Hamrén tilkynnir fyrsta landsliðshópinn sinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2018 09:00 Eric Hamrén fékk ekki langan tíma til undirbúnings. vísir/getty Erik Hamrén, nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir sinn fyrsta landsliðshóp á blaðamannafundi í dag. Fram undan eru leikir við Sviss og Belgíu í Þjóðadeild UEFA 8. og 11. september næstkomandi. Ekki liggur fyrir hvort fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verður með í leikjunum tveimur. Hann hefur misst af fyrstu tveimur leikjum Cardiff City í ensku úrvalsdeildinni vegna meiðsla. Þá er eiginkona hans, Kristbjörg Jónasdóttir, ólétt og von er á barninu í byrjun næsta mánaðar. Aron Einar missti af fæðingu frumburðar þeirra fyrir þremur árum þegar hann var í Kasakstan með landsliðinu. Hann hefur sagt að hann ætli ekki að missa af fæðingu annars barns þeirra hjóna. Daginn eftir að Ísland lauk þátttöku á HM í Rússlandi tilkynnti Ragnar Sigurðsson að hann hefði lagt landsliðsskóna á hilluna. Þegar Hamrén var kynntur til leiks sem nýr landsliðsþjálfari fyrr í mánuðinum sagðist hann ætla að reyna að telja Ragnari hughvarf og fá miðvörðinn til að hætta við að hætta í landsliðinu. Félagi Ragnars í miðri íslensku vörninni á síðustu árum, Kári Árnason, hefur einnig gefið það í skyn að hann hafi leikið sinn síðasta landsleik. Íslenska vörnin gæti því verið nokkuð breytt í leikjunum gegn Sviss og Belgíu. Íslenska liðið mætir heimsmeisturum Frakklands í vináttulandsleik 11. október og fjórum dögum síðar tekur það á móti Sviss í Þjóðadeildinni. Fimmtánda nóvember mætir Ísland svo Belgíu í síðasta leik sínum í riðli 2 í Þjóðadeildinni. Birtist í Fréttablaðinu Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Alfreð ekki með Íslandi í fyrstu leikjum Þjóðadeildarinnar Framherjinn hefur ekki náð sér af meiðslum sínum og fer ekki af stað fyrr en um miðjan september. 24. ágúst 2018 07:30 Henry með boð frá Bordeaux Thierry Henry er með boð frá franska liðinu Bordeaux um að verða næsti stjóri liðsins en þetta herma heimildir Sky Sorts. 24. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Erik Hamrén, nýr þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnir sinn fyrsta landsliðshóp á blaðamannafundi í dag. Fram undan eru leikir við Sviss og Belgíu í Þjóðadeild UEFA 8. og 11. september næstkomandi. Ekki liggur fyrir hvort fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verður með í leikjunum tveimur. Hann hefur misst af fyrstu tveimur leikjum Cardiff City í ensku úrvalsdeildinni vegna meiðsla. Þá er eiginkona hans, Kristbjörg Jónasdóttir, ólétt og von er á barninu í byrjun næsta mánaðar. Aron Einar missti af fæðingu frumburðar þeirra fyrir þremur árum þegar hann var í Kasakstan með landsliðinu. Hann hefur sagt að hann ætli ekki að missa af fæðingu annars barns þeirra hjóna. Daginn eftir að Ísland lauk þátttöku á HM í Rússlandi tilkynnti Ragnar Sigurðsson að hann hefði lagt landsliðsskóna á hilluna. Þegar Hamrén var kynntur til leiks sem nýr landsliðsþjálfari fyrr í mánuðinum sagðist hann ætla að reyna að telja Ragnari hughvarf og fá miðvörðinn til að hætta við að hætta í landsliðinu. Félagi Ragnars í miðri íslensku vörninni á síðustu árum, Kári Árnason, hefur einnig gefið það í skyn að hann hafi leikið sinn síðasta landsleik. Íslenska vörnin gæti því verið nokkuð breytt í leikjunum gegn Sviss og Belgíu. Íslenska liðið mætir heimsmeisturum Frakklands í vináttulandsleik 11. október og fjórum dögum síðar tekur það á móti Sviss í Þjóðadeildinni. Fimmtánda nóvember mætir Ísland svo Belgíu í síðasta leik sínum í riðli 2 í Þjóðadeildinni.
Birtist í Fréttablaðinu Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Alfreð ekki með Íslandi í fyrstu leikjum Þjóðadeildarinnar Framherjinn hefur ekki náð sér af meiðslum sínum og fer ekki af stað fyrr en um miðjan september. 24. ágúst 2018 07:30 Henry með boð frá Bordeaux Thierry Henry er með boð frá franska liðinu Bordeaux um að verða næsti stjóri liðsins en þetta herma heimildir Sky Sorts. 24. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Alfreð ekki með Íslandi í fyrstu leikjum Þjóðadeildarinnar Framherjinn hefur ekki náð sér af meiðslum sínum og fer ekki af stað fyrr en um miðjan september. 24. ágúst 2018 07:30
Henry með boð frá Bordeaux Thierry Henry er með boð frá franska liðinu Bordeaux um að verða næsti stjóri liðsins en þetta herma heimildir Sky Sorts. 24. ágúst 2018 06:00