Ragnar Sigurðsson er í hópnum, hann hætti við ákvörðun sína að hætta í landsliðinu eftir HM. Kári Árnason er einnig í hópnum, hann var ekki búinn að tilkynna neitt sjálfur en það hafði þó verið í umræðunni.
Guðlaugur Victor Pálsson og Rúnar Már Sigurjónsson koma inn í hópinn í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar sem er meiddur.
Alfreð Finnbogason er meiddur og verður ekki með í leikjunum sem fram undan eru. Kolbeinn Sigþórsson kemur inn í hópinn. Hann er orðinn heill heilsu og leikfær, þrátt fyrir að fá ekki að spila með félagsliði sínu. Albert Guðmundsson er ekki í hópnum að þessu sinni, hans kraftar verða nýttir með U21 árs landsliðnu.
Ísland mætir Sviss ytra 8. september en Belgía heimsækir strákana okkar 11. september.
Textalýsingu frá blaðamannafundi Hamrén og Freys má sjá hér að neðan sem og upptökuna af útsendingunni.