Salah svaraði kalli Real Madrid með því að skrifa undir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2018 09:30 Mohamed Salah á ferðinni. Vísir/Getty Risastjörnurnar hafna Real Madrid hver á fætur annarri. Það gengur mjög illa hjá Real Madrid að finna stjörnuleikmann í stað Cristiano Ronaldo. Spænska blaðið El Pais fer yfir stöðuna í dag og samkvæmt þeirra heimildum hefur Real Madrid nú frestað því að finna næstu stórstjörnu félagsins. Florentino Pérez, forseti Real Madrid, ætlaði að ná Kylian Mbappé og Neymar til Real Madrid en sá franski sagði nei 2017 og sá brasilíski sagði nei í ár. Real Madrid ætlaði að eyða allt að 350 milljónum evra í nýjar stjörnur en spænsku risarnir þurfa nú að leita á ný mið. Real Madrid ætlar að bíða og sjá til hvað er í boði og mun því ekki gera neitt stórt áður en félagsskiptaglugginn lokast. Hlutirnir eru hins vegar fljótir að breytast í boltanum eins og sjá má á frétt Vísis um Kylian Mbappé fyrr í morgun. Spánverjarnir voru að horfa til stærstu stjarnanna í ensku úrvalsdeildinni en aðeins Chelsea-maðurinn Eden Hazard sýndi opinberan áhuga á því að koma. Ekkert gekk hins vegar í að fá Eden Hazard og hann hefur síðan komið fram og sagt að hann ætli að klára tímabilið með Chelsea liðinu og sjá svo til.https://t.co/RS9masPG8N — Eric The Red (@millerman14) August 23, 2018Real Madrid hafði líka mikinn áhuga á markakóngunum Mohamed Salah og Harry Kane enda eitt af stærstu verkefnunum að finna menn til að skora þessi 44 mörk sem Cristiano Ronaldo skoraði í öllum keppnum á síðustu leiktíð. Mohamed Salah og Harry Kane eru 25 og 26 ára og ættu því að eiga sín bestu ár eftir í boltanum. Báðir eru aftur á móti að spila með liði sem ætti að eiga frábær ár framundan. Tottenham, lið Kane, er ungt og spennandi og Liverpool, lið Salah, hefur farið á kostum á markaðnum í ár. Mohamed Salah og Harry Kane höfnuðu því báðir kalli Real Madrid. Tottenham gaf það opinberlega út að Kane væri ekki til sölu og Salah svaraði þessu kalli Real Madrid með því að skrifa undir nýjan samning við Liverpool 2. júlí. Nýr samningur Mohamed Salah við Liverpool nær fram á sumar 2023 (þá er hann 31 árs) og samningur Harry Kane nær til 2024 (líka 31 árs). El Pais segir líka frá innkaupalista nýja þjálfarans Julen Lopetegui. Hann vill að minnsta kosti frá þrjá leikmenn, einn miðvörð, einn miðjumann og einn framherja. Enginn þeirra er kominn og glugginn lokar eftir viku.Mohamed Salah and Harry Kane both turned down the chance to join Real Madrid this summer after they sold Cristiano Ronaldo to Juventus. (Source: El Pais) pic.twitter.com/73WkTIvUfZ — Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 23, 2018Framtíðarstjörnur Real Madrid finnast því líklega ekki í haust og á meðan þarf félagið að læra inn á það að spila án Cristiano Ronaldo. Hvernig það tekst hjá Evrópumeisturum síðustu þriggja ára verður afar fróðlegt. Það er nóg af frábærum fótboltamönnum í Real Madrid og liðið því ekki illa statt hvað það varðar. Það er aftur á móti ólíkt Florentino Pérez og félögum að selja súperstjörnuna sína og finna engan í staðinn. Kannski kemur einhver af þeim Kylian Mbappé, Neymar, Eden Hazard, Harry Kane eða Mohamed Salah á endanum á Saintiago Bernabeu en þangað til að Real Madrid fær jákvæðari svör þá ætlar félagið að bíða rólegt. Svo segja í það minnsta heimildarmenn El Pais, mest lestna dagblaðsins á Spáni. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Risastjörnurnar hafna Real Madrid hver á fætur annarri. Það gengur mjög illa hjá Real Madrid að finna stjörnuleikmann í stað Cristiano Ronaldo. Spænska blaðið El Pais fer yfir stöðuna í dag og samkvæmt þeirra heimildum hefur Real Madrid nú frestað því að finna næstu stórstjörnu félagsins. Florentino Pérez, forseti Real Madrid, ætlaði að ná Kylian Mbappé og Neymar til Real Madrid en sá franski sagði nei 2017 og sá brasilíski sagði nei í ár. Real Madrid ætlaði að eyða allt að 350 milljónum evra í nýjar stjörnur en spænsku risarnir þurfa nú að leita á ný mið. Real Madrid ætlar að bíða og sjá til hvað er í boði og mun því ekki gera neitt stórt áður en félagsskiptaglugginn lokast. Hlutirnir eru hins vegar fljótir að breytast í boltanum eins og sjá má á frétt Vísis um Kylian Mbappé fyrr í morgun. Spánverjarnir voru að horfa til stærstu stjarnanna í ensku úrvalsdeildinni en aðeins Chelsea-maðurinn Eden Hazard sýndi opinberan áhuga á því að koma. Ekkert gekk hins vegar í að fá Eden Hazard og hann hefur síðan komið fram og sagt að hann ætli að klára tímabilið með Chelsea liðinu og sjá svo til.https://t.co/RS9masPG8N — Eric The Red (@millerman14) August 23, 2018Real Madrid hafði líka mikinn áhuga á markakóngunum Mohamed Salah og Harry Kane enda eitt af stærstu verkefnunum að finna menn til að skora þessi 44 mörk sem Cristiano Ronaldo skoraði í öllum keppnum á síðustu leiktíð. Mohamed Salah og Harry Kane eru 25 og 26 ára og ættu því að eiga sín bestu ár eftir í boltanum. Báðir eru aftur á móti að spila með liði sem ætti að eiga frábær ár framundan. Tottenham, lið Kane, er ungt og spennandi og Liverpool, lið Salah, hefur farið á kostum á markaðnum í ár. Mohamed Salah og Harry Kane höfnuðu því báðir kalli Real Madrid. Tottenham gaf það opinberlega út að Kane væri ekki til sölu og Salah svaraði þessu kalli Real Madrid með því að skrifa undir nýjan samning við Liverpool 2. júlí. Nýr samningur Mohamed Salah við Liverpool nær fram á sumar 2023 (þá er hann 31 árs) og samningur Harry Kane nær til 2024 (líka 31 árs). El Pais segir líka frá innkaupalista nýja þjálfarans Julen Lopetegui. Hann vill að minnsta kosti frá þrjá leikmenn, einn miðvörð, einn miðjumann og einn framherja. Enginn þeirra er kominn og glugginn lokar eftir viku.Mohamed Salah and Harry Kane both turned down the chance to join Real Madrid this summer after they sold Cristiano Ronaldo to Juventus. (Source: El Pais) pic.twitter.com/73WkTIvUfZ — Transfer News Live (@DeadlineDayLive) August 23, 2018Framtíðarstjörnur Real Madrid finnast því líklega ekki í haust og á meðan þarf félagið að læra inn á það að spila án Cristiano Ronaldo. Hvernig það tekst hjá Evrópumeisturum síðustu þriggja ára verður afar fróðlegt. Það er nóg af frábærum fótboltamönnum í Real Madrid og liðið því ekki illa statt hvað það varðar. Það er aftur á móti ólíkt Florentino Pérez og félögum að selja súperstjörnuna sína og finna engan í staðinn. Kannski kemur einhver af þeim Kylian Mbappé, Neymar, Eden Hazard, Harry Kane eða Mohamed Salah á endanum á Saintiago Bernabeu en þangað til að Real Madrid fær jákvæðari svör þá ætlar félagið að bíða rólegt. Svo segja í það minnsta heimildarmenn El Pais, mest lestna dagblaðsins á Spáni.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira