Fjölmargir karlmenn féllu í Tinder-gildru á Union Square: „Ég er orðinn of gamall fyrir þetta drasl“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 00:03 Einn vonbiðlanna segir uppátækið vera til marks um fall siðmenningarinnar. vísir/getty Tæplega 200 karlmenn mættu á Union Square í Manhattan síðasta sunnudag því þeir héldu allir sem einn að þeir væru að fara á stefnumót með ungri konu að nafni Natasha Aponte. Einn þessarra vonbiðla sagði frá raunum sínum af grimmúðlegri stefnumótamenningu á Twittersíðu sinni. Þar lýsir hann samskiptum sínum við hina dularfullu Aponte. Þau lýstu yfir hrifningu sinni á hvort öðru á Tinder í júnímánuði og hófu að spjalla saman í gegnum smáskilaboð í framhaldinu. Ekki leið á löngu þar til Aponte sagði honum frá því að það sé svo mikið að gera í vinnunni og að hún neyddist til þess að gera vikuhlé á spjallinu þeirra á milli. Hún ítrekaði að hún væri ekki að slíta „vef-sambandinu“, hún þyrfti einungis að einbeita sér að vinnunni því mikilvæg kynning væri á döfinni á næstu dögum. Karlmaðurinn sýndi þessum aðstæðum fullan skilning þrátt fyrir að innst inni hafi hann óttast að Aponte hefði engan áhuga á sér og að þetta væri bara afsökun. Það var síðan í síðustu viku sem hann fékk skyndilega skilaboð frá Aponte þar sem hún bað hann um að koma með sér á stefnumót á Union Squre. Hún sagði honum að vinur sinn, sem væri plötusnúður, væri að spila á torginu. Vonbiðillinn þáði boðið og var spenntur að hitta Aponte á stefnumóti þrátt fyrir að nokkur tími væri liðinn síðan þau spjölluðu síðast. Þegar hann mætti síðan daginn eftir, síðasta sunnudag, á torgið þar sem vinur Aponte var að spila, þá tók hann eftir því að þar voru mættir á annað hundrað karlmenn sem litu út fyrir að vera frekar taugaóstyrkir og leitandi. Skyndilega hætti tónlistin og dökkhærð kona stóð fyrir miðju sviðsins með hljóðnema í hönd. Aponte brýndi raustina og sagði: „Ég þarf að játa eitt. Allir sem eru mættir hér í dag eru hingað komnir til að fara á stefnumót með mér.“ Aponte hafði þá sent öllum þessum karlmönnum sömu skilaboðin. Hún sagðist vera búin að fá leið á stefnumótaforritum og þess vegna væri hún að blása til eins konar stefnumótakeppni þar sem karlmennirnir myndu keppa um hylli hennar. Hún sagðist þá ætla að fara á stefnumót með þeim sem ynni keppnina, ekki ólíkt fyrirkomulaginu í raunveruleikaþáttunum The Bachelor nema hvað þar eru allir meðvitaðir um hvað er í gangi fyrirfram. Aponte bað þá um að mynda einfalda röð og halda ræðu um hvers vegna þeir vildu fara á stefnumót með henni, hún efndi til armbeygjukeppni og þá útilokaði hún alla þá sem voru undir tiltekinni hæð og þá sem hétu Jimmy – henni geðjast víst ekki að því nafni. Maðurinn sem greindi frá raunum sínum á Twitter tók ekki þátt í þessari Tinder-keppni og var miður sín yfir því hvernig komið væri fyrir siðmenningunni. Þetta væri skýrt merki um fall hennar og til marks um það hversu erfitt það væri að kynnast fólki á 21. öldinni. „Ég er orðinn of gamall fyrir þetta drasl,“ sagði maðurinn sem bætti við að hann treysti engum eftir þessa lífsreynslu.The scene pic.twitter.com/U0ROAWKDQc— миша (@bvdhai) August 19, 2018 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Tæplega 200 karlmenn mættu á Union Square í Manhattan síðasta sunnudag því þeir héldu allir sem einn að þeir væru að fara á stefnumót með ungri konu að nafni Natasha Aponte. Einn þessarra vonbiðla sagði frá raunum sínum af grimmúðlegri stefnumótamenningu á Twittersíðu sinni. Þar lýsir hann samskiptum sínum við hina dularfullu Aponte. Þau lýstu yfir hrifningu sinni á hvort öðru á Tinder í júnímánuði og hófu að spjalla saman í gegnum smáskilaboð í framhaldinu. Ekki leið á löngu þar til Aponte sagði honum frá því að það sé svo mikið að gera í vinnunni og að hún neyddist til þess að gera vikuhlé á spjallinu þeirra á milli. Hún ítrekaði að hún væri ekki að slíta „vef-sambandinu“, hún þyrfti einungis að einbeita sér að vinnunni því mikilvæg kynning væri á döfinni á næstu dögum. Karlmaðurinn sýndi þessum aðstæðum fullan skilning þrátt fyrir að innst inni hafi hann óttast að Aponte hefði engan áhuga á sér og að þetta væri bara afsökun. Það var síðan í síðustu viku sem hann fékk skyndilega skilaboð frá Aponte þar sem hún bað hann um að koma með sér á stefnumót á Union Squre. Hún sagði honum að vinur sinn, sem væri plötusnúður, væri að spila á torginu. Vonbiðillinn þáði boðið og var spenntur að hitta Aponte á stefnumóti þrátt fyrir að nokkur tími væri liðinn síðan þau spjölluðu síðast. Þegar hann mætti síðan daginn eftir, síðasta sunnudag, á torgið þar sem vinur Aponte var að spila, þá tók hann eftir því að þar voru mættir á annað hundrað karlmenn sem litu út fyrir að vera frekar taugaóstyrkir og leitandi. Skyndilega hætti tónlistin og dökkhærð kona stóð fyrir miðju sviðsins með hljóðnema í hönd. Aponte brýndi raustina og sagði: „Ég þarf að játa eitt. Allir sem eru mættir hér í dag eru hingað komnir til að fara á stefnumót með mér.“ Aponte hafði þá sent öllum þessum karlmönnum sömu skilaboðin. Hún sagðist vera búin að fá leið á stefnumótaforritum og þess vegna væri hún að blása til eins konar stefnumótakeppni þar sem karlmennirnir myndu keppa um hylli hennar. Hún sagðist þá ætla að fara á stefnumót með þeim sem ynni keppnina, ekki ólíkt fyrirkomulaginu í raunveruleikaþáttunum The Bachelor nema hvað þar eru allir meðvitaðir um hvað er í gangi fyrirfram. Aponte bað þá um að mynda einfalda röð og halda ræðu um hvers vegna þeir vildu fara á stefnumót með henni, hún efndi til armbeygjukeppni og þá útilokaði hún alla þá sem voru undir tiltekinni hæð og þá sem hétu Jimmy – henni geðjast víst ekki að því nafni. Maðurinn sem greindi frá raunum sínum á Twitter tók ekki þátt í þessari Tinder-keppni og var miður sín yfir því hvernig komið væri fyrir siðmenningunni. Þetta væri skýrt merki um fall hennar og til marks um það hversu erfitt það væri að kynnast fólki á 21. öldinni. „Ég er orðinn of gamall fyrir þetta drasl,“ sagði maðurinn sem bætti við að hann treysti engum eftir þessa lífsreynslu.The scene pic.twitter.com/U0ROAWKDQc— миша (@bvdhai) August 19, 2018
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent