United þarf að borga rúman milljarð til að reka Mourinho Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 14:00 Hefur Ed Woodward enn trú á Jose Mourinho? Vísir/Getty Sæti Jose Mourinho er orðið mjög heitt og verður hann fyrsti stjórinn til þess að missa starf sitt í vetur ef marka má veðbanka á Englandi. Gangi það eftir mun veski forráðamanna Manchester United léttast umtalsvert því það mun kosta fúlgur fjár að reka Mourinho. Sumarið var erfiður tími fyrir stuðningsmenn United og tímabilið byrjar ekkert sérstaklega vel. Mourinho gerði lítið annað en að kvarta og kveina í fjölmiðlum allt undirbúningstímabilið. Það gekk illa að fá inn nýja leikmenn og meint ósætti Mourinho og Paul Pogba prýddi forsíður blaðanna. United vann opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar gegn Leicester, en spilamennskan heillaði lítið og ummæli Paul Pogba eftir leik áttu forsíðurnar. Liðið tapaði svo fyrir Brighton í annari umferðinni um helgina þar sem liðið sýndi lítinn sigurvilja. Fleiri og fleiri stuðningsmenn United vilja Portúgalann burt. Sérfræðingar á Englandi eru farnir að spá því að hann verði rekinn fyrir jól. Fréttir af slæmu sambandi Mourinho og leikmanna liðsins skjóta upp kollinum aftur og aftur.Van Gaal vann ensku bikarkeppnina 21. maí 2016. Tveimur dögum seinna var hann rekinnvísir/gettyEn tíma forráðamenn United að reka Mourinho? Þegar Portúgalinn kom til liðsins í maí 2016 skrifaði hann undir þriggja ára samning sem hefði runnið út næsta vor. Hann skrifaði hins vegar undir nýjan samning við félagið í janúar. Sá samningur heldur Mourinho á Old Trafford til 2020 með klásúlu um möguleikann á auka ári, sem verður þó líklega ekki nýtt miðað við ástandið í dag. Í nýja samningnum er einnig klásúla sem segir að verði samningnum rift þurfi United að borga Mourinho 12 milljónir punda. Louis van Gaal var rekinn nokkrum dögum áður en Jose Mourinho var ráðinn til United fyrir tveimur árum. Það tók hins vegar langan tíma að semja um starfslokasamning við Hollendinginn og kostaði United á endanum 8,4 milljónir punda. Til þess að sleppa við langt samningaferli ef Mourinho yrði rekinn setti United þessa klásúlu inn í samning Portúgalans. „Van Gaal hélt í hverja krónu en meira að segja United þarf að draga línuna einhverstaðar með Jose,“ er haft eftir heimild innan félagsins í grein The Sun.Það hefur reynst United erfitt að finna arftaka þessa manns, Sir Alex Ferguson, sem stýrði liðinu frá 1986-2013vísir/gettyChelsea þurfti að borga Mourinho 8,3 milljónir þegar hann var rekinn þaðan og er talið að Mourinho hafi fengið samtals 35 milljónir punda í starfslokafé á ferlinum. Síðan Sir Alex Ferguson hætti sem stjóri United árið 2013 hefur United borgað 13,6 milljónir í starfslokasamninga til knattspyrnustjóra; 8,4 milljónir til van Gaal og 5,2 milljónir til David Moyes. Þrátt fyrir að þéna gríðarlegar upphæðir á ári hverju er eyðsla félagsins einnig mjög mikil. Félagið borgar á bilinu 2-3 milljónir punda á viku í laun leikmanna og Mourinho er talinn vera með 250 þúsund pund í vikulaun. United kom þó út í plús á síðasta ári, svo kannski vega þessar 12 milljónir ekki það stórt í huga forráðamanna United þegar þeir velta fyrir sér hvort eigi að reka knattspyrnustjórann. Sérstaklega í ljósi þess að í dag bárust fréttir af því að hlutabréf í félaginu hafa aldrei kostað eins mikið og félagið því aldrei verið verðmætara. Mourinho fær fyrsta stóra prófið á tímabilinu næsta mánudagskvöld þegar liðið mætir Tottenham á heimavelli. Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho segir framtíð sína hjá United: Ekki nógu þreyttur til að taka við landsliði Jose Mourinho er einn af færsælli knattspyrnustjórum þessarar aldar. Hann er þó ekki þekktur fyrir það að stoppa lengi á einum stað og hefur ekki verið lengur en þrjú ár hjá sama liði á sínum þjálfaraferli. Hann hefur sitt þriðja tímabil við stjórn Manchester United í haust. 2. júní 2018 14:30 Woodward hefur trú á Mourinho og Zidane bíður ekki á húninum Jose Mourinho, stjóri Manchester United, fær fullt traust frá stjórn Manchester United og enginn pressa er á honum. 21. ágúst 2018 06:00 Starfið í mikilli hættu þegar þú gerir lið að enskum meisturum Antonio Conte bættist í dag í hóp fjölda annarra knattspyrnustjóra sem hafa unnið enska titilinn undanfarin ár en hafa síðan misst starfið "stuttu“ síðar. 13. júlí 2018 14:00 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Sæti Jose Mourinho er orðið mjög heitt og verður hann fyrsti stjórinn til þess að missa starf sitt í vetur ef marka má veðbanka á Englandi. Gangi það eftir mun veski forráðamanna Manchester United léttast umtalsvert því það mun kosta fúlgur fjár að reka Mourinho. Sumarið var erfiður tími fyrir stuðningsmenn United og tímabilið byrjar ekkert sérstaklega vel. Mourinho gerði lítið annað en að kvarta og kveina í fjölmiðlum allt undirbúningstímabilið. Það gekk illa að fá inn nýja leikmenn og meint ósætti Mourinho og Paul Pogba prýddi forsíður blaðanna. United vann opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar gegn Leicester, en spilamennskan heillaði lítið og ummæli Paul Pogba eftir leik áttu forsíðurnar. Liðið tapaði svo fyrir Brighton í annari umferðinni um helgina þar sem liðið sýndi lítinn sigurvilja. Fleiri og fleiri stuðningsmenn United vilja Portúgalann burt. Sérfræðingar á Englandi eru farnir að spá því að hann verði rekinn fyrir jól. Fréttir af slæmu sambandi Mourinho og leikmanna liðsins skjóta upp kollinum aftur og aftur.Van Gaal vann ensku bikarkeppnina 21. maí 2016. Tveimur dögum seinna var hann rekinnvísir/gettyEn tíma forráðamenn United að reka Mourinho? Þegar Portúgalinn kom til liðsins í maí 2016 skrifaði hann undir þriggja ára samning sem hefði runnið út næsta vor. Hann skrifaði hins vegar undir nýjan samning við félagið í janúar. Sá samningur heldur Mourinho á Old Trafford til 2020 með klásúlu um möguleikann á auka ári, sem verður þó líklega ekki nýtt miðað við ástandið í dag. Í nýja samningnum er einnig klásúla sem segir að verði samningnum rift þurfi United að borga Mourinho 12 milljónir punda. Louis van Gaal var rekinn nokkrum dögum áður en Jose Mourinho var ráðinn til United fyrir tveimur árum. Það tók hins vegar langan tíma að semja um starfslokasamning við Hollendinginn og kostaði United á endanum 8,4 milljónir punda. Til þess að sleppa við langt samningaferli ef Mourinho yrði rekinn setti United þessa klásúlu inn í samning Portúgalans. „Van Gaal hélt í hverja krónu en meira að segja United þarf að draga línuna einhverstaðar með Jose,“ er haft eftir heimild innan félagsins í grein The Sun.Það hefur reynst United erfitt að finna arftaka þessa manns, Sir Alex Ferguson, sem stýrði liðinu frá 1986-2013vísir/gettyChelsea þurfti að borga Mourinho 8,3 milljónir þegar hann var rekinn þaðan og er talið að Mourinho hafi fengið samtals 35 milljónir punda í starfslokafé á ferlinum. Síðan Sir Alex Ferguson hætti sem stjóri United árið 2013 hefur United borgað 13,6 milljónir í starfslokasamninga til knattspyrnustjóra; 8,4 milljónir til van Gaal og 5,2 milljónir til David Moyes. Þrátt fyrir að þéna gríðarlegar upphæðir á ári hverju er eyðsla félagsins einnig mjög mikil. Félagið borgar á bilinu 2-3 milljónir punda á viku í laun leikmanna og Mourinho er talinn vera með 250 þúsund pund í vikulaun. United kom þó út í plús á síðasta ári, svo kannski vega þessar 12 milljónir ekki það stórt í huga forráðamanna United þegar þeir velta fyrir sér hvort eigi að reka knattspyrnustjórann. Sérstaklega í ljósi þess að í dag bárust fréttir af því að hlutabréf í félaginu hafa aldrei kostað eins mikið og félagið því aldrei verið verðmætara. Mourinho fær fyrsta stóra prófið á tímabilinu næsta mánudagskvöld þegar liðið mætir Tottenham á heimavelli.
Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho segir framtíð sína hjá United: Ekki nógu þreyttur til að taka við landsliði Jose Mourinho er einn af færsælli knattspyrnustjórum þessarar aldar. Hann er þó ekki þekktur fyrir það að stoppa lengi á einum stað og hefur ekki verið lengur en þrjú ár hjá sama liði á sínum þjálfaraferli. Hann hefur sitt þriðja tímabil við stjórn Manchester United í haust. 2. júní 2018 14:30 Woodward hefur trú á Mourinho og Zidane bíður ekki á húninum Jose Mourinho, stjóri Manchester United, fær fullt traust frá stjórn Manchester United og enginn pressa er á honum. 21. ágúst 2018 06:00 Starfið í mikilli hættu þegar þú gerir lið að enskum meisturum Antonio Conte bættist í dag í hóp fjölda annarra knattspyrnustjóra sem hafa unnið enska titilinn undanfarin ár en hafa síðan misst starfið "stuttu“ síðar. 13. júlí 2018 14:00 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Mourinho segir framtíð sína hjá United: Ekki nógu þreyttur til að taka við landsliði Jose Mourinho er einn af færsælli knattspyrnustjórum þessarar aldar. Hann er þó ekki þekktur fyrir það að stoppa lengi á einum stað og hefur ekki verið lengur en þrjú ár hjá sama liði á sínum þjálfaraferli. Hann hefur sitt þriðja tímabil við stjórn Manchester United í haust. 2. júní 2018 14:30
Woodward hefur trú á Mourinho og Zidane bíður ekki á húninum Jose Mourinho, stjóri Manchester United, fær fullt traust frá stjórn Manchester United og enginn pressa er á honum. 21. ágúst 2018 06:00
Starfið í mikilli hættu þegar þú gerir lið að enskum meisturum Antonio Conte bættist í dag í hóp fjölda annarra knattspyrnustjóra sem hafa unnið enska titilinn undanfarin ár en hafa síðan misst starfið "stuttu“ síðar. 13. júlí 2018 14:00