Allt annar blær yfir Liverpool Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. ágúst 2018 07:00 Leikmenn Liverpool fagna í gær fréttablaðið/getety Það er annar bragur yfir liði Liverpool þessa dagana sem er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Liðið hefur ekki átt sína bestu daga í síðustu tveimur leikjum gegn Crystal Palace og Brighton en gert nóg til að landa sigrinum. Markatalan er frábær, sjö mörk skoruð og Alisson Becker, brasilíski markvörðurinn sem félagið sótti frá Roma í sumar á enn eftir að ná í boltann í eigið net. Lið sem ætla að berjast um titla þurfa að kunna að vinna leiki þótt spilamennskan sé ekki upp á marka fiska. Eina mark leiksins skoraði Mohamed Salah, hans annað mark í sumar og 29. markið hans í jafn mörgum leikjum á Anfield eftir vistaskiptin yfir til Bítlaborgarinnar síðasta sumar. Allir leikmenn sóknarþríeykisins, Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane komu við sögu í markinu en þeir áttu annars nokkuð rólegan dag. Í ljósi þess þurfti varnarlína Liverpool að standa vakt sína vel og standast pressuna við að verja eins marks forskot. Margoft hefur Liverpool bognað undan slíkri pressu undanfarin ár en þeim tókst að halda út.Hollenski kletturinn Það vakti mikla athygli þegar Liverpool greiddi metfé fyrir varnarmann í ársbyrjun til að sækja hollenska miðvörðinn Virgil Van Dijk. Klopp var lengi búinn að vera að eltast við Van Dijk en Southampton hótaði að kæra Liverpool fyrir að hafa ólöglega samband við leikmann og lauk þar með viðræðum. Hálfu ári síðar sóttist Liverpool eftir honum á ný og komst að samkomulagi um verðmiða sem ekki þekktist áður fyrir miðvörð, 75 milljónir punda. Sigurmark í nágrannaslagnum gegn Everton í fyrsta leik skyggði á ryðgaðar frammistöður næstu vikurnar en eftir að hann komst í sitt besta stand hefur hann fært varnarleik Liverpool upp á hærra plan. Hefur Liverpool eftir þennan leik haldið hreinu í alls sjö leikjum í röð en engu liði hefur tekist að skora á Anfield í ensku úrvalsdeildinni frá því í lok febrúar. Hefur Liverpool ekki haldið hreinu í sjö leikjum í röð á heimavelli síðan 2007 undir stjórn Rafa Benitez. „Það er ekki hægt að setja út á það að vera með níu stig eftir þrjá leiki né að hafa haldið hreinu í öllum þeirra. Við höfum bætt varnarleikinn verulega, bæði undir lok síðasta tímabils og í byrjun þessa tímabils," sagði Klopp eftir leikinn um helgina. Fyrir aftan hann hefur Alisson verið sannfærandi í fyrstu leikjum liðsins, eitthvað sem stuðningsmenn og leikmenn liðsins þurftu á að halda eftir glapræði Loris Karius í Kænugarði í vor. Hefur hann sýnt að hann er með frábæra spyrnutækni og hefur verið til staðar þegar Liverpool þurfti á honum að halda. Klopp mun eflaust ræða við hann um að vera duglegri að hreinsa í neyð eftir að hann slapp með skrekkinn tvívegis um helgina en sýndi að hann er afar leikinn með boltann. „Ég hef engan áhuga á að ræða verðmiðann á Alisson, við vorum vissir umað þetta væri rétti leikmaðurinn og hann sýndi á köflum hvað hann er góður fótboltamaður. Allt liðið er að öðlast meira sjálfstraust með hann í markinu á sama tíma og hann öðlast sjálfraust. Þetta er á réttri leið," sagði Klopp kampakátur um markvörð sinn. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Tengdar fréttir Salah með sigurmark Liverpool gegn Brighton Mohamed Salah skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Liverpool á Brighton á Anfield í kvöld. 25. ágúst 2018 18:15 Sérstakur innkastssérfræðingur ráðinn til Liverpool Liverpool ætlar sér að veita Manchester City samkeppni um Englandsmeistaratitilinn í vetur. Liðið hefur enn ekki fengið á sig mark og allt er í blóma í rauða hluta borgarinnar. 26. ágúst 2018 12:30 Sjáðu öll mörkin, rauðu spjöldin og dramatíkina í enska í gær Það voru fjórtán mörk skoruð í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Mark skorað með hendinni, sjálfsmark og sigurmark Mohamed Salah. 26. ágúst 2018 10:30 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Sjá meira
Það er annar bragur yfir liði Liverpool þessa dagana sem er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Liðið hefur ekki átt sína bestu daga í síðustu tveimur leikjum gegn Crystal Palace og Brighton en gert nóg til að landa sigrinum. Markatalan er frábær, sjö mörk skoruð og Alisson Becker, brasilíski markvörðurinn sem félagið sótti frá Roma í sumar á enn eftir að ná í boltann í eigið net. Lið sem ætla að berjast um titla þurfa að kunna að vinna leiki þótt spilamennskan sé ekki upp á marka fiska. Eina mark leiksins skoraði Mohamed Salah, hans annað mark í sumar og 29. markið hans í jafn mörgum leikjum á Anfield eftir vistaskiptin yfir til Bítlaborgarinnar síðasta sumar. Allir leikmenn sóknarþríeykisins, Salah, Roberto Firmino og Sadio Mane komu við sögu í markinu en þeir áttu annars nokkuð rólegan dag. Í ljósi þess þurfti varnarlína Liverpool að standa vakt sína vel og standast pressuna við að verja eins marks forskot. Margoft hefur Liverpool bognað undan slíkri pressu undanfarin ár en þeim tókst að halda út.Hollenski kletturinn Það vakti mikla athygli þegar Liverpool greiddi metfé fyrir varnarmann í ársbyrjun til að sækja hollenska miðvörðinn Virgil Van Dijk. Klopp var lengi búinn að vera að eltast við Van Dijk en Southampton hótaði að kæra Liverpool fyrir að hafa ólöglega samband við leikmann og lauk þar með viðræðum. Hálfu ári síðar sóttist Liverpool eftir honum á ný og komst að samkomulagi um verðmiða sem ekki þekktist áður fyrir miðvörð, 75 milljónir punda. Sigurmark í nágrannaslagnum gegn Everton í fyrsta leik skyggði á ryðgaðar frammistöður næstu vikurnar en eftir að hann komst í sitt besta stand hefur hann fært varnarleik Liverpool upp á hærra plan. Hefur Liverpool eftir þennan leik haldið hreinu í alls sjö leikjum í röð en engu liði hefur tekist að skora á Anfield í ensku úrvalsdeildinni frá því í lok febrúar. Hefur Liverpool ekki haldið hreinu í sjö leikjum í röð á heimavelli síðan 2007 undir stjórn Rafa Benitez. „Það er ekki hægt að setja út á það að vera með níu stig eftir þrjá leiki né að hafa haldið hreinu í öllum þeirra. Við höfum bætt varnarleikinn verulega, bæði undir lok síðasta tímabils og í byrjun þessa tímabils," sagði Klopp eftir leikinn um helgina. Fyrir aftan hann hefur Alisson verið sannfærandi í fyrstu leikjum liðsins, eitthvað sem stuðningsmenn og leikmenn liðsins þurftu á að halda eftir glapræði Loris Karius í Kænugarði í vor. Hefur hann sýnt að hann er með frábæra spyrnutækni og hefur verið til staðar þegar Liverpool þurfti á honum að halda. Klopp mun eflaust ræða við hann um að vera duglegri að hreinsa í neyð eftir að hann slapp með skrekkinn tvívegis um helgina en sýndi að hann er afar leikinn með boltann. „Ég hef engan áhuga á að ræða verðmiðann á Alisson, við vorum vissir umað þetta væri rétti leikmaðurinn og hann sýndi á köflum hvað hann er góður fótboltamaður. Allt liðið er að öðlast meira sjálfstraust með hann í markinu á sama tíma og hann öðlast sjálfraust. Þetta er á réttri leið," sagði Klopp kampakátur um markvörð sinn.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Tengdar fréttir Salah með sigurmark Liverpool gegn Brighton Mohamed Salah skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Liverpool á Brighton á Anfield í kvöld. 25. ágúst 2018 18:15 Sérstakur innkastssérfræðingur ráðinn til Liverpool Liverpool ætlar sér að veita Manchester City samkeppni um Englandsmeistaratitilinn í vetur. Liðið hefur enn ekki fengið á sig mark og allt er í blóma í rauða hluta borgarinnar. 26. ágúst 2018 12:30 Sjáðu öll mörkin, rauðu spjöldin og dramatíkina í enska í gær Það voru fjórtán mörk skoruð í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Mark skorað með hendinni, sjálfsmark og sigurmark Mohamed Salah. 26. ágúst 2018 10:30 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Þórir búinn að opna pakkann Handbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Ekkert mál fyrir Dýrlingana Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Sjá meira
Salah með sigurmark Liverpool gegn Brighton Mohamed Salah skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Liverpool á Brighton á Anfield í kvöld. 25. ágúst 2018 18:15
Sérstakur innkastssérfræðingur ráðinn til Liverpool Liverpool ætlar sér að veita Manchester City samkeppni um Englandsmeistaratitilinn í vetur. Liðið hefur enn ekki fengið á sig mark og allt er í blóma í rauða hluta borgarinnar. 26. ágúst 2018 12:30
Sjáðu öll mörkin, rauðu spjöldin og dramatíkina í enska í gær Það voru fjórtán mörk skoruð í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Mark skorað með hendinni, sjálfsmark og sigurmark Mohamed Salah. 26. ágúst 2018 10:30