Reiði meðal lögreglumanna Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2018 18:30 Formaður Landssambands lögreglumanna segir dæmi um að hverfi í Reykjavík eða sveitarfélög á landinu séu eftirlitslaus komi upp tímafrek eða stærri útköll. Hann segir slæmt ástand innan lögreglunnar ekki einskorðast við höfuðborgarsvæðið, ástandið sé eins um allt land. Í þættinum Sprengisandi á Bylgunni í morgun tók Sigríður Andersen dómsmálaráðherra undir þær áhyggjur að lögreglumenn séu of fáir. Hún vakti mikla reiði meðal lögreglumanna í síðustu viku þegar hún sagði aldrei eins vel búið að lögreglunni og nú. Lögreglumenn segja ástandið hinsvegar svart og sleppa þurfi útköllum og forgangsraða næstum daglega. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir vanta að lágmarki 100 lögreglumenn til starfa á landinu. „Álagið er of mikið, það eru of fáir lögreglumenn að störfðum og það vantar fjármagn innan lögreglunnar, það er alveg sama hvað hver segir um það,” bendir hann á. Hann segir lausnina einfalda, það þurfi að stórauka fjárframlög til lögreglu.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Fréttablaðið/Daníel„Það þarf að hafa það í huga þegar þessar tölur eru birtar, á vef stjórnarráðsins, um fjárframlög til lögreglu vantar að minnsta kosti 2,8 milljarða inn í það. Það er að segja sá sammdráttur sem varð frá því fyrir hrun og eftir hrun. Þetta kemur fram í opinberum skjölum sem innanríkisráðuneytið sjálft birti á Alþingi,” segir Snorri.Í tillögum um fjármálaáætlun fyrir árin 2019-2023 kemur fram að markmið ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2023 er að lögregla verði í 90 prósent tilvika með laust og mannað ökutæki til að sinna brýnustu neyðarútköllum um leið og þau berast.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er í lágmarksmönnun og staðan sú að stöð sem telur allt að 60 þúsund íbúa hefur jafnvel bara tvo bíla til umráða, úti á landi er jafnvel um einn bíl að ræða.Ef það þarf að senda í útkall, jafnvel tímafrekt útkall, er þá algengt að hverfi eða bæir séu eftirlitslausir?„Já, það gerist ábyggilega á hverjum einasta degi. Oft á dag og oft á sólahring. Ef við skoðum bara Suðurlandið, fjölfarnasta ferðamannasvæði landsins. Lögreglan þar hefur bent á þessar staðreyndir um undirmönnun og fjárskort. Þannig að bíll upptekinn í uppsveitum Árnessýslu er ekki að þjónusta íbúa Árborgar á meðan, né í Hveragerði eða Þorlákshöfn eða öðrum þeim bæjum sem þar eru," segir Snorri. Lögreglumál Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Formaður Landssambands lögreglumanna segir dæmi um að hverfi í Reykjavík eða sveitarfélög á landinu séu eftirlitslaus komi upp tímafrek eða stærri útköll. Hann segir slæmt ástand innan lögreglunnar ekki einskorðast við höfuðborgarsvæðið, ástandið sé eins um allt land. Í þættinum Sprengisandi á Bylgunni í morgun tók Sigríður Andersen dómsmálaráðherra undir þær áhyggjur að lögreglumenn séu of fáir. Hún vakti mikla reiði meðal lögreglumanna í síðustu viku þegar hún sagði aldrei eins vel búið að lögreglunni og nú. Lögreglumenn segja ástandið hinsvegar svart og sleppa þurfi útköllum og forgangsraða næstum daglega. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir vanta að lágmarki 100 lögreglumenn til starfa á landinu. „Álagið er of mikið, það eru of fáir lögreglumenn að störfðum og það vantar fjármagn innan lögreglunnar, það er alveg sama hvað hver segir um það,” bendir hann á. Hann segir lausnina einfalda, það þurfi að stórauka fjárframlög til lögreglu.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Fréttablaðið/Daníel„Það þarf að hafa það í huga þegar þessar tölur eru birtar, á vef stjórnarráðsins, um fjárframlög til lögreglu vantar að minnsta kosti 2,8 milljarða inn í það. Það er að segja sá sammdráttur sem varð frá því fyrir hrun og eftir hrun. Þetta kemur fram í opinberum skjölum sem innanríkisráðuneytið sjálft birti á Alþingi,” segir Snorri.Í tillögum um fjármálaáætlun fyrir árin 2019-2023 kemur fram að markmið ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2023 er að lögregla verði í 90 prósent tilvika með laust og mannað ökutæki til að sinna brýnustu neyðarútköllum um leið og þau berast.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er í lágmarksmönnun og staðan sú að stöð sem telur allt að 60 þúsund íbúa hefur jafnvel bara tvo bíla til umráða, úti á landi er jafnvel um einn bíl að ræða.Ef það þarf að senda í útkall, jafnvel tímafrekt útkall, er þá algengt að hverfi eða bæir séu eftirlitslausir?„Já, það gerist ábyggilega á hverjum einasta degi. Oft á dag og oft á sólahring. Ef við skoðum bara Suðurlandið, fjölfarnasta ferðamannasvæði landsins. Lögreglan þar hefur bent á þessar staðreyndir um undirmönnun og fjárskort. Þannig að bíll upptekinn í uppsveitum Árnessýslu er ekki að þjónusta íbúa Árborgar á meðan, né í Hveragerði eða Þorlákshöfn eða öðrum þeim bæjum sem þar eru," segir Snorri.
Lögreglumál Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira