Hefur verið afar lærdómsríkt ár Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. ágúst 2018 11:00 Axel og Guðrún Brá mynd/golf.is Eimskipsmótaröðin í golfi, stigakeppni Golfsambands Íslands, kláraðist um helgina þegar Securitas-mótið fór fram í Grafarholtinu. Heimamaðurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson varð hlutskarpastur í karlaflokki en Helga Kristín Einarsdóttir, GK, stóð uppi sem sigurvegari í kvennaflokki og hlutu þau að launum GR-bikarinn. Frændsystkinin Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, voru ekki langt undan í öðru sæti sem tryggði þeim um leið stigameistaratitilinn þetta árið. Unnu þau því tvöfalt þetta árið, Íslandsmótið í höggleik og stigameistaratitilinn eftir að hafa ekki tekið þátt í Íslandsmótinu í holukeppni vegna móta erlendis. „Þetta var auðvitað bara mjög gaman, ég er ekki ánægð með spilamennskuna á mótinu en það var gaman að vinna þennan titil í fyrsta sinn. Það stóð upp úr þessu móti hjá mér. Það er búið að vera markmið hjá mér lengi að vinna Íslandsmótið í höggleik og stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni,“ sagði Guðrún Brá er Fréttablaðið ræddi við hana. Axel var að vinna stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni í þriðja sinn á ferlinum. Þar að auki vann hann stigameistaratitilinn á Ecco Nordic Tour og hefur því unnið fjóra stigameistaratitla á fjórum árum. „Guðmundur Ágúst var alveg sjóðheitur strax frá fyrsta degi og það er erfitt að reyna að ná mönnum í þessum gír. Hann átti þetta fyllilega skilið,“ sagði Axel sem setti nýtt vallarmet í karlaflokki á öðrum degi mótsins en missti það strax til Guðmundar. „Ég frétti það í raun bara þegar var verið að skoða þetta fyrir hans hönd, þá sjá þeir að ég bætti vallarmetið líka. Maður hafði gaman af þessu.“ Var þetta tvöfaldur sigur hjá Keili í ár en Guðrún og Axel leika undir merkjum GK. „Það var gaman að ná þessu með Guðrúnu og gaman að ná þessu fyrir hönd Keilis. Það hefur gengið vel hérna heima undanfarnar vikur en ekki úti, vonandi næ ég að færa þessa spilamennsku með mér út. Það vantar meira sjálfstraust úti og ég var að slá mjög vel um helgina, vonandi heldur það áfram úti.“ Óhætt er að segja að þau komi úr golffjölskyldu en frænka þeirra, Tinna Jóhannsdóttir úr GK, varð Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni ásamt því að vinna stigameistaratitilinn á sínum tíma. Þá vann pabbi Guðrúnar, Björgvin Sigurbergsson, á sínum tíma fjóra Íslandsmeistaratitla og frænka þeirra Þórdís Geirsdóttir, einn titil. „Það eru engin jólaboð haldin án þess að rætt sé um golf,“ sagði Guðrún hlæjandi. Læri nýja hluti á hverjum degi Guðrún Brá er á fyrsta ári sínu í atvinnumennsku á LET Access mótaröðinni. Að hennar sögn hefur hún lært heilmargt á fyrsta ári sínu í atvinnumennsku. „Þetta hefur verið afar lærdómsríkt ár, auðvitað langar mann alltaf að ganga betur og þetta hefur verið upp og niður á ýmsum mótum. Það er mjög margt sem maður þarf að læra, innan sem utan vallar á mótaröðum erlendis og ég reyni að taka eitt skref í einu,“ sagði Guðrún og hélt áfram: „Þessi ferðalög taka alltaf að einhverju leyti á og það er eitt af því sem ég hef reynt að læra af. Að reyna að taka mér hvíld inn á milli til að ná að hlaða batteríin.“ Hún stendur vel þegar kemur að því að spila aftur á LET Access mótaröðinni á næsta ári en ætlar að gera atlögu að Evrópumótaröðinni sjálfri í haust. „Ég verð með þátttökurétt á þessari mótaröð á næsta ári en ég er búin að skrá mig í undankeppnina fyrir Evrópumótaröðinni í haust og vonandi næ ég þar inn. Það eru nokkur mót eftir af þessu tímabili og ég get enn náð að komast beint á lokastig undankeppninnar fyrir Evrópumótaröðina.“ Með því að komast á Evrópumótaröðina þar sem Valdís Þóra Jónsdóttir keppir mun Guðrún strax fara að keppa um töluvert hærri fjárhæðir. „Ég stefni fyrst á Evrópumótaröðina, reyni við það skref. Maður er ekkert að vinna mikinn pening á þessari mótaröð sem ég er á og þetta getur verið dýrt en svo hjálpar auðvitað þegar gengur vel.“ Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Eimskipsmótaröðin í golfi, stigakeppni Golfsambands Íslands, kláraðist um helgina þegar Securitas-mótið fór fram í Grafarholtinu. Heimamaðurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson varð hlutskarpastur í karlaflokki en Helga Kristín Einarsdóttir, GK, stóð uppi sem sigurvegari í kvennaflokki og hlutu þau að launum GR-bikarinn. Frændsystkinin Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, voru ekki langt undan í öðru sæti sem tryggði þeim um leið stigameistaratitilinn þetta árið. Unnu þau því tvöfalt þetta árið, Íslandsmótið í höggleik og stigameistaratitilinn eftir að hafa ekki tekið þátt í Íslandsmótinu í holukeppni vegna móta erlendis. „Þetta var auðvitað bara mjög gaman, ég er ekki ánægð með spilamennskuna á mótinu en það var gaman að vinna þennan titil í fyrsta sinn. Það stóð upp úr þessu móti hjá mér. Það er búið að vera markmið hjá mér lengi að vinna Íslandsmótið í höggleik og stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni,“ sagði Guðrún Brá er Fréttablaðið ræddi við hana. Axel var að vinna stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni í þriðja sinn á ferlinum. Þar að auki vann hann stigameistaratitilinn á Ecco Nordic Tour og hefur því unnið fjóra stigameistaratitla á fjórum árum. „Guðmundur Ágúst var alveg sjóðheitur strax frá fyrsta degi og það er erfitt að reyna að ná mönnum í þessum gír. Hann átti þetta fyllilega skilið,“ sagði Axel sem setti nýtt vallarmet í karlaflokki á öðrum degi mótsins en missti það strax til Guðmundar. „Ég frétti það í raun bara þegar var verið að skoða þetta fyrir hans hönd, þá sjá þeir að ég bætti vallarmetið líka. Maður hafði gaman af þessu.“ Var þetta tvöfaldur sigur hjá Keili í ár en Guðrún og Axel leika undir merkjum GK. „Það var gaman að ná þessu með Guðrúnu og gaman að ná þessu fyrir hönd Keilis. Það hefur gengið vel hérna heima undanfarnar vikur en ekki úti, vonandi næ ég að færa þessa spilamennsku með mér út. Það vantar meira sjálfstraust úti og ég var að slá mjög vel um helgina, vonandi heldur það áfram úti.“ Óhætt er að segja að þau komi úr golffjölskyldu en frænka þeirra, Tinna Jóhannsdóttir úr GK, varð Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni ásamt því að vinna stigameistaratitilinn á sínum tíma. Þá vann pabbi Guðrúnar, Björgvin Sigurbergsson, á sínum tíma fjóra Íslandsmeistaratitla og frænka þeirra Þórdís Geirsdóttir, einn titil. „Það eru engin jólaboð haldin án þess að rætt sé um golf,“ sagði Guðrún hlæjandi. Læri nýja hluti á hverjum degi Guðrún Brá er á fyrsta ári sínu í atvinnumennsku á LET Access mótaröðinni. Að hennar sögn hefur hún lært heilmargt á fyrsta ári sínu í atvinnumennsku. „Þetta hefur verið afar lærdómsríkt ár, auðvitað langar mann alltaf að ganga betur og þetta hefur verið upp og niður á ýmsum mótum. Það er mjög margt sem maður þarf að læra, innan sem utan vallar á mótaröðum erlendis og ég reyni að taka eitt skref í einu,“ sagði Guðrún og hélt áfram: „Þessi ferðalög taka alltaf að einhverju leyti á og það er eitt af því sem ég hef reynt að læra af. Að reyna að taka mér hvíld inn á milli til að ná að hlaða batteríin.“ Hún stendur vel þegar kemur að því að spila aftur á LET Access mótaröðinni á næsta ári en ætlar að gera atlögu að Evrópumótaröðinni sjálfri í haust. „Ég verð með þátttökurétt á þessari mótaröð á næsta ári en ég er búin að skrá mig í undankeppnina fyrir Evrópumótaröðinni í haust og vonandi næ ég þar inn. Það eru nokkur mót eftir af þessu tímabili og ég get enn náð að komast beint á lokastig undankeppninnar fyrir Evrópumótaröðina.“ Með því að komast á Evrópumótaröðina þar sem Valdís Þóra Jónsdóttir keppir mun Guðrún strax fara að keppa um töluvert hærri fjárhæðir. „Ég stefni fyrst á Evrópumótaröðina, reyni við það skref. Maður er ekkert að vinna mikinn pening á þessari mótaröð sem ég er á og þetta getur verið dýrt en svo hjálpar auðvitað þegar gengur vel.“
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira