Aukin pressa á að ná markinu þegar yngri bróðirinn skoraði Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. ágúst 2018 10:15 Finnur Orri var feginn að ná marki í Pepsi-deildinni áður en hann lék 200. leik sinn í efstu deild. Fréttablaðið/anton Finnur Orri Margeirsson, miðjumaður hjá KR, átti svo sannarlega viðburðaríka helgi þegar hann skoraði loksins fyrsta mark sitt í Pepsi-deild karla, rúmum sólarhring eftir að hafa eignast fyrsta barn sitt. Eignaðist hann barn snemma dags á laugardaginn og var svo mættur í byrjunarlið KR í 4-1 sigri á ÍBV í Pepsi-deild karla um miðjan sunnudag. Tókst honum þar, loksins, að brjóta ísinn rúmum tíu árum eftir að hann lék fyrsta leik sinn í efstu deild fyrir uppeldisfélag sitt, Breiðablik. Hann var skiljanlega afar kátur er Fréttablaðið tók á honum púlsinn eftir helgina. „Það er ekki hægt að segja annað en að lífið sé gott þessa dagana, þetta var ansi mögnuð helgi. Auðvitað gerðist þetta svona, að fyrsta markið komi sömu helgi og maður eignast fyrsta barnið sitt,“ segir Finnur hlæjandi og heldur áfram: „Það var ljúf tilfinning að sjá hann loksins í netinu, ekki að þetta hafi eitthvað legið þungt á manni.“ Eina mark hans í meistaraflokki kom í undankeppni Evrópudeildarinnar en það mark var tekið af honum í Pepsi-deildinni fyrir tveimur árum. Var það síðar skráð sem sjálfsmark og biðin hélt áfram. Sló einn dómaranna á létta strengi með Finni eftir leik. „Einn dómarinn hitti á mig eftir leikinn til að tilkynna mér að þetta hefði verið skráð sem sjálfsmark, hann náði mér upp í nokkrar sekúndur en svo var þetta allt á léttu nótunum,“ sagði Finnur en Halldór Páll Geirsson, markvörður ÍBV, var í boltanum á leiðinni í netið. Aðspurður sagðist hann ekki hafa haft tíma til að henda í neitt eftirminnilegt fagn í tilefni dagsins. „Ég náði því ekki, strákarnir voru svo ánægðir fyrir mína hönd að þegar ég sneri mér við voru þeir allir komnir brosandi til mín. Þetta er búið að liggja svolítið í loftinu, ég var búinn að vera nálægt því að skora í sumar en það gerðist ekki. Við töluðum um það um daginn að annaðhvort kæmi markið núna í sumar eða aldrei.“ Yngri bróðir hans, Viktor Örn Margeirsson, braut ísinn í efstu deild fyrr í sumar þegar hann skoraði tvívegis fyrir Blika í sigri á Víkingi. „Þegar hann tók upp á því að skora, þá fór ég að finna fyrir smá pressu. Ég gat ekki staðið hjá markalaus á meðan hann er að skila á báðum endum vallarins,“ sagði Finnur og hélt áfram: „Ég veit samt ekki hvort ég næ að skora tvö í einum leik,“ sagði Finnur léttur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Finnur Orri Margeirsson, miðjumaður hjá KR, átti svo sannarlega viðburðaríka helgi þegar hann skoraði loksins fyrsta mark sitt í Pepsi-deild karla, rúmum sólarhring eftir að hafa eignast fyrsta barn sitt. Eignaðist hann barn snemma dags á laugardaginn og var svo mættur í byrjunarlið KR í 4-1 sigri á ÍBV í Pepsi-deild karla um miðjan sunnudag. Tókst honum þar, loksins, að brjóta ísinn rúmum tíu árum eftir að hann lék fyrsta leik sinn í efstu deild fyrir uppeldisfélag sitt, Breiðablik. Hann var skiljanlega afar kátur er Fréttablaðið tók á honum púlsinn eftir helgina. „Það er ekki hægt að segja annað en að lífið sé gott þessa dagana, þetta var ansi mögnuð helgi. Auðvitað gerðist þetta svona, að fyrsta markið komi sömu helgi og maður eignast fyrsta barnið sitt,“ segir Finnur hlæjandi og heldur áfram: „Það var ljúf tilfinning að sjá hann loksins í netinu, ekki að þetta hafi eitthvað legið þungt á manni.“ Eina mark hans í meistaraflokki kom í undankeppni Evrópudeildarinnar en það mark var tekið af honum í Pepsi-deildinni fyrir tveimur árum. Var það síðar skráð sem sjálfsmark og biðin hélt áfram. Sló einn dómaranna á létta strengi með Finni eftir leik. „Einn dómarinn hitti á mig eftir leikinn til að tilkynna mér að þetta hefði verið skráð sem sjálfsmark, hann náði mér upp í nokkrar sekúndur en svo var þetta allt á léttu nótunum,“ sagði Finnur en Halldór Páll Geirsson, markvörður ÍBV, var í boltanum á leiðinni í netið. Aðspurður sagðist hann ekki hafa haft tíma til að henda í neitt eftirminnilegt fagn í tilefni dagsins. „Ég náði því ekki, strákarnir voru svo ánægðir fyrir mína hönd að þegar ég sneri mér við voru þeir allir komnir brosandi til mín. Þetta er búið að liggja svolítið í loftinu, ég var búinn að vera nálægt því að skora í sumar en það gerðist ekki. Við töluðum um það um daginn að annaðhvort kæmi markið núna í sumar eða aldrei.“ Yngri bróðir hans, Viktor Örn Margeirsson, braut ísinn í efstu deild fyrr í sumar þegar hann skoraði tvívegis fyrir Blika í sigri á Víkingi. „Þegar hann tók upp á því að skora, þá fór ég að finna fyrir smá pressu. Ég gat ekki staðið hjá markalaus á meðan hann er að skila á báðum endum vallarins,“ sagði Finnur og hélt áfram: „Ég veit samt ekki hvort ég næ að skora tvö í einum leik,“ sagði Finnur léttur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira