Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. ágúst 2018 10:54 Ragnar Sigurðsson fagnar upp í stúku eftir jafnteflið gegn Argentínu á HM í Rússlandi í sumar. Vísir/Getty Ragnar Sigurðsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í landsliðshóp Íslands sem nýr landsliðsþjálfari, Svíinn Erik Hamrén, kynnir á blaðamannafundi í dag. Þetta herma heimildir Vísis. Kári Árnason mun sömuleiðis vera í landsliðshópnum. Ragnar tilkynnti óvænt eftir HM í Rússlandi að hann hefði spilað sinn síðasta landsleik. Nú virðist miðvörðurinn 32 ára ætla að svara kalli Hamrén sem sagðist á dögunum ætla að reyna hvað hann gæti að fá Ragnar til að endurskoða hug sinn. Ragnar hefur spilað 80 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim þrjú mörk. Hann hefur verið hluti af gullaldarliði Íslands sem farið hefur á EM 2016, HM 2018 og spilar nú í efsta styrkleikaflokki Þjóðadeildarinnar. Liðið mætir Sviss ytra 8. september og Belgíu heima 11. september. Síðustu tveir leikirnir fara svo fram í október.Kári samdi við tyrkneska félagið Genclerbirligi í sumar. Hann á þó enn eftir að spila fyrir félagið vegna minniháttarmeiðsla.mynd/genclerbirligiStuttur undirbúningur fyrir fyrsta leik Aðeins eru fimmtán dagar í fyrsta leik og mögulega hefur Ragnar ákveðið að taka slaginn með landsliðinu vegna þess hve lítinn tíma nýr landsliðsþjálfari hefur til að gera breytingar á liðinu. Ragnar hefur spilað við hlið Kára Árnasonar í hjarta íslensku varnarinnar undanfarin ár. Kári, sem er á 36. aldursári, taldi eftir HM að líklega hefði hann spilað sinn síðasta landsleik. Hann sagðist þó vera klár í að spila meira ef kallið kæmi. Samkvæmt heimildum Vísis er Kári einnig í fyrsta hópi Hamrén. Fyrir liggur að framherjinn Alfreð Finnbogason er ekki til taks vegna meiðsla. Þá er óvíst um þátttöku Arons Einars Gunnarssonar sem ekki hefur spilað með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð.Bein útsending verður á Vísi frá blaðamannafundi Erik Hamrén í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Útsendingin hefst með upphitun klukkan 13 og klukkan 13:15 tekur Hamrén við og kynnir hópinn sinn. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fleiri fréttir „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Sjá meira
Ragnar Sigurðsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í landsliðshóp Íslands sem nýr landsliðsþjálfari, Svíinn Erik Hamrén, kynnir á blaðamannafundi í dag. Þetta herma heimildir Vísis. Kári Árnason mun sömuleiðis vera í landsliðshópnum. Ragnar tilkynnti óvænt eftir HM í Rússlandi að hann hefði spilað sinn síðasta landsleik. Nú virðist miðvörðurinn 32 ára ætla að svara kalli Hamrén sem sagðist á dögunum ætla að reyna hvað hann gæti að fá Ragnar til að endurskoða hug sinn. Ragnar hefur spilað 80 landsleiki fyrir Ísland og skorað í þeim þrjú mörk. Hann hefur verið hluti af gullaldarliði Íslands sem farið hefur á EM 2016, HM 2018 og spilar nú í efsta styrkleikaflokki Þjóðadeildarinnar. Liðið mætir Sviss ytra 8. september og Belgíu heima 11. september. Síðustu tveir leikirnir fara svo fram í október.Kári samdi við tyrkneska félagið Genclerbirligi í sumar. Hann á þó enn eftir að spila fyrir félagið vegna minniháttarmeiðsla.mynd/genclerbirligiStuttur undirbúningur fyrir fyrsta leik Aðeins eru fimmtán dagar í fyrsta leik og mögulega hefur Ragnar ákveðið að taka slaginn með landsliðinu vegna þess hve lítinn tíma nýr landsliðsþjálfari hefur til að gera breytingar á liðinu. Ragnar hefur spilað við hlið Kára Árnasonar í hjarta íslensku varnarinnar undanfarin ár. Kári, sem er á 36. aldursári, taldi eftir HM að líklega hefði hann spilað sinn síðasta landsleik. Hann sagðist þó vera klár í að spila meira ef kallið kæmi. Samkvæmt heimildum Vísis er Kári einnig í fyrsta hópi Hamrén. Fyrir liggur að framherjinn Alfreð Finnbogason er ekki til taks vegna meiðsla. Þá er óvíst um þátttöku Arons Einars Gunnarssonar sem ekki hefur spilað með Cardiff í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð.Bein útsending verður á Vísi frá blaðamannafundi Erik Hamrén í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli. Útsendingin hefst með upphitun klukkan 13 og klukkan 13:15 tekur Hamrén við og kynnir hópinn sinn.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fleiri fréttir „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Sjá meira