Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. ágúst 2018 20:05 Hundrað milljóna króna greiðsla úr bæjarsjóði Hafnarfjarðar til Fimleikafélags Hafnafjarðar verður kærð til Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins og fengið úr því skorið hvort lög hafi verið brotin. Bæjarfulltrúi Bæjarlistans segir umhverfið innan bæjarstjórnar ekki heilbrigt þegar tveir af ellefu bæjarfulltrúum eru í nánum fjölskyldutengslum við íþróttahreyfinguna. Greiðslan tengist uppbyggingu á yfirbyggðri knattspyrnuaðstöðu í Kaplakrika en áður hafði verið samþykkt að veita 200 milljónir í verkefnið á þessu ári. Heitar umræður sköpuðust á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi, en minnihlutinn mun kæra greiðsluna til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til þess að fá úr því skorið hvort lög hafi verið brotin. Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlistans leggja kæruna til ráðuneytisins en Miðflokkurinn ákvað að sitja hjá „Bæjarstjóri fer og greiðir hundrað milljónir, sem er ekki eitthvað sem þú tekur upp úr götunni, og greiðir samþykkislaust og án heimildar frá bæjarstjórn,“ segir Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði.Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vísar ásökunum á bug. Hún segir að full heimild hafi verið til þess að gera tilfærslur innan málaflokka.vísir/stöð 2„Ég vísa þessum ásökunum algjörlega á bug og samkvæmt þessum reglum sem ég vitna til að þá er full heimild til þess að gera breytingar eða tilfærslur innan málaflokka,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Reglan sem Rósa vísar til er ef tilfærsla fjármuna er milli málaflokka án þess að þær feli í sér hækkun eða lækkun á fjárheimild málaflokksins í heild. „Við vorum þarna í gærkvöldi að ræða þennan sama viðauka sem að var samþykktur einhverjum dögum eftir að þessi millifærsla fór fram og þar er bara graf alvarlegt,“ segir Guðlaug. Fulltrúi Bæjarlistans segir flýtimeðferð meirihlutans óeðlilegan.Hundrað milljónirnar eiga að fara í yfirbyggða knattspyrnuaðstöðu fyrir FH.Vísir/stöð 2Vitið þið í hvað þessar hundrað milljónir fóru, vitið þið hvað þið voruð að borgar fyrir?„Það er félagsins að svara því. Það er Kaplakrikahópur sem var stofnaður með utan að komandi eftirlitsaðilum og sérfræðingum og helstu starfsmönnum og embættismönnum bæjarins sem var gert skýr skilyrði um að mundi hafa fjárhagslegt eftirlit með öllum þessum þáttum,“ segir Rósa. „Við þurfum að spyrna við fæti þegar við teljum að lög séu brotin í starfi. Það er alveg sama við hvern er að eiga, hvort það væri Sameinuðu þjóðirnar sem við værum að senda þessar greiðslur að þá gerir þú það ekki án fjárheimildar frá bæjarstjórn,“ segir Guðlaug. Rósa segir fjárframlögin til verksins þegar fyrir hendi og að brýnt sé að hefja uppbyggingu vegna knattspyrnuiðkunar en Guðlaug gangrýnir hagsmunatengsl í málinu. „Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. Tengdar fréttir Vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunni Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að í viðaukanum sé einungis orðalagsbreyting en ekki breyting á fjárheimildum. 23. ágúst 2018 00:06 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Hundrað milljóna króna greiðsla úr bæjarsjóði Hafnarfjarðar til Fimleikafélags Hafnafjarðar verður kærð til Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins og fengið úr því skorið hvort lög hafi verið brotin. Bæjarfulltrúi Bæjarlistans segir umhverfið innan bæjarstjórnar ekki heilbrigt þegar tveir af ellefu bæjarfulltrúum eru í nánum fjölskyldutengslum við íþróttahreyfinguna. Greiðslan tengist uppbyggingu á yfirbyggðri knattspyrnuaðstöðu í Kaplakrika en áður hafði verið samþykkt að veita 200 milljónir í verkefnið á þessu ári. Heitar umræður sköpuðust á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi, en minnihlutinn mun kæra greiðsluna til Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins til þess að fá úr því skorið hvort lög hafi verið brotin. Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar og Bæjarlistans leggja kæruna til ráðuneytisins en Miðflokkurinn ákvað að sitja hjá „Bæjarstjóri fer og greiðir hundrað milljónir, sem er ekki eitthvað sem þú tekur upp úr götunni, og greiðir samþykkislaust og án heimildar frá bæjarstjórn,“ segir Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir, bæjarfulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði.Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vísar ásökunum á bug. Hún segir að full heimild hafi verið til þess að gera tilfærslur innan málaflokka.vísir/stöð 2„Ég vísa þessum ásökunum algjörlega á bug og samkvæmt þessum reglum sem ég vitna til að þá er full heimild til þess að gera breytingar eða tilfærslur innan málaflokka,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Reglan sem Rósa vísar til er ef tilfærsla fjármuna er milli málaflokka án þess að þær feli í sér hækkun eða lækkun á fjárheimild málaflokksins í heild. „Við vorum þarna í gærkvöldi að ræða þennan sama viðauka sem að var samþykktur einhverjum dögum eftir að þessi millifærsla fór fram og þar er bara graf alvarlegt,“ segir Guðlaug. Fulltrúi Bæjarlistans segir flýtimeðferð meirihlutans óeðlilegan.Hundrað milljónirnar eiga að fara í yfirbyggða knattspyrnuaðstöðu fyrir FH.Vísir/stöð 2Vitið þið í hvað þessar hundrað milljónir fóru, vitið þið hvað þið voruð að borgar fyrir?„Það er félagsins að svara því. Það er Kaplakrikahópur sem var stofnaður með utan að komandi eftirlitsaðilum og sérfræðingum og helstu starfsmönnum og embættismönnum bæjarins sem var gert skýr skilyrði um að mundi hafa fjárhagslegt eftirlit með öllum þessum þáttum,“ segir Rósa. „Við þurfum að spyrna við fæti þegar við teljum að lög séu brotin í starfi. Það er alveg sama við hvern er að eiga, hvort það væri Sameinuðu þjóðirnar sem við værum að senda þessar greiðslur að þá gerir þú það ekki án fjárheimildar frá bæjarstjórn,“ segir Guðlaug. Rósa segir fjárframlögin til verksins þegar fyrir hendi og að brýnt sé að hefja uppbyggingu vegna knattspyrnuiðkunar en Guðlaug gangrýnir hagsmunatengsl í málinu. „Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug.
Tengdar fréttir Vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunni Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að í viðaukanum sé einungis orðalagsbreyting en ekki breyting á fjárheimildum. 23. ágúst 2018 00:06 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Vísar því á bug að ekki sé heimild fyrir fjárveitingunni Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir að í viðaukanum sé einungis orðalagsbreyting en ekki breyting á fjárheimildum. 23. ágúst 2018 00:06