Þessir tveir mynda besta miðvarðarparið undir stjórn Jose Mourinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2018 09:30 Phil Jones og Jose Mourinho. Vísir/Getty Varnarleikur Manchester United hefur verið mikið í umræðunni. Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho vildi endilega kaupa miðvörð/miðverði í sumar og liðið fékk síðan á sig þrjú mörk á móti Brighton um síðustu helgi þar sem miðvarðarparið átti slakan leik. Sky Sports veltir fyrir sér vandræðum United-liðsins í vörninni og tók sig til um leið og fann út með hvaða miðvarðarpari hefur gengið best hjá liði Manchester United síðan að Jose Mourinho settist í stjórastólinn. Miðvarðarpar helgarinnar, Svíinn Victor Lindelof og Fílabeinsstrendingurinn Eric Bailly, koma ekki vel út (50 prósent sigurhlutfall) en þó betur en þeir Victor Lindelof og Phil Jones sem hafa enn ekki unnið leik saman undir stjórn Mourinho.Are the defenders solely to blame? Would missed targets have improved things? What's the solution? Analysing Manchester United's defensive frailties: https://t.co/Aq7tRNU637pic.twitter.com/8Xn7ZswdpQ — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 22, 2018Vandamálið við þá Lindelof og Bailly er að Mourinho keypti þá báða og borgaði 65 milljónir punda fyrir. Engir smáaurar og þetta ættu því að vera menn í lagi. Annað kom þó á daginn á móti Brighton. Sumir stuðningsmenn Manchester United halda örugglega að besta miðvarðarparið séu þeir Chris Smalling og Phil Jones en þeir hafa spilað flesta leiki saman undir stjórn Mourinho. United-liðið hefur hins vegar aðeins unnið 46 prósent þeirra leikja. Tölfræðin segir að besta miðvarðarparið undir stjórn Jose Mourinho sé samvinna á milli þeirra Phil Jones og Eric Bailly. Manchester United hefur unnið 8 af 9 deildarleikjum sínum með þá tvo í miðri vörninni eða 88,9% prósent leikjanna. Eitt helsta vandamálið með þá Phil Jones og Eric Bailly er að það er ekki hægt að treysta nógu mikið á þá því þeir eru alltaf að meiðast. Manchester United hefur einnig unnið 86 prósent deildarleikjanna með þá Chris Smalling og Lindelof saman í hjarta varnarinnar. Knattspyrnuspekingurinn Gary Neville og fyrrverandi varnarmaður hjá Manchester United segist vera viss um hvað Jose Mourinho gerir með vörnina sína eftir Brighton-skellinn. „Ég held að tapið á móti Brighton munu þvinga Manchester United og Jose Mourinho til að nota þrjá miðverði,“ sagði Gary Neville í Gary Neville hlaðvarpinu. Það má finna meira um úttekt Sky Sports hér og hér fyrir neðan má sjá listann hjá Sky Sports yfir bestu miðvarðartvennu United.Besta miðvarðarpar Man. United í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Jose Mourinho: 1. Jones/Bailly 9 leikir (88.9% sigurhlutfall) 2. Lindelof/Smalling 7 leikir (86% sigurhlutfall) 3. Bailly/Smalling 7 leikir (55% sigurhlutfall) 4. Lindelof/Bailly 2 leikir (50% sigurhlutfall) 5. Smalling/Jones 13 leikir (46.1% sigurhlutfall) 6. Lindelof/Jones 2 leikir (0% sigurhlutfall) Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Varnarleikur Manchester United hefur verið mikið í umræðunni. Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho vildi endilega kaupa miðvörð/miðverði í sumar og liðið fékk síðan á sig þrjú mörk á móti Brighton um síðustu helgi þar sem miðvarðarparið átti slakan leik. Sky Sports veltir fyrir sér vandræðum United-liðsins í vörninni og tók sig til um leið og fann út með hvaða miðvarðarpari hefur gengið best hjá liði Manchester United síðan að Jose Mourinho settist í stjórastólinn. Miðvarðarpar helgarinnar, Svíinn Victor Lindelof og Fílabeinsstrendingurinn Eric Bailly, koma ekki vel út (50 prósent sigurhlutfall) en þó betur en þeir Victor Lindelof og Phil Jones sem hafa enn ekki unnið leik saman undir stjórn Mourinho.Are the defenders solely to blame? Would missed targets have improved things? What's the solution? Analysing Manchester United's defensive frailties: https://t.co/Aq7tRNU637pic.twitter.com/8Xn7ZswdpQ — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 22, 2018Vandamálið við þá Lindelof og Bailly er að Mourinho keypti þá báða og borgaði 65 milljónir punda fyrir. Engir smáaurar og þetta ættu því að vera menn í lagi. Annað kom þó á daginn á móti Brighton. Sumir stuðningsmenn Manchester United halda örugglega að besta miðvarðarparið séu þeir Chris Smalling og Phil Jones en þeir hafa spilað flesta leiki saman undir stjórn Mourinho. United-liðið hefur hins vegar aðeins unnið 46 prósent þeirra leikja. Tölfræðin segir að besta miðvarðarparið undir stjórn Jose Mourinho sé samvinna á milli þeirra Phil Jones og Eric Bailly. Manchester United hefur unnið 8 af 9 deildarleikjum sínum með þá tvo í miðri vörninni eða 88,9% prósent leikjanna. Eitt helsta vandamálið með þá Phil Jones og Eric Bailly er að það er ekki hægt að treysta nógu mikið á þá því þeir eru alltaf að meiðast. Manchester United hefur einnig unnið 86 prósent deildarleikjanna með þá Chris Smalling og Lindelof saman í hjarta varnarinnar. Knattspyrnuspekingurinn Gary Neville og fyrrverandi varnarmaður hjá Manchester United segist vera viss um hvað Jose Mourinho gerir með vörnina sína eftir Brighton-skellinn. „Ég held að tapið á móti Brighton munu þvinga Manchester United og Jose Mourinho til að nota þrjá miðverði,“ sagði Gary Neville í Gary Neville hlaðvarpinu. Það má finna meira um úttekt Sky Sports hér og hér fyrir neðan má sjá listann hjá Sky Sports yfir bestu miðvarðartvennu United.Besta miðvarðarpar Man. United í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Jose Mourinho: 1. Jones/Bailly 9 leikir (88.9% sigurhlutfall) 2. Lindelof/Smalling 7 leikir (86% sigurhlutfall) 3. Bailly/Smalling 7 leikir (55% sigurhlutfall) 4. Lindelof/Bailly 2 leikir (50% sigurhlutfall) 5. Smalling/Jones 13 leikir (46.1% sigurhlutfall) 6. Lindelof/Jones 2 leikir (0% sigurhlutfall)
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira