á milli Íran, Bandaríkjanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Þýskalands og var því ætlað að binda enda á kjarnorkuvopnaáætlun Íran. Í skiptum fyrir að þvingunum og öðrum refsiaðgerðum yrði aflétt samþykktu yfirvöld Íran að hætta við þróun kjarnorkuvopna í minnst tíu ár og hleypa eftirlitsaðilum í landið. Rouhani ræddi við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, fyrr í dag og sagðist hann vilja að þau Evrópuríki sem koma að samkomulaginu tryggðu Íran aðgang að bankaþjónustu og tryggðu að Íran gæti selt olíu áfram.Ríkismiðill Íran hefur eftir Rouhani að hann hafi sagt Macron að Íranir hafi fylgt samkomulaginu að fullu og hann ætlaðist til þess að það væri áfram gilt.Bandaríkin hafa beitt Íran viðskiptaþvingunum að nýju og hefur efnahagur Íran farið versnandi síðan Trump dró Bandaríkin frá samkomulaginu. Íranir hafa síðan þá hótað að grípa til hernaðaraðgerða í Persaflóa og koma í veg fyrir að önnur ríki svæðisins, Írak og Sádi-Arabía, geti flutt olíu sína úr landi þá leið. Yfirmaður sjóhers Íran sagði í dag að Íran stjórnaði Hormuz sundi að fullu og Bandaríkin ættu að flytja flota sinn frá Persaflóa. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, svaraði á Twitter í kvöld og sagði Íran ekki eiga rétt á sundinu. Það væri alþjóðlegt hafsvæði og Bandaríkin myndu starfa með bandamönnum sínum í að tryggja frjálsar siglingar um svæðið.The Islamic Republic of Iran does not control the Strait of Hormuz. The Strait is an international waterway. The United States will continue to work with our partners to ensure freedom of navigation and free flow of commerce in international waterways.— Secretary Pompeo (@SecPompeo) August 27, 2018
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Rouhani hvetur múslimsk ríki til að endurskoða viðskiptatengsl við Bandaríkin Hassan Rouhani, forseti Íran, hvetur múslimsk ríki til þess að endurskoða viðskiptasambandið við Bandaríkin. 18. maí 2018 19:29 Refsiaðgerðir gegn Íran taka gildi í nótt Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann hyggst fylgja eftir refsiaðgerðum gegn Íran, eftir að Bandaríkin drógu sig úr alþjóðlegu kjarnorkusamkomulagi í vor sem undirritað var árið 2015 en það var í stjórnartíð Baracks Obama. 6. ágúst 2018 20:09 Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44 Trump segist tilbúinn að hitta forseta Írans Aðeins vika er síðan Bandaríkjaforseti hafði í hótunum við Íransforseta á Twitter. 30. júlí 2018 22:32 Rússar og Kínverjar stórgræða á viðskiptaþvingunum gegn Íran Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Íran skapa stór tækifæri fyrir Kínverja, Rússa og Indverja að sögn fréttaskýrenda. 15. maí 2018 08:04 Hvað er auðgað úran og hvernig gæti Íran breytt því í atómsprengju? Oft er talað um auðgað úran og skilvindur í fréttum af kjarnorkuáætlun Írans, án þess að það sé skýrt frekar. Hér er stutt og einfölduð samantekt á því hvernig auðgun úrans tengist þróun kjarnavopna. 7. júní 2018 12:30 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Heldur fullum launum Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Fleiri fréttir Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Sjá meira
Rouhani hvetur múslimsk ríki til að endurskoða viðskiptatengsl við Bandaríkin Hassan Rouhani, forseti Íran, hvetur múslimsk ríki til þess að endurskoða viðskiptasambandið við Bandaríkin. 18. maí 2018 19:29
Refsiaðgerðir gegn Íran taka gildi í nótt Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann hyggst fylgja eftir refsiaðgerðum gegn Íran, eftir að Bandaríkin drógu sig úr alþjóðlegu kjarnorkusamkomulagi í vor sem undirritað var árið 2015 en það var í stjórnartíð Baracks Obama. 6. ágúst 2018 20:09
Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44
Trump segist tilbúinn að hitta forseta Írans Aðeins vika er síðan Bandaríkjaforseti hafði í hótunum við Íransforseta á Twitter. 30. júlí 2018 22:32
Rússar og Kínverjar stórgræða á viðskiptaþvingunum gegn Íran Viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna gegn Íran skapa stór tækifæri fyrir Kínverja, Rússa og Indverja að sögn fréttaskýrenda. 15. maí 2018 08:04
Hvað er auðgað úran og hvernig gæti Íran breytt því í atómsprengju? Oft er talað um auðgað úran og skilvindur í fréttum af kjarnorkuáætlun Írans, án þess að það sé skýrt frekar. Hér er stutt og einfölduð samantekt á því hvernig auðgun úrans tengist þróun kjarnavopna. 7. júní 2018 12:30