Tilvistarkreppan í Krikanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. ágúst 2018 07:00 Ólafur hefur átt erfitt uppdráttar með lið FH í sumar vísir/bára Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var gestur Pepsi-markanna í fyrrakvöld þar sem hann sat fyrir svörum um slælegt gengi Fimleikafélagsins í sumar. Ólafur er ekki bara fær þjálfari heldur líka góður sjónvarpsmaður og frammistaða hans í þættinum var prýðileg. Hann var opinn og hreinskilinn, tók ábyrgð og kastaði leikmönnum sínum ekki fyrir ljónin. Hann gaf jafnframt stuðningsmönnum FH og öðrum fótboltaáhugamönnum innsýn í þau verkefni og vandamál sem hann þarf að leysa. Og það er engin vöntun á þeim. Þegar Ólafur tók við FH fékk hann það verkefni að feta í ein stærstu spor íslenskrar fótboltasögu; að taka við af farsælasta þjálfara seinni tíma, Heimi Guðjónssyni. Hann stýrði FH í tíu tímabil. Á þeim tíma urðu FH-ingar fimm sinnum Íslandsmeistarar, einu sinni bikarmeistarar og enduðu fjórum sinnum í 2. sæti Pepsi-deildarinnar. En eftir að FH varð í 3. sæti í fyrra, fyrsta tímabilið síðan 2002 sem FH-ingar enduðu ekki í öðru tveggja efstu sætanna, ákváðu forráðamenn FH að breyta til, létu Heimi fara og réðu Ólaf í hans stað. Verkefni Ólafs er stórt og mikið og stærra en hann gerði sér grein fyrir eins og hann viðurkenndi í Pepsi-mörkunum. Hann þarf ekki bara að berjast við að halda FH áfram á toppnum heldur að endurnýja leikmannahópinn í leiðinni, auk þess að setja sitt mark á liðið og leikstíl þess. Árangurinn í ár er ekki góður. FH-ingar eru í 5. sæti Pepsi-deildarinnar, dottnir út úr Mjólkurbikarnum og hafa aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum í öllum keppnum. FH hefur tekið þátt í Evrópukeppni samfleytt síðan 2004 en nú er liðið þremur stigum frá Evrópusæti þegar fimm umferðum er ólokið. Miklar breytingar urðu á leikmannahópi FH í vetur. Meira en tíu leikmenn komu og annar eins fjöldi fór. Leikmannakaupin hafa heppnast misvel, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og margir af nýju leikmönnunum hafa valdið vonbrigðum. FH-ingar hafa reyndar verið brokkgengir á félagaskiptamarkaðinum síðustu ár en það hefur ekki komið að sök því kjarninn í liðinu hefur verið sterkur og hlutir eins og föst leikatriði verið í lagi. Sú er ekki raunin í dag. Eins og Ólafur komst ágætlega að orði í Pepsi-mörkunum er FH í hálfgerðri tilvistarkreppu eins og staðan er núna. Síðustu tvö árin hefur gefið á bátinn og FH-ingar eru í breytingaferli. Tímabilið í ár verður alltaf undir væntingum en að ná Evrópusæti myndi gera það ásættanlegt. Og það myndi líka gefa Ólafi meiri tíma og andrými í því vandasama verkefni sem hann stendur frammi fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, var gestur Pepsi-markanna í fyrrakvöld þar sem hann sat fyrir svörum um slælegt gengi Fimleikafélagsins í sumar. Ólafur er ekki bara fær þjálfari heldur líka góður sjónvarpsmaður og frammistaða hans í þættinum var prýðileg. Hann var opinn og hreinskilinn, tók ábyrgð og kastaði leikmönnum sínum ekki fyrir ljónin. Hann gaf jafnframt stuðningsmönnum FH og öðrum fótboltaáhugamönnum innsýn í þau verkefni og vandamál sem hann þarf að leysa. Og það er engin vöntun á þeim. Þegar Ólafur tók við FH fékk hann það verkefni að feta í ein stærstu spor íslenskrar fótboltasögu; að taka við af farsælasta þjálfara seinni tíma, Heimi Guðjónssyni. Hann stýrði FH í tíu tímabil. Á þeim tíma urðu FH-ingar fimm sinnum Íslandsmeistarar, einu sinni bikarmeistarar og enduðu fjórum sinnum í 2. sæti Pepsi-deildarinnar. En eftir að FH varð í 3. sæti í fyrra, fyrsta tímabilið síðan 2002 sem FH-ingar enduðu ekki í öðru tveggja efstu sætanna, ákváðu forráðamenn FH að breyta til, létu Heimi fara og réðu Ólaf í hans stað. Verkefni Ólafs er stórt og mikið og stærra en hann gerði sér grein fyrir eins og hann viðurkenndi í Pepsi-mörkunum. Hann þarf ekki bara að berjast við að halda FH áfram á toppnum heldur að endurnýja leikmannahópinn í leiðinni, auk þess að setja sitt mark á liðið og leikstíl þess. Árangurinn í ár er ekki góður. FH-ingar eru í 5. sæti Pepsi-deildarinnar, dottnir út úr Mjólkurbikarnum og hafa aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum í öllum keppnum. FH hefur tekið þátt í Evrópukeppni samfleytt síðan 2004 en nú er liðið þremur stigum frá Evrópusæti þegar fimm umferðum er ólokið. Miklar breytingar urðu á leikmannahópi FH í vetur. Meira en tíu leikmenn komu og annar eins fjöldi fór. Leikmannakaupin hafa heppnast misvel, svo ekki sé fastar að orði kveðið, og margir af nýju leikmönnunum hafa valdið vonbrigðum. FH-ingar hafa reyndar verið brokkgengir á félagaskiptamarkaðinum síðustu ár en það hefur ekki komið að sök því kjarninn í liðinu hefur verið sterkur og hlutir eins og föst leikatriði verið í lagi. Sú er ekki raunin í dag. Eins og Ólafur komst ágætlega að orði í Pepsi-mörkunum er FH í hálfgerðri tilvistarkreppu eins og staðan er núna. Síðustu tvö árin hefur gefið á bátinn og FH-ingar eru í breytingaferli. Tímabilið í ár verður alltaf undir væntingum en að ná Evrópusæti myndi gera það ásættanlegt. Og það myndi líka gefa Ólafi meiri tíma og andrými í því vandasama verkefni sem hann stendur frammi fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn John Cena hættur að glíma Sport „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira