Skilur ekki alla þessa gagnrýni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2018 10:30 Henrikh Mkhitaryan fagnar marki með þeim Hector Belleirn og Alex Iwobi. Vísir/Getty Arsenal er stigalaust eftir tvo fyrstu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni en þetta voru leikir sem voru jafnframt fyrstu tveir deildarleikirnir síðan að Arsene Wenger hætti eftir rúmlega tveggja áratuga starf. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1992 sem Arsenal tapar tveimur fyrstu leikjum sínum en mótherjarnir voru engu að síður öflug lið Manchester City og Chelsea. Arsenal leikmaðurinn Henrikh Mkhitaryan klórar sér í höfðinu yfir allri gagrýninni sem liðið og nýi stjórinn Unai Emery hafa þurft að þola strax í upphafi tímabilsins. „Ég er minn aðalgagnrýnandi þegar kemur að mínum fótbolta og ég þarf enga auka gagnrýni,“ sagði hinn 29 ára gamli Henrikh Mkhitaryan við BBC Football Focus. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir því hvað ég er að gefa liðinu og hvað það er að gefa mér,“ sagði Mkhitaryan.Midfielder Henrikh Mkhitaryan tells Football Focus he is not paying "too much attention" to Arsenal's critics. pic.twitter.com/CRC9EKxUlj — BBC Sport (@BBCSport) August 24, 2018Henrikh Mkhitaryan skoraði bæði og lagði upp mark í 2-3 tapinu á móti Chelsea í síðustu helgi en þar vann Arsenal upp tveggja marka forystu áður en Chelsea tryggði sér sigurinn í seinni hálfleik. Hinn 46 ára gamli Unai Emery tók við af Arsene Wenger í sumar en á síðasta tímabili stýrði hann franska stórliðinu Paris Saint Germain. „Við vorum að fá nýjan knattspyrnustjóra og erum að reyna aðlagast hans fótboltasýn og hans kröfum. Auðvitað hefur þetta verið erfið byrjun en við vorum að mæta tveimur mjög góðum liðum í Manchester City og Chelsea. Það eru samt engir léttir mótherjar í þessari deild,“ sagði Mkhitaryan „Við töpuðum fyrsta leik og svo öðrum leiknum líka. Svona er fótboltinn. Við verðum að vera áfram jákvæðir og halda áfram okkar góðri vinnu. Þá munu góðu úrslitin detta inn,“ sagði Mkhitaryan „Ég finn ekki fyrir neinni pressu. Við erum ekki að hugsa eins og eitthvað hafi farið úrskeiðis því við erum að fara í rétta átt þrátt fyrir þessa tvo tapleiki,“ sagði Mkhitaryan. „Ég skil bara ekki af hverju fólk er að gagnrýna okkar svona mikið. Ég er samt ekki að fylgjast með því enda veit ég hvenær ég hef spilað vel og hvenær ég hef spilað illa,“ sagði Mkhitaryan en það má finna allt viðtalið við hann hér. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Arsenal er stigalaust eftir tvo fyrstu leiki sína í ensku úrvalsdeildinni en þetta voru leikir sem voru jafnframt fyrstu tveir deildarleikirnir síðan að Arsene Wenger hætti eftir rúmlega tveggja áratuga starf. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1992 sem Arsenal tapar tveimur fyrstu leikjum sínum en mótherjarnir voru engu að síður öflug lið Manchester City og Chelsea. Arsenal leikmaðurinn Henrikh Mkhitaryan klórar sér í höfðinu yfir allri gagrýninni sem liðið og nýi stjórinn Unai Emery hafa þurft að þola strax í upphafi tímabilsins. „Ég er minn aðalgagnrýnandi þegar kemur að mínum fótbolta og ég þarf enga auka gagnrýni,“ sagði hinn 29 ára gamli Henrikh Mkhitaryan við BBC Football Focus. „Ég geri mér fyllilega grein fyrir því hvað ég er að gefa liðinu og hvað það er að gefa mér,“ sagði Mkhitaryan.Midfielder Henrikh Mkhitaryan tells Football Focus he is not paying "too much attention" to Arsenal's critics. pic.twitter.com/CRC9EKxUlj — BBC Sport (@BBCSport) August 24, 2018Henrikh Mkhitaryan skoraði bæði og lagði upp mark í 2-3 tapinu á móti Chelsea í síðustu helgi en þar vann Arsenal upp tveggja marka forystu áður en Chelsea tryggði sér sigurinn í seinni hálfleik. Hinn 46 ára gamli Unai Emery tók við af Arsene Wenger í sumar en á síðasta tímabili stýrði hann franska stórliðinu Paris Saint Germain. „Við vorum að fá nýjan knattspyrnustjóra og erum að reyna aðlagast hans fótboltasýn og hans kröfum. Auðvitað hefur þetta verið erfið byrjun en við vorum að mæta tveimur mjög góðum liðum í Manchester City og Chelsea. Það eru samt engir léttir mótherjar í þessari deild,“ sagði Mkhitaryan „Við töpuðum fyrsta leik og svo öðrum leiknum líka. Svona er fótboltinn. Við verðum að vera áfram jákvæðir og halda áfram okkar góðri vinnu. Þá munu góðu úrslitin detta inn,“ sagði Mkhitaryan „Ég finn ekki fyrir neinni pressu. Við erum ekki að hugsa eins og eitthvað hafi farið úrskeiðis því við erum að fara í rétta átt þrátt fyrir þessa tvo tapleiki,“ sagði Mkhitaryan. „Ég skil bara ekki af hverju fólk er að gagnrýna okkar svona mikið. Ég er samt ekki að fylgjast með því enda veit ég hvenær ég hef spilað vel og hvenær ég hef spilað illa,“ sagði Mkhitaryan en það má finna allt viðtalið við hann hér.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira