Lögreglan á Suðurnesjum hefur sleppt öllum þeim sem handteknir voru í nótt eftir stórfellda líkamsáras í heimahúsi í Sandgerði.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir neinum af þeim sem handteknir voru.
Fangageymslur lögreglunnar voru fullar þar sem staðan var metin svo að handtaka þyrfti alla sem voru staddir í húsinu þegar líkamsárásin átti sér stað, en þar voru einhvers konar veisluhöld.
Rannsókn málsins heldur áfram, að sögn lögreglu, en einn var fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárásina.
Öllum sleppt úr haldi eftir líkamsárás í Sandgerði

Tengdar fréttir

Alvarleg líkamsárás í Sandgerði
Einn var fluttur á sjúkrahús eftir líkamsárás í teiti í Sandgerði.