Lífið

Sjáðu stemninguna baksviðs í garðpartý Bylgjunnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stebbi Jak með eldheitum aðdáanda og Páll Óskar á leiðinni á sviðið.
Stebbi Jak með eldheitum aðdáanda og Páll Óskar á leiðinni á sviðið. vísir/vilhelm
Hið árlega garðpartý Bylgjunnar fór fram í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt á laugardaginn. Veislan hófst klukkan 18 og stóð yfir til að verða ellefu.

Hljómskálagarðurinn með sinni stóru grasflöt bauð upp á eitthvað fyrir alla fjölskylduna, en meðal þeirra listamanna sem komu fram voru Karma Brigade, Raven, Stjórnin, Dimma, Helgi Björnsson, Amabadama og Páll Óskar lokaði kvöldinu.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu og fangaði andrúmsloftið baksviðs eins og sjá má hér að neðan.

Listamenn að gera sig klára til að stíga á sviðið.vísir/vilhelm
Grétar Örvarson var klár í slaginn.vísir/vilhelm
Jói Dans sá um sviðstjórnina.vísir/vilhelm
Listamennirnir gátu slakað á inni í tjaldi þar sem nóg var af veitingum.vísir/vilhelm
Sigga og Grétar fóru á kostum á sviðinu.vísir/vilhelm
DJ Aníta var í miklu fjöri.vísir/vilhelm
Samúel Jón Samúelsson átti góða takta á laugardagskvöldið.Vísir/vilhelm
Sveitin Amabadama fór á kostum á sviðinu.Vísir/vilhelm





Fleiri fréttir

Sjá meira


×