Umdeildur öryggisbúnaður bjargaði ökuþór í Belgíu Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. ágúst 2018 06:00 Hér sést bíll Alonso fljúga yfir bíl Leclerc í Belgíu í gær. Vísir/Getty Charles Leclerc, ökuþór frá Mónakó sem ekur fyrir Sauber í Formúla 1 var stálheppinn að sleppa ómeiddur í Spa-kappakstrinum í gær þegar bíll Fernando Alonso fór á flug yfir bíl Leclerc. Átti atvikið sér stað stuttu eftir ræsingu við fyrstu beygju brautarinnar. Fyrr á þessu ári var settur nýr öryggisbúnaður í bílanna sem kallaður er Halo og þykir umdeildur meðal ökuþóra. Heyrðist helst að hann skyggði á útsýni við akstur og að hann myndi ekki gera neitt gagn kæmi til áreksturs. Hann virtist hinsvegar bjarga málunum í gær þegar hann kom í veg fyrir að bíllinn lenti að hluta til á Leclerc. „Þessi öryggisbúnaður gerði svo sannarlega sitt gagn, það er engin leið að segja hvað hefði gerst ef þetta hefði ekki verið til staðar,“ sagði Leclerc feginn eftir að hann slapp óhultur úr atvikinu og tók Alonso í sama streng. „Þetta sannar hvaða gildi þetta hefur fyrir íþróttina, ekki að það hafi þurft til.“ Tók langan tíma að hreinsa brautina en keppni var svo ræst á ný og vann Sebastian Vettel öruggan sigur. Fjögur ár eru liðin síðan Jules Bianchi lést eftir harðan árekstur í Japan en það var fyrsta dauðsfall ökuþórs í keppni í Formúlu 1 í tuttugu ár. Birtist í Fréttablaðinu Formúla Tengdar fréttir Vettel sigraði á Spa │Þrír bílar úr leik eftir árekstur í upphafi Sebastian Vettel vann öruggan sigur í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Lewis Hamilton er þó enn efstur á stigalista ökuþóra. 26. ágúst 2018 14:47 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Charles Leclerc, ökuþór frá Mónakó sem ekur fyrir Sauber í Formúla 1 var stálheppinn að sleppa ómeiddur í Spa-kappakstrinum í gær þegar bíll Fernando Alonso fór á flug yfir bíl Leclerc. Átti atvikið sér stað stuttu eftir ræsingu við fyrstu beygju brautarinnar. Fyrr á þessu ári var settur nýr öryggisbúnaður í bílanna sem kallaður er Halo og þykir umdeildur meðal ökuþóra. Heyrðist helst að hann skyggði á útsýni við akstur og að hann myndi ekki gera neitt gagn kæmi til áreksturs. Hann virtist hinsvegar bjarga málunum í gær þegar hann kom í veg fyrir að bíllinn lenti að hluta til á Leclerc. „Þessi öryggisbúnaður gerði svo sannarlega sitt gagn, það er engin leið að segja hvað hefði gerst ef þetta hefði ekki verið til staðar,“ sagði Leclerc feginn eftir að hann slapp óhultur úr atvikinu og tók Alonso í sama streng. „Þetta sannar hvaða gildi þetta hefur fyrir íþróttina, ekki að það hafi þurft til.“ Tók langan tíma að hreinsa brautina en keppni var svo ræst á ný og vann Sebastian Vettel öruggan sigur. Fjögur ár eru liðin síðan Jules Bianchi lést eftir harðan árekstur í Japan en það var fyrsta dauðsfall ökuþórs í keppni í Formúlu 1 í tuttugu ár.
Birtist í Fréttablaðinu Formúla Tengdar fréttir Vettel sigraði á Spa │Þrír bílar úr leik eftir árekstur í upphafi Sebastian Vettel vann öruggan sigur í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Lewis Hamilton er þó enn efstur á stigalista ökuþóra. 26. ágúst 2018 14:47 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Vettel sigraði á Spa │Þrír bílar úr leik eftir árekstur í upphafi Sebastian Vettel vann öruggan sigur í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Lewis Hamilton er þó enn efstur á stigalista ökuþóra. 26. ágúst 2018 14:47