Fótbolti

Enginn Aron í landsliðshópnum en Kolbeinn snýr aftur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Getty
Eric Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Sviss og Belgíu í fyrstu leikjum Íslands í Þjóðadeildinni. Þetta er fyrsti hópurinn sem hann velur eftir að vera ráðinn 8. ágúst.

Hamrén tókst að fá Ragnar Sigurðsson af því að hætta með landsliðinu eins og hann var búinn að tilkynna. Ragnar er í hópnum sem og Kári Árnason sem gaf aldrei út að hann væri hættur. Hann kom ekki heim heldur fór aftur út í atvinnumennsku.

Aron Einar Gunnarsson verður ekki með vegna meiðsla sem er mikill skellur fyrir liði en Kolbeinn Sigþórsson er í hópnum þrátt fyrir að vera ekki í leikformi, að sögn Hamrén á fundinum í dag. Hann verður jókerinn í leikjunum og spilar kannski 15-20 mínútur.

Ísland mætir Sviss ytra 8. september en Belgía heimsækir strákana okkar 11. september.

Hópurinn:

Markverðir:

Hannes Þór Halldórsson, Qarabaq

Rúnar Alex Rúnarsson, Dijon

Frederik Schram, Roskilde

Varnarmenn:

Ari Freyr Skúlason, Lokeren

Hörður B. Magnússon, CSKA Moskva

Jón Guðni Fjóluson, Krasnodar

Ragnar Sigurðsson, Rostov

Kári Árnason, Gencerbiligi

Sverrir Ingi Ingason, Rostov

Hólmar Örn Eyjólfsson, Sofia

Birkir Már Sævarsson, Valur

Miðjumenn:

Arnór Ingvi Traustason, Malmö

Birkir Bjarnason, Aston Villa

Emil Hallfreðsson, Forinone

Guðlaugur Victor Pálsson, FC Zürich

Gylfi Þór Sigurðsson, Everton

Rúnar Már Sigurjónsson, Grasshopper

Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley

Rúrik Gíslason, Nürnberg

Framherjar:

Viðar Kjartansson, Maccabi Tel Aviv

Jón Daði Böðvarsson, Reading

Kolbeinn Sigþórsson, Nantes

Björn Bergmann Sigurðarson, Rostov


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×