Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Grindavík 3-1 │Mikilvægur sigur Fylkis í botnbaráttunni Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Floridanavellinum skrifar 27. ágúst 2018 20:30 Fylkismenn fagna. vísir/daníel Fylkir komst upp úr fallsæti í Pepsi deild karla með 3-1 sigri á Grindavík á heimavelli sínum í Árbænum í dag. Tap Grindavíkur þýðir að liðið á lítinn sem engan séns á Evrópusæti. Það var mikið undir fyrir bæði lið og leikurinn einkenndist af því framan af. Lítið sem gerðist markvert í fyrri hálfleik og mikil barátta. Heimamenn í Fylki voru þó meira með boltann og náðu að skapa sér ágæt hálffæri þegar leið á fyrri hálfleikinn. Það kom þó ekkert úr þeim og var niðurstaðan markalaust jafntefli í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði af miklum krafti og náðu Fylkismenn að skora á 50. mínútu. Albert Brynjar Ingason gerði virkilega vel inni á teignum og kom boltanum fyrir markið á Emil Ásmundsson sem átti skot á mark. Kristijan Jajalo varði en frákastið datt fyrir Daða Ólafsson sem náði að koma boltanum í netið. Óli Stefán Flóventsson brást strax við með því að gera skiptingu á hans liði. Inn kom William Daniels og innan við mínútu síðar var hann búinn að jafna. Fyrirliðinn Gunnar Þorsteinsson átti langa sendingu fram, Daniels náði að leika á Ara Leifsson og kláraði vel. Einbeitingarleysi hjá Fylki eftir markið sem Grindvíkingar nýttu sér. Heimamenn ætla hins vegar að vera áfram í Pepsi deildinni og þeir komust aftur yfir á 58. mínútu. Ragnar Bragi Sveinsson þrumaði boltanum í þaknetið upp úr hornspyrnu. Eftir annað mark Fylkis var eins og allur vindur væri úr Grindavík. Fylkismenn lögðust aðeins til baka en héldu samt áfram að pressa og beita skyndisóknum og voru hættulegri. Daði Ólafsson átti lokaorðið með marki úr aukaspyrnu undir lokin. Jajalo í markinu var í boltanum en missti hann klaufalega í netið. Lokatölur 3-1 og verðskuldaður Fylkissigur.Af hverju vann Fylkir? Fylkir ætlaði sér að sækja þennan sigur og það sást. Þrátt fyrir að leikurinn hafi byrjað nokkuð rólega voru Fylkismenn alltaf líklegri til þess að skora og þeir uppskáru eins og þeir sáðu. Mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri á meðan Grindvíkingar sköpuðu sér lítið sem ekkert.Hverjir stóðu upp úr? Ragnar Bragi Sveinsson átti mjög góðan leik. Hann var ógnandi fram á við, kláraði markið sitt vel og nældi í aukaspyrnuna sem seinna mark Daða kom úr. Daði var sjálfur frábær í vinstri bakverðinum og kórónaði leik sinn með tveimur mörkum. Reynsluboltarnir á miðjunni voru einnig öflugir sem áður. Hjá Grindavík var það helst varamaðurinn Will Daniels sem ógnaði eitthvað fram á við, annars var lið gestanna frekar dauft í dag.Hvað gekk illa? Grindavík á varla færi í leiknum, þau er hægt að telja á fingrum annarrar handar. Grindvíkingar eru þekktir fyrir það að vera þéttir til baka og beita skyndisóknum, en þegar þú ert lið í Evrópubaráttu á móti liði í fallsæti þá átt þú að gera betur. Munurinn á stöðu liðanna í töflunni var ekki sjáanlegur í dag.Hvað gerist næst? Það er mjög stutt í næsta leik hjá Fylki, þeir fara til Keflavíkur á föstudaginn. Þar er leikur sem þeir ættu með öllu réttu að vinna miðað við hörmulegt gengi Keflvíkinga og sigur þar færi langleiðina með að tryggja þeim sæti í Pepsi deildinni að ári. Grindavík mætir Blikum í Kópavogi á sunnudag í hörku leik.Helgi Sig var glaður í lok leiksvísir/andri marinóHelgi: Hefði verið hissa ef við hefðum ekki viljað þetta meira „Þetta var alveg frábært og frábær leikur hjá strákunum. Við ætluðum okkur þetta í dag,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, í leikslok. „Við þurfum samt að halda okkur á tánum, fjórir leikir eftir og við ætlum að halda áfram í stigasöfnuninni, það er ljóst.“ Sigurinn í kvöld var rista stór fyrir Fylki í botnbaráttunni í deildinni en verkið er þó ekki búið. „Góður sigur í dag en það er stutt í næsta leik við Keflavík. Lið sem er fallið en það er oft þannig að þegar lið falla þá mæta þau dýrvitlaus til leiks og hafa engu að tapa.“ „En við tökum þetta augnablik með okkur í kvöld og fögnum því, síðan er bara full fókus á næsta leik.“ Það virtist ljóst frá því snemma leiks að Fylkismenn vildu sigurinn meira. Helgi sagði það ekki hafa komið á óvart. „Við lögðum það þannig upp að ég yrði mjög hissa ef okkar lið hefði ekki viljað þetta meira. Þeir stóðu sig mjög vel og ég fékk það svar frá strákunum sem ég vildi sjá. Þeir voru heldur betur klárir í þetta og ég get ekki verið annað en stoltur af þeim í dag.“ Hvað var Helgi ánægðastur með í leik sinna manna? „Ánægður með það að við höldum fókus. Þrátt fyrir að hafa ekki nýtt færin í fyrri hálfleik þá skorum við þrjú mörk í síðari hálfeik og höldum þeim að mestu frá markinu okkar. Þeir voru ekki að skapa mikið í leiknum og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Helgi Sigurðsson.Óli Stefán Flóventsson var ekki sáttur í leikslokVísirÓli Stefán: Sögðum félaginu við hefðum ekki áhuga á að vera topp sex klúbbur „Það var margt sem fór úrskeiðis í dag,“ sagði hreinskilinn Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, eftir leik í Árbænum. „Klisjukennt að segja það en Fylkir vildi þetta bara miklu meira og það sást í dag. Gríðarlega svekktur og með svona frammistöðu eigum við bara nákvæmlega ekkert skilið.“ Ljóst var fyrir leikinn að Grindavík þurfti sigur til þess að halda sér í raunhæfum séns á Evrópusæti, þó enn sé vissulega tölfræðilegur möguleiki á því. Óli Stefán hélt sig við þétta varnarlínu allan leikinn, hugaði hann ekkert að því að fækka í vörninni? „Ég var ekki með marga sóknarvalkosti á bekknum. Gerði það sem ég gat en spurningin um það hvort við vildum vera topp sex klúbbur, hún var til staðar í dag og við svöruðum henni þannig að við höfðum engan áhuga á því.“ Það hlýtur að vera sárt sem þjálfari að sjá sína menn bregðast svona við þessari spurningu? „Já, já. Við erum bara ekki komnir lengra en þetta, því miður.“ „Það var bara svarið sem þeir gáfu félaginu í dag,“ sagði Óli Stefán Flóventsson.Daði Ólafsson var ferskur í dagvísir/báraDaði: Þetta var algjör grís Bakvörðurinn Daði Ólafsson átti frábæran leik sem hann kórónaði með tveimur mörkum. Var seinna markið ekki hálfgerð heppni samt? „Já, þetta var algjör grís maður. En það er gott að skora.“ „Þetta var gott, sérstaklega í fallbaráttunni, þrjú mikilvæg stig, og gott fyrir framhaldið.“ „Við vorum þéttir og gáfum ekkert allt of mörg færi á okkur og það gerði útslagið,“ sagði Daði aðspurður hvað hafi ráðið úrslitunum. Grindvíkingar eru þéttir aftur og sagði Daði þá hafa búist við því að erfitt yrði að brjóta þá niður. „Þeir eru mjög skipulagðir og gefa ekki mörg færi á sér en við náðum að skora þrjú,“ sagði Daði Ólafsson. Pepsi Max-deild karla
Fylkir komst upp úr fallsæti í Pepsi deild karla með 3-1 sigri á Grindavík á heimavelli sínum í Árbænum í dag. Tap Grindavíkur þýðir að liðið á lítinn sem engan séns á Evrópusæti. Það var mikið undir fyrir bæði lið og leikurinn einkenndist af því framan af. Lítið sem gerðist markvert í fyrri hálfleik og mikil barátta. Heimamenn í Fylki voru þó meira með boltann og náðu að skapa sér ágæt hálffæri þegar leið á fyrri hálfleikinn. Það kom þó ekkert úr þeim og var niðurstaðan markalaust jafntefli í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði af miklum krafti og náðu Fylkismenn að skora á 50. mínútu. Albert Brynjar Ingason gerði virkilega vel inni á teignum og kom boltanum fyrir markið á Emil Ásmundsson sem átti skot á mark. Kristijan Jajalo varði en frákastið datt fyrir Daða Ólafsson sem náði að koma boltanum í netið. Óli Stefán Flóventsson brást strax við með því að gera skiptingu á hans liði. Inn kom William Daniels og innan við mínútu síðar var hann búinn að jafna. Fyrirliðinn Gunnar Þorsteinsson átti langa sendingu fram, Daniels náði að leika á Ara Leifsson og kláraði vel. Einbeitingarleysi hjá Fylki eftir markið sem Grindvíkingar nýttu sér. Heimamenn ætla hins vegar að vera áfram í Pepsi deildinni og þeir komust aftur yfir á 58. mínútu. Ragnar Bragi Sveinsson þrumaði boltanum í þaknetið upp úr hornspyrnu. Eftir annað mark Fylkis var eins og allur vindur væri úr Grindavík. Fylkismenn lögðust aðeins til baka en héldu samt áfram að pressa og beita skyndisóknum og voru hættulegri. Daði Ólafsson átti lokaorðið með marki úr aukaspyrnu undir lokin. Jajalo í markinu var í boltanum en missti hann klaufalega í netið. Lokatölur 3-1 og verðskuldaður Fylkissigur.Af hverju vann Fylkir? Fylkir ætlaði sér að sækja þennan sigur og það sást. Þrátt fyrir að leikurinn hafi byrjað nokkuð rólega voru Fylkismenn alltaf líklegri til þess að skora og þeir uppskáru eins og þeir sáðu. Mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri á meðan Grindvíkingar sköpuðu sér lítið sem ekkert.Hverjir stóðu upp úr? Ragnar Bragi Sveinsson átti mjög góðan leik. Hann var ógnandi fram á við, kláraði markið sitt vel og nældi í aukaspyrnuna sem seinna mark Daða kom úr. Daði var sjálfur frábær í vinstri bakverðinum og kórónaði leik sinn með tveimur mörkum. Reynsluboltarnir á miðjunni voru einnig öflugir sem áður. Hjá Grindavík var það helst varamaðurinn Will Daniels sem ógnaði eitthvað fram á við, annars var lið gestanna frekar dauft í dag.Hvað gekk illa? Grindavík á varla færi í leiknum, þau er hægt að telja á fingrum annarrar handar. Grindvíkingar eru þekktir fyrir það að vera þéttir til baka og beita skyndisóknum, en þegar þú ert lið í Evrópubaráttu á móti liði í fallsæti þá átt þú að gera betur. Munurinn á stöðu liðanna í töflunni var ekki sjáanlegur í dag.Hvað gerist næst? Það er mjög stutt í næsta leik hjá Fylki, þeir fara til Keflavíkur á föstudaginn. Þar er leikur sem þeir ættu með öllu réttu að vinna miðað við hörmulegt gengi Keflvíkinga og sigur þar færi langleiðina með að tryggja þeim sæti í Pepsi deildinni að ári. Grindavík mætir Blikum í Kópavogi á sunnudag í hörku leik.Helgi Sig var glaður í lok leiksvísir/andri marinóHelgi: Hefði verið hissa ef við hefðum ekki viljað þetta meira „Þetta var alveg frábært og frábær leikur hjá strákunum. Við ætluðum okkur þetta í dag,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, í leikslok. „Við þurfum samt að halda okkur á tánum, fjórir leikir eftir og við ætlum að halda áfram í stigasöfnuninni, það er ljóst.“ Sigurinn í kvöld var rista stór fyrir Fylki í botnbaráttunni í deildinni en verkið er þó ekki búið. „Góður sigur í dag en það er stutt í næsta leik við Keflavík. Lið sem er fallið en það er oft þannig að þegar lið falla þá mæta þau dýrvitlaus til leiks og hafa engu að tapa.“ „En við tökum þetta augnablik með okkur í kvöld og fögnum því, síðan er bara full fókus á næsta leik.“ Það virtist ljóst frá því snemma leiks að Fylkismenn vildu sigurinn meira. Helgi sagði það ekki hafa komið á óvart. „Við lögðum það þannig upp að ég yrði mjög hissa ef okkar lið hefði ekki viljað þetta meira. Þeir stóðu sig mjög vel og ég fékk það svar frá strákunum sem ég vildi sjá. Þeir voru heldur betur klárir í þetta og ég get ekki verið annað en stoltur af þeim í dag.“ Hvað var Helgi ánægðastur með í leik sinna manna? „Ánægður með það að við höldum fókus. Þrátt fyrir að hafa ekki nýtt færin í fyrri hálfleik þá skorum við þrjú mörk í síðari hálfeik og höldum þeim að mestu frá markinu okkar. Þeir voru ekki að skapa mikið í leiknum og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Helgi Sigurðsson.Óli Stefán Flóventsson var ekki sáttur í leikslokVísirÓli Stefán: Sögðum félaginu við hefðum ekki áhuga á að vera topp sex klúbbur „Það var margt sem fór úrskeiðis í dag,“ sagði hreinskilinn Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, eftir leik í Árbænum. „Klisjukennt að segja það en Fylkir vildi þetta bara miklu meira og það sást í dag. Gríðarlega svekktur og með svona frammistöðu eigum við bara nákvæmlega ekkert skilið.“ Ljóst var fyrir leikinn að Grindavík þurfti sigur til þess að halda sér í raunhæfum séns á Evrópusæti, þó enn sé vissulega tölfræðilegur möguleiki á því. Óli Stefán hélt sig við þétta varnarlínu allan leikinn, hugaði hann ekkert að því að fækka í vörninni? „Ég var ekki með marga sóknarvalkosti á bekknum. Gerði það sem ég gat en spurningin um það hvort við vildum vera topp sex klúbbur, hún var til staðar í dag og við svöruðum henni þannig að við höfðum engan áhuga á því.“ Það hlýtur að vera sárt sem þjálfari að sjá sína menn bregðast svona við þessari spurningu? „Já, já. Við erum bara ekki komnir lengra en þetta, því miður.“ „Það var bara svarið sem þeir gáfu félaginu í dag,“ sagði Óli Stefán Flóventsson.Daði Ólafsson var ferskur í dagvísir/báraDaði: Þetta var algjör grís Bakvörðurinn Daði Ólafsson átti frábæran leik sem hann kórónaði með tveimur mörkum. Var seinna markið ekki hálfgerð heppni samt? „Já, þetta var algjör grís maður. En það er gott að skora.“ „Þetta var gott, sérstaklega í fallbaráttunni, þrjú mikilvæg stig, og gott fyrir framhaldið.“ „Við vorum þéttir og gáfum ekkert allt of mörg færi á okkur og það gerði útslagið,“ sagði Daði aðspurður hvað hafi ráðið úrslitunum. Grindvíkingar eru þéttir aftur og sagði Daði þá hafa búist við því að erfitt yrði að brjóta þá niður. „Þeir eru mjög skipulagðir og gefa ekki mörg færi á sér en við náðum að skora þrjú,“ sagði Daði Ólafsson.