Liverpool leyfði Loris Karius að fara en ekki Mignolet Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 18:30 Simon Mignolet. Vísir/Getty Simon Mignolet verður varamarkvörður Liverpool á þessari leiktíð og fær ekki að fara frá félaginu. Belgíski markvörðurinn vill fá tækifæri til að spila en það verða ekki margar mínútur í boði fyrir Mignolet hjá Liverpool í vetur. Liverpool keypti brasilíska landsliðsmarkvörðinn Alisson fyrir 65 milljónir punda og Alisson hefur haldið hreinu í þremur fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Simon Mignolet hélt að hann hefði vilyrði fyrir að fá að fara frá Liverpool áður en glugginn lokar í lok mánaðarins en samkvæmt frétt Guardian þá fær hann ekki að fara. Klopp vill ekki missa hann því væri aðeins eftir ungu markverðirnir Caoimhin Kelleher og Kamil Grabara sem báðir eru nítján ára gamlir.Liverpool refuse to let Simon Mignolet leave Anfield for another club @AHunterGuardianhttps://t.co/RPveirSAMO — Guardian sport (@guardian_sport) August 27, 2018 Simon Mignolet missti sæti sitt í Liverpool-liðinu til Loris Karius á síðustu leiktíð og sat mikið á varamannabekknum. Eftir mörg skrautleg mistök Loris Karius þá ákvað Jürgen Klopp að eyða stórri upphæð í nýjan markvörð í sumar. Loris Karius verður hins vegar ekki varamarkvörður Alisson því Liverpool samþykkti að senda hann á tveggja ára lánsamning til tyrkneska félagsins Besiktas. Besiktas ætlaði fyrst að fá Simon Mignolet að láni en Liverpool hafnaði því tilboði. Klopp var aftur á móti tilbúin að senda Loris Karius til Tyrklands. Simon Mignolet þarf því að sætta sig að vera varamarkvörður Alisson í vetur og fá lítið að spila. Belganum fyrst þetta mjög skrýtið. „Mér finnst það furðulegt að Karius var lánaður en ég, sem átti möguleika á að fara á láni, fæ ekki að fara. Félagsskiptin hans Karius skipta mig engu. Mína staða hefur alltaf verið ljós: Ég vil fá að spila,“ sagði Simon Mignolet við belgíska blaðið Het Laatste Nieuws. „Það skiptir engu hvort ég sé annar eða þriðji markvörður. Það sem skiptir máli er að fá mínútur. Enginn sagði neitt við mig eftir að Loris fór. Ég veit því ekki hver framtíð mín hjá Liverpool er. Við sjáum hvað gerist í vikunni,“ sagði Simon Mignolet. Enski boltinn Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu Sjá meira
Simon Mignolet verður varamarkvörður Liverpool á þessari leiktíð og fær ekki að fara frá félaginu. Belgíski markvörðurinn vill fá tækifæri til að spila en það verða ekki margar mínútur í boði fyrir Mignolet hjá Liverpool í vetur. Liverpool keypti brasilíska landsliðsmarkvörðinn Alisson fyrir 65 milljónir punda og Alisson hefur haldið hreinu í þremur fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Simon Mignolet hélt að hann hefði vilyrði fyrir að fá að fara frá Liverpool áður en glugginn lokar í lok mánaðarins en samkvæmt frétt Guardian þá fær hann ekki að fara. Klopp vill ekki missa hann því væri aðeins eftir ungu markverðirnir Caoimhin Kelleher og Kamil Grabara sem báðir eru nítján ára gamlir.Liverpool refuse to let Simon Mignolet leave Anfield for another club @AHunterGuardianhttps://t.co/RPveirSAMO — Guardian sport (@guardian_sport) August 27, 2018 Simon Mignolet missti sæti sitt í Liverpool-liðinu til Loris Karius á síðustu leiktíð og sat mikið á varamannabekknum. Eftir mörg skrautleg mistök Loris Karius þá ákvað Jürgen Klopp að eyða stórri upphæð í nýjan markvörð í sumar. Loris Karius verður hins vegar ekki varamarkvörður Alisson því Liverpool samþykkti að senda hann á tveggja ára lánsamning til tyrkneska félagsins Besiktas. Besiktas ætlaði fyrst að fá Simon Mignolet að láni en Liverpool hafnaði því tilboði. Klopp var aftur á móti tilbúin að senda Loris Karius til Tyrklands. Simon Mignolet þarf því að sætta sig að vera varamarkvörður Alisson í vetur og fá lítið að spila. Belganum fyrst þetta mjög skrýtið. „Mér finnst það furðulegt að Karius var lánaður en ég, sem átti möguleika á að fara á láni, fæ ekki að fara. Félagsskiptin hans Karius skipta mig engu. Mína staða hefur alltaf verið ljós: Ég vil fá að spila,“ sagði Simon Mignolet við belgíska blaðið Het Laatste Nieuws. „Það skiptir engu hvort ég sé annar eða þriðji markvörður. Það sem skiptir máli er að fá mínútur. Enginn sagði neitt við mig eftir að Loris fór. Ég veit því ekki hver framtíð mín hjá Liverpool er. Við sjáum hvað gerist í vikunni,“ sagði Simon Mignolet.
Enski boltinn Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu Sjá meira