Aretha Franklin lést í síðustu viku, en hún var ein vinsælasta sálarsöngkona heimsins, vann meðal annars til átján Grammy verðlauna á ferli sínum og var eitt þekktasta nafnið í tónlistarheiminum. Það þótti því við hæfi að söngkonunnar yrði minnst á MTV tónlistarhátíðinni, en mörgum þótti Madonna fara illa með augnablikið.
Sjá einnig: Ræða Madonnu til heiðurs Arethu Franklin gagnrýnd
Madonna hefur nú svarað fyrir sig, en í færslu á Instagram-reikningi söngkonunnar segir hún að hún hafi einungis verið beðin um að kynna verðlaun fyrir tónlistarmyndband ársins og segja frá augnablikum á ferli sínum sem gætu haft tengingu við Franklin.
Im with the Winner!! The beautiful @camila_cabello ! So proud of her!. And just to clarify: I was asked to present video of the year by MTV! And then they asked me to share any anecdotes I had in my career connected to Aretha Franklin! I shared a part of my journey and thanked Aretha for inspiring me along the way. I did not intend to do a tribute to her! That would be impossible in 2 minutes with all the noise and tinsel of an award show. I could never do her justice in this context or environment. Unfortunately most people have short attention spans, and are so quick to judge. I love Aretha! R.E.S.P.E.C.T.. I Love Camilla! Congrats! I LOVE my dress! AND. I love-L O V E!! and there is nothing anyone can say or do that will change that. #vmas #postivevibes
A post shared by Madonna (@madonna) on Aug 21, 2018 at 9:23am PDT
Þá segir hún ræðuna ekki hafa verið til þess fallna að heiðra minningu söngkonunnar, það hefði aldrei verið hægt á einungis tveimur mínútum á verðlaunahátíð.
„Ég hefði aldrei náð að gera ferli hennar nægileg skil í þessu samhengi eða umhverfi.“
Madonna segist eiga Franklin margt að þakka á ferli sínum og hún hafi verið henni mikill innblástur. Þá óskaði hún Camillu Cabello til hamingju með sigurinn, en hún hlaut verðlaunin fyrir myndband ársins.