Ari fékk falleg skilaboð frá Stefáni Karli eftir söngvakeppnina: „Það flæðir frá þér einlægni, tár og gleði“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 20:11 Stefán Karl ákvað að senda Ara Ólafssyni, söngvara, hvatningarorð þegar hann hafði sigrað undankeppni Eurovision. Eyþór Árnason Ari Ólafsson, sem keppti fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fékk falleg skilaboð frá leikaranum Stefáni Karli Stefánssyni sem féll frá í gær eftir erfiða baráttu við gallgangakrabbamein. Fjölmargir hafa minnst Stefáns og vottað fjölskyldu hans samúð sína. Ari minnist Stefáns í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni og birtir skilaboð sem Stefán sendi honum daginn eftir að hann steig á svið frammi fyrir alþjóð. Í skilaboðunum hvetur Stefán Ara til dáða og þá segist hann vera mikill aðdáandi hans. „Tilfinningar þínar liggja utan á þér og það flæðir frá þér einlægni, tár og gleði, allt eru þetta grunn element í góðum listamanni sem smám saman lærir svo að ná tökum á og stjórna til þess að geta leikið sér að áhorfendum með því að beita hæfilega mikið af þessu og dass af þessu o.s.frv,“ segir Stefán og bætir við: „Þú átt eflaust eftir að heyra neikvæðar raddir hærra en þær jákvæðu því þær særa mann svo oft og meiða, í alvöru, en mundu það að það getur enginn tekið hæfileika manns frá manni og það getur enginn gert það sem þú getur gert og þar liggja þínir yfirburðir ásamt því að vera manneskja sem augljóslega er tilfinningavera.“ Stefán hvetur Ara til að vera áfram hann sjálfur því hann sé einstakur og flottur listamaður. „Til hamingju með áfangann og inngönguna í skólann þinn og megir þú alltaf ganga á rauðum dregli velgengni í þínu lífi,“ segir Stefán.Hér að neðan er hægt að lesa skilaboðin í heild sinni. Eurovision Tengdar fréttir Stefán Karl Stefánsson látinn Stefán Karl Stefánsson er látinn 43 ára að aldri. 21. ágúst 2018 18:46 Stefán Karl Stefánsson er öllum harmdauði Stefán Karl Stefánsson leikari er látinn eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hann naut gríðarlegra vinsælda bæði hér á landi og utan landsteinanna. 22. ágúst 2018 05:00 Stærstu fjölmiðlar heims minnast Stefáns og mikill kippur varð á undirskriftarsöfnun um styttu sem hann vildi ekki Leikarinn Stefán Karl Stefánsson lést í gær eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. 22. ágúst 2018 15:00 Stefáns Karls minnst um allan heim Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. 22. ágúst 2018 00:15 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Ari Ólafsson, sem keppti fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fékk falleg skilaboð frá leikaranum Stefáni Karli Stefánssyni sem féll frá í gær eftir erfiða baráttu við gallgangakrabbamein. Fjölmargir hafa minnst Stefáns og vottað fjölskyldu hans samúð sína. Ari minnist Stefáns í stöðuuppfærslu á Facebook síðu sinni og birtir skilaboð sem Stefán sendi honum daginn eftir að hann steig á svið frammi fyrir alþjóð. Í skilaboðunum hvetur Stefán Ara til dáða og þá segist hann vera mikill aðdáandi hans. „Tilfinningar þínar liggja utan á þér og það flæðir frá þér einlægni, tár og gleði, allt eru þetta grunn element í góðum listamanni sem smám saman lærir svo að ná tökum á og stjórna til þess að geta leikið sér að áhorfendum með því að beita hæfilega mikið af þessu og dass af þessu o.s.frv,“ segir Stefán og bætir við: „Þú átt eflaust eftir að heyra neikvæðar raddir hærra en þær jákvæðu því þær særa mann svo oft og meiða, í alvöru, en mundu það að það getur enginn tekið hæfileika manns frá manni og það getur enginn gert það sem þú getur gert og þar liggja þínir yfirburðir ásamt því að vera manneskja sem augljóslega er tilfinningavera.“ Stefán hvetur Ara til að vera áfram hann sjálfur því hann sé einstakur og flottur listamaður. „Til hamingju með áfangann og inngönguna í skólann þinn og megir þú alltaf ganga á rauðum dregli velgengni í þínu lífi,“ segir Stefán.Hér að neðan er hægt að lesa skilaboðin í heild sinni.
Eurovision Tengdar fréttir Stefán Karl Stefánsson látinn Stefán Karl Stefánsson er látinn 43 ára að aldri. 21. ágúst 2018 18:46 Stefán Karl Stefánsson er öllum harmdauði Stefán Karl Stefánsson leikari er látinn eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hann naut gríðarlegra vinsælda bæði hér á landi og utan landsteinanna. 22. ágúst 2018 05:00 Stærstu fjölmiðlar heims minnast Stefáns og mikill kippur varð á undirskriftarsöfnun um styttu sem hann vildi ekki Leikarinn Stefán Karl Stefánsson lést í gær eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. 22. ágúst 2018 15:00 Stefáns Karls minnst um allan heim Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. 22. ágúst 2018 00:15 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Stefán Karl Stefánsson er öllum harmdauði Stefán Karl Stefánsson leikari er látinn eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hann naut gríðarlegra vinsælda bæði hér á landi og utan landsteinanna. 22. ágúst 2018 05:00
Stærstu fjölmiðlar heims minnast Stefáns og mikill kippur varð á undirskriftarsöfnun um styttu sem hann vildi ekki Leikarinn Stefán Karl Stefánsson lést í gær eftir tveggja ára baráttu við illvígt gallgangakrabbamein. 22. ágúst 2018 15:00
Stefáns Karls minnst um allan heim Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. 22. ágúst 2018 00:15