Mourinho væri hættur fyrir löngu ef þetta væri einhver annar klúbbur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2018 11:00 Jose Mourinho ræðir við fyrirliðann Paul Pogba og nokkra aðra leikmenn Manchester United liðsins. Vísir/Getty Það er ekki auðvelt lífið þessa dagana fyrir knattspyrnustjóra Manchester United enda vill eflaust stór hluti stuðningsmanna félagsins sjá annan en Jose Mourinho í stólnum eftir endalaust væl og litlausa spilamennsku. Manchester United hefur lengstum spilað hundleiðinlegan fótbolta undir stjórn Jose Mourinho svo leiðinlegan að hann varpaði stórum skugga á flottan árangur liðsins á síðasta tímabilið þegar liðið endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Mourinho kvartar nú og kveinar við hvert tækifæri undan litlum stuðningi frá félaginu eftir rólegan félagsskiptaglugga og gefur ennfremur lítið fyrir gagnrýni blaðamanna á sín störf. Undir hans stjórn náði United sínum besta árangri í fimm ár í fyrra. Takist Manchester United aftur á móti ekki að brúa bilið á milli sín og City eða missir jafnvel lið eins og Liverpool og Chelsea upp fyrir sig þá er afsökun Mourinho líka löngu klár. Mourinho fékk ekki að kaupa miðvörð í sumar en einmitt þar liggja vandamál liðsins. Þetta sást vel í 3-2 tapi á móti Brighton um síðustu helgi og United-liðið hefur fengið á sig fjögur mörk í fyrstu tveimur umferðunum. Lið Manchester City, Liverpool og Chelsea hafa fengið á sig samtals þrjú mörk í þessum fyrstu umferðum 2018-19 tímabilsins. Nú hafa vinir Jose Mourinho sagt frá því að portúgalski stjórinn væri löngu hættur í þessu starfi ef að hann væri ekki að stýra Manchester United. Daily Mirror segir frá. Sömu vinir láku því líka í sama blaðamann Daily Mirror að Jose Mourinho væri mjög pirraður út hvað lítinn stuðning hann fær fram varastjórnarformanninum Ed Woodward.Jose Mourinho's 12 words to friends over row with Manchester United chief Ed Woodwardhttps://t.co/DBz28v2n1Lpic.twitter.com/0YOKDb4waW — Mirror Football (@MirrorFootball) August 24, 2018Það er þessi litli stuðningur sem hafði þýtt að hann hefði strunsað út í mótmælaskyni hjá öllum öðrum félögum. Nú er hann hins vegar í draumastarfinu og vill gera allt til þess að ná árangri með Manchester United. Þrátt fyrir þennan mikla pirring þá er Mourinho staðráðinn að halda áfram á Old Trafford eins og kemur fram í annarri grein í Manchester Evening News. Það hjálpar líka Jose Mourinho að hann framlengdi samninginn sinn í janúar og það yrði mjög dýrt fyrir Manchester United að láta hann fara.5 issues Jose Mourinho must address ahead of Manchester United's clash with Tottenham | @AA_Richardshttps://t.co/3HVK9ISTLbpic.twitter.com/V4AF1FnNwB — Mirror Football (@MirrorFootball) August 24, 2018Þriðja árið hjá félagi hefur oft reynst Jose Mourinho afar erfitt og það lítur út fyrir að það ætli ekki að breytast nú. Stuðningsmenn United geta hins vegar glaðst yfir eða grátið það að það er engin uppgjöf í Jose Mourinho. Næsti leikur liðsins er á móti Tottenham Hotspur á mánudagskvöldið. Ekkert nema sigur þar getur létt pressuna af Mourinho og hans mönnum. Enski boltinn Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Það er ekki auðvelt lífið þessa dagana fyrir knattspyrnustjóra Manchester United enda vill eflaust stór hluti stuðningsmanna félagsins sjá annan en Jose Mourinho í stólnum eftir endalaust væl og litlausa spilamennsku. Manchester United hefur lengstum spilað hundleiðinlegan fótbolta undir stjórn Jose Mourinho svo leiðinlegan að hann varpaði stórum skugga á flottan árangur liðsins á síðasta tímabilið þegar liðið endaði í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Mourinho kvartar nú og kveinar við hvert tækifæri undan litlum stuðningi frá félaginu eftir rólegan félagsskiptaglugga og gefur ennfremur lítið fyrir gagnrýni blaðamanna á sín störf. Undir hans stjórn náði United sínum besta árangri í fimm ár í fyrra. Takist Manchester United aftur á móti ekki að brúa bilið á milli sín og City eða missir jafnvel lið eins og Liverpool og Chelsea upp fyrir sig þá er afsökun Mourinho líka löngu klár. Mourinho fékk ekki að kaupa miðvörð í sumar en einmitt þar liggja vandamál liðsins. Þetta sást vel í 3-2 tapi á móti Brighton um síðustu helgi og United-liðið hefur fengið á sig fjögur mörk í fyrstu tveimur umferðunum. Lið Manchester City, Liverpool og Chelsea hafa fengið á sig samtals þrjú mörk í þessum fyrstu umferðum 2018-19 tímabilsins. Nú hafa vinir Jose Mourinho sagt frá því að portúgalski stjórinn væri löngu hættur í þessu starfi ef að hann væri ekki að stýra Manchester United. Daily Mirror segir frá. Sömu vinir láku því líka í sama blaðamann Daily Mirror að Jose Mourinho væri mjög pirraður út hvað lítinn stuðning hann fær fram varastjórnarformanninum Ed Woodward.Jose Mourinho's 12 words to friends over row with Manchester United chief Ed Woodwardhttps://t.co/DBz28v2n1Lpic.twitter.com/0YOKDb4waW — Mirror Football (@MirrorFootball) August 24, 2018Það er þessi litli stuðningur sem hafði þýtt að hann hefði strunsað út í mótmælaskyni hjá öllum öðrum félögum. Nú er hann hins vegar í draumastarfinu og vill gera allt til þess að ná árangri með Manchester United. Þrátt fyrir þennan mikla pirring þá er Mourinho staðráðinn að halda áfram á Old Trafford eins og kemur fram í annarri grein í Manchester Evening News. Það hjálpar líka Jose Mourinho að hann framlengdi samninginn sinn í janúar og það yrði mjög dýrt fyrir Manchester United að láta hann fara.5 issues Jose Mourinho must address ahead of Manchester United's clash with Tottenham | @AA_Richardshttps://t.co/3HVK9ISTLbpic.twitter.com/V4AF1FnNwB — Mirror Football (@MirrorFootball) August 24, 2018Þriðja árið hjá félagi hefur oft reynst Jose Mourinho afar erfitt og það lítur út fyrir að það ætli ekki að breytast nú. Stuðningsmenn United geta hins vegar glaðst yfir eða grátið það að það er engin uppgjöf í Jose Mourinho. Næsti leikur liðsins er á móti Tottenham Hotspur á mánudagskvöldið. Ekkert nema sigur þar getur létt pressuna af Mourinho og hans mönnum.
Enski boltinn Mest lesið Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira