Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2018 21:24 Trump er afar ósáttur með meðferðina sem Paul Manafort hefur fengið. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. Manafort var á þriðjudaginn fundinn sekur um banka- og skattsvik, auk þess að fela erlenda bankareikninga, en hann er sagður hafa opnað fleiri en þrjátíu bankareikninga í þremur erlendum ríkjum til þess að taka við og fela tugi milljóna dollara sem hann þáði frá úkraínskum stjórnvöldum fyrir bandarískum skattyfirvöldum. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir vanþóknun sinni á því að Manafort hafi verið til rannsóknar og síðar meir ákærður en það var gert fyrir tilstilli sérstaks saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins, Roberts Muellers en Mueller leiðir hina svokölluðu Rússarannsókn, sem ætlað er að varpa ljósi á hvort Trump hefði þegið hjálp frá Rússum við að vinna forsetakosningarnar 2016. Mueller hefur ákært fjölmarga Rússa fyrir tölvuárásir gegn Demókrataflokknum og aðra glæpi tengda forsetakosningunum 2016. Margir aðrir eru til rannsóknar og þeirra á meðal er Donald Trump yngri fyrir fund hans með útsendurum Rússlands í Trump-turninum í New York.Ráðlögðu Trump að bíða með náðumLögmenn Trumps ráðlögðu honum að bíða með að náða Manafort þar til rannsókn Mueller yrði lokið og sagði Giuliani að Trump hefði verið sammála lögmönnum sínum og ekki aðhafst meira í málinu. Þá sagði Giuliani málið vera afar furðulegt og sagði að best væri að fara að öllu með gát í málum sem þessu þar sem almenningsálit hefði mikið um niðurstöðu málsins að segja. Að lokum bætti lögmaðurinn því við að forsetanum fyndist illa farið með kosningastjórann fyrrverandi en hann hefur ítrekað kallað rannsóknina í heild sinni „ósanngjarnar nornaveiðar.“ Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segist geta tekið yfir Rússarannsóknina Hann sagði einu ástæðuna fyrir því að rannsókn sérstaka saksóknarans Robert Mueller stæði enn yfir vera þá að hann hefði ekki ákveðið enn að binda enda á hana. 21. ágúst 2018 11:03 Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Segir að vantrauststillaga myndi fella efnahag Bandaríkjanna Trump segir að efnahagur Bandaríkjanna muni hrynja, verði lögð fram vantrauststillaga gegn honum. 23. ágúst 2018 14:30 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. Manafort var á þriðjudaginn fundinn sekur um banka- og skattsvik, auk þess að fela erlenda bankareikninga, en hann er sagður hafa opnað fleiri en þrjátíu bankareikninga í þremur erlendum ríkjum til þess að taka við og fela tugi milljóna dollara sem hann þáði frá úkraínskum stjórnvöldum fyrir bandarískum skattyfirvöldum. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir vanþóknun sinni á því að Manafort hafi verið til rannsóknar og síðar meir ákærður en það var gert fyrir tilstilli sérstaks saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins, Roberts Muellers en Mueller leiðir hina svokölluðu Rússarannsókn, sem ætlað er að varpa ljósi á hvort Trump hefði þegið hjálp frá Rússum við að vinna forsetakosningarnar 2016. Mueller hefur ákært fjölmarga Rússa fyrir tölvuárásir gegn Demókrataflokknum og aðra glæpi tengda forsetakosningunum 2016. Margir aðrir eru til rannsóknar og þeirra á meðal er Donald Trump yngri fyrir fund hans með útsendurum Rússlands í Trump-turninum í New York.Ráðlögðu Trump að bíða með náðumLögmenn Trumps ráðlögðu honum að bíða með að náða Manafort þar til rannsókn Mueller yrði lokið og sagði Giuliani að Trump hefði verið sammála lögmönnum sínum og ekki aðhafst meira í málinu. Þá sagði Giuliani málið vera afar furðulegt og sagði að best væri að fara að öllu með gát í málum sem þessu þar sem almenningsálit hefði mikið um niðurstöðu málsins að segja. Að lokum bætti lögmaðurinn því við að forsetanum fyndist illa farið með kosningastjórann fyrrverandi en hann hefur ítrekað kallað rannsóknina í heild sinni „ósanngjarnar nornaveiðar.“
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segist geta tekið yfir Rússarannsóknina Hann sagði einu ástæðuna fyrir því að rannsókn sérstaka saksóknarans Robert Mueller stæði enn yfir vera þá að hann hefði ekki ákveðið enn að binda enda á hana. 21. ágúst 2018 11:03 Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Segir að vantrauststillaga myndi fella efnahag Bandaríkjanna Trump segir að efnahagur Bandaríkjanna muni hrynja, verði lögð fram vantrauststillaga gegn honum. 23. ágúst 2018 14:30 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Trump segist geta tekið yfir Rússarannsóknina Hann sagði einu ástæðuna fyrir því að rannsókn sérstaka saksóknarans Robert Mueller stæði enn yfir vera þá að hann hefði ekki ákveðið enn að binda enda á hana. 21. ágúst 2018 11:03
Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20
Segir að vantrauststillaga myndi fella efnahag Bandaríkjanna Trump segir að efnahagur Bandaríkjanna muni hrynja, verði lögð fram vantrauststillaga gegn honum. 23. ágúst 2018 14:30