Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Víkingur 2-2 │Fjölnir jafnaði á 94. mínútu Þór Símon Hafþórsson á Extra vellinum skrifar 20. ágúst 2018 21:00 vísir/daníel Fjölnir fékk Víking í heimsókn í sex stiga fallslag í Grafarvoginum í kvöld en bæði lið þurftu nauðsynlega á þremur stigum að halda. Fjölnir byrjuðu leikinn betur og það var Fjölnir sem skoraði fyrsta mark leiksins er Ægir Jarl slapp einn innfyrir vörn Víkinga eftir skrautlegan varnarleik og lúðraði boltanum í fjær hornið. Staðan 1-0, Fjölni í vil í hálfleik, en liðið náði ekki að halda uppteknum hætti í seinni hálfleik er Víkingar náðu að taka völdin. Rick Ten Voorde eða Rikki TV eins og hann er gjarnan þekktur jafnaði metinn eftir, aftur, skrautlegan varnarleik þar sem Geoffrey Castillion náði að koma boltanum á Rikka áður en hann afgreiddi hann í netið. Staðan orðin jöfn en þrátt fyrir gott spil Víkinga þá fengu Fjölnir að því virtist sannkallaða gjöf er Einar Ingi, dómari leiksins, gaf liðinu vítaspyrnu. Ansi fróðlegt var það því samkvæmt heimildum undirritaðs þá var það Helgi Mikael, fjórði dómari, sem dæmdi vítaspyrnuna eftir að Einar hafði við fyrstu sýn látið leikinn halda áfram. Upp steig Þórir Guðjónsson en Andreas Larsen sá við rauðhærða framherjanum og varði vítið þrátt fyrir að spyrnan virtist vera fín. Stuttu seinna refsaði Arnþór Ingi leikmaður Víking þetta er hann fylgdi eftir skoti Geoffrey Castillion og kom Víkingum yfir. En eins og svo oft áður, einmitt þegar von Fjölnis manna var að renna út, mistókust Víkingum að halda í forystu og Fjölnir jöfnuðu leikinn á bókstaflega lokasekúndum leiksins. Lokatölur 2-2 í þessum sex stiga fallslag.Afhverju varð jafntefli? Bæði lið gengu af velli í kvöld pirruð yfir að hafa ekki unnið. Fjölnir voru miklu betri í þeim fyrri og áttu fín færi til að klára einvígið áður en það náði að byrja. En engu að síður voru Víkingar með þetta í höndum sér í seinni hálfleik og þegar þeir komust yfir stuttu eftir að Larsen varði vítaspyrnu frá Fjölni hélt maður að þetta væri komið. Fjölnir fengu fullt af færum til að jafna en alltaf virtist Víkingar redda sér. Það er því með ólíkindum að liðið fái enn og aftur mark á sig upp úr engu. Liðin skipta á milli sín stigunum sem er vont að kyngja enda hefði sigur gefið öðru hvoru liðinu svo mikið, mikið, meira en þetta eina litla stig.Hverjir stóðu upp úr? Andreas Larsen var, eins og oft áður, flottur í marki Víkinga en hann varði oft á tíðum frábærlega og bætti við rúsínu í pylsu endann með því að verja víti á ögurstundu. Arnþór Ingi var einnig mjög flottur í miðverðinum en ég viðurkenni að kasta þessum nöfnum fram hefði verið betra ef liðið hefði svona einu sinni náð að klára leikinn með sigri. Það voru engir Fjölnismenn sem gripu augað mitt sérstaklega í seinni hálfleik. Birnir Snær átti hinsvegar fína spretti í fyrri hálfleik ásamt Ægi Jarl sem skoraði fyrra mark Fjölnis.Hvað gekk illa? Hjá báðum liðum: Að klára leikinn! Fjölnir áttu fullt af fínum færum í fyrri hálfleik og fékk þar að auki vítaspyrnu til þess að komast yfir á síðustu tuttugu mínútunum. Það á að teljast nóg í flestum tilvika. Víkingar jafna og sjá markvörðin sinn verja vítaspyrnu áður en þeir komast yfir stuttu seinna. Þegar þú landar svona rosalegu kjaftshöggi á það að vera nóg til að landa sigri en nei. Það er smá fallbragur á bæði liðum satt að segja. Fjölnir lykta meira en Víkingar en bæði lið eru í vandræðum. Það er á hreinu.Hvað gerist næst? Víkingar fá KA í heimsókn en síðustu fimm leikir Víkings eru: KA (h), ÍBV (ú), FH (h), Keflavík (ú) og KR (h). Fjölnir er hinsvegar með: Valur (ú), Stjarnan (h), Grindavík (ú), Breiðablik (h) og Fylkir (ú). Ég veit ekki með ykkur en það er augljóst hvaða dagskrá ég væri frekar til í. Fjölnir á eftir að mæta öllum þremur toppliðunum og á þar að auki Grindavík og fallslag gegn Fylki eftir. Ég svitna bara við tilhugsunina.Halldór Smári: Finnst eins og allt sé á móti okkur „Ég held að fyrstu viðbrögð séu svekkelsi. Okkur finnst eins og allt sé á móti okkur. Týpískt fyrir lið sem er búið að vera í veseni og lítið búið að ganga upp hjá að fá svona mark á sig á lokasekúndunum. Þetta er mjög sárt,“ sagði Halldór Smári, fyrirliði Víkinga, sem horfði upp á Guðmund Karl jafna metin gegn Víkingum djúpt inn í uppbótartíma. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Víkingur á erfitt með að halda í forystu í sumar og kann Halldór litlar skýringar á hverju það standi. „Það er eitthvað sem gerist og ef við vissum hvað það var þá værum við kannski búnir að koma í veg fyrir það. Þetta er eitthvað „panic“ í liðinu,“ sagði Halldór sem ýjar að því að kannski þurfi Víkingur að virða stigið en að hann sé á sama tíma grautfúll. „Ef við hefðum unnið værum við sex stigum frá Fjölni og fimm leikir eftir sem hefði verið ásættanlegt úr því sem komið var. En við hefðum svosem tekið stigið í hálfleik þannig við verðum að láta það duga.“ Næsti leikur Víkinga er gegn KA á heimavelli og segir Halldór hann og hans menn staðráðna í að sigra þann leik. „KA er lið sem við eigum að geta unnið og ef við spilum eins og við gerðum í seinni hállfeik þá fer það vonandi vel.“ Logi Ólafsson: Menn trúðu að þetta væri komið - Grátlegt „Held við séum allir svekktir. Þegar við erum yfir og bara uppbótartími eftir þá eigum við undir öllum kringumstæðum að landa sigri,“ sagði svekktur Logi Ólafsson, þjálfari Víkinga, eftir 2-2 jafntefli gegn Fjölni. „Við viljum horfa á það sem er að gerast nær okkur. Spiluðum ágætis leik gegn Grindavík og fylgdum því eftir með fínni frammistöðu gegn Blikum að undanskyldum föstum leikatriðum þremur sem gáfu mark,“ sagði Logi sem kýs að horfa á björtu hliðarnar í kvöld. „Við sýndum styrk í kvöld þegar við lendum undir og jöfnum áður en við komumst svo yfir en ég ítreka það að grátlegt að fara ekki með þrjú stig héðan,“ sagði Logi en hvaða skýring er á því að Víkingar eigi jafn erfitt með að halda í forystu og raun ber vitni? „Í kvöld var það kannski einbeitingarleysi. Sluppum fyrir horn nokkrum sinnum í leiknum. Sindri bjargar á línu og Larsen ver víti þannig menn trúðu því að þetta væri komið. En þetta er grátlegt,“ sagði Logi sem horfir fram á veginn. „Við höldum bara áfram að reyna að laga okkur mál, ná í stig og vinna leiki. Við ráðum þessu sjálfir. Það er enginn sem mun gera neitt fyrir okkur.“Ólafur Páll: Hundfúll og svekktur Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis, var hundsvekktur í leikslok þrátt fyrir dramatískt jöfnunarmark á lokasekúndum leiksins í 2-2 jafntefli Víkinga og Fjölnis í Grafarvoginum í kvöld. „Ég er hundfúll og svekktur yfir því að hafa ekki unnið leikinn. Sérstaklega miðað við hvernig við spiluðum fyrri hálfleikinn þá byrjum við ekki síðari vel og það var okkur að falli,“ sagði Ólafur og segir að Fjölnir hefði átt að klára leikinn í fyrri hálfleik. „Klaufaskapur hjá okkur að vera ekki með stærra forskot í fyrri hálfleik og svo fáum við fullt af tækifærum í seinni hálfleik. Alls ekki gott og ég er hundsvekktur,“ sagði Ólafur sem kýs að vera bjartsýnn þrátt fyrir að síðustu fimm leikir Fjölnis séu ansi erfitt en leikir gegn toppliðunum þremur, Stjörnunni, Val og Breiðablik eru framundan ásamt erfiðum útileikjum gegn Grindavík og mögulegur sex stiga fallslagur í lokaumferðinni. „Við erum með tvö lið fyrir neðan okkur þannig þetta er i okkar höndum sem er jákvætt. Við þurfum að treysta á sjálfa okkur en þetta er orðin mjög brött brekka,“ sagði Ólafur og segir gengið vissulega hafa áhrif á hópinn en Fjölnir hefur ekki unnið í sjö síðustu leikjum sínum sem hafa skilað fjórum stigum. „Það hefur áhrif á sálina að ná ekki að breyta þessum jafnteflum í sigra,“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Það er eðilega þungt núna strax eftir leikinn en það þýðir ekkert annað en að berja saman bökum og vinna okkur úr þessu. Jákvæðni fleytir okkur langt.“Guðmundur Karl: Mjög slæmt ástand - Reynum að hafa trú Guðmundur Karl var í kvöld hetja Fjölnis er hann jafnaði metin á lokasekúndum leiksins gegn Víkingum í Pepsi deild karla en leikurinn endaði 2-2. Þrátt fyrir jöfnunarmarkið var ekki bjart yfir Guðmundi en Fjölnir hefði þurft á sigri að halda í kvöld. „Úr því sem komið var þá var fínt að fá stig og höldum Víkingum allavega í augsýn. Hefði auðvitað verið mjög slæmt að tapa þessum leik,“ sagði Guðmundur sem segir það pirrandi að hafa ekki klárað leikinn með sigri. „Mér fannst við vera góðir í fyrri hálfleik og áttum að nýta færin okkar betur til að gera út um leikinn. Svo fáum við þetta víti líka en Víkingar komu sterkir inn í seinni hálfleikinn. Pirrandi að fylgja ekki eftir góðri spilamennskunni í fyrri hálfleik eftir í þeim seinni,“ sagði Guðmundur en í stöðunni 1-1 fékk Fjölnir vítaspyrnu sem Andreas Larsen varði vel frá Þóri Guðjónssyni. Hann viðurkennir fúslega að ástandið sé slæmt en nú þegar fimm leikir eru eftir á Fjölnir eftir að mæta þremur efstu liðunum ásamt Grindavík og Fylki á útivelli. Gífurlega erfitt verkefni svo ekki sé meira sagt. „Þetta er mjög slæmt ástand og alls ekki bjart yfir þessu. Verðum að reyna að hafa trú á þessu og sækja einhverja punkta og vonast eftir hagstæðum úrslitum. Það er eina sem við getum gert núna,“ sagði Guðmundur og hélt áfram. „Það er allavega enginn að fara að gera þetta fyrir okkur. Við þurfum að hafa trú á verkefninu og vilja þetta. Ef við hefðum viljað þetta aðeins meira í kvöld þá hefðum við kannski unnið þennan leik,“ sagði Guðmundur en stigið lyfti liðinu upp úr fallsæti en eins og staðan er þá er liðið með 16 stig, jafnmörg og Fylkir sem situr nú í 11. sæti. Pepsi Max-deild karla
Fjölnir fékk Víking í heimsókn í sex stiga fallslag í Grafarvoginum í kvöld en bæði lið þurftu nauðsynlega á þremur stigum að halda. Fjölnir byrjuðu leikinn betur og það var Fjölnir sem skoraði fyrsta mark leiksins er Ægir Jarl slapp einn innfyrir vörn Víkinga eftir skrautlegan varnarleik og lúðraði boltanum í fjær hornið. Staðan 1-0, Fjölni í vil í hálfleik, en liðið náði ekki að halda uppteknum hætti í seinni hálfleik er Víkingar náðu að taka völdin. Rick Ten Voorde eða Rikki TV eins og hann er gjarnan þekktur jafnaði metinn eftir, aftur, skrautlegan varnarleik þar sem Geoffrey Castillion náði að koma boltanum á Rikka áður en hann afgreiddi hann í netið. Staðan orðin jöfn en þrátt fyrir gott spil Víkinga þá fengu Fjölnir að því virtist sannkallaða gjöf er Einar Ingi, dómari leiksins, gaf liðinu vítaspyrnu. Ansi fróðlegt var það því samkvæmt heimildum undirritaðs þá var það Helgi Mikael, fjórði dómari, sem dæmdi vítaspyrnuna eftir að Einar hafði við fyrstu sýn látið leikinn halda áfram. Upp steig Þórir Guðjónsson en Andreas Larsen sá við rauðhærða framherjanum og varði vítið þrátt fyrir að spyrnan virtist vera fín. Stuttu seinna refsaði Arnþór Ingi leikmaður Víking þetta er hann fylgdi eftir skoti Geoffrey Castillion og kom Víkingum yfir. En eins og svo oft áður, einmitt þegar von Fjölnis manna var að renna út, mistókust Víkingum að halda í forystu og Fjölnir jöfnuðu leikinn á bókstaflega lokasekúndum leiksins. Lokatölur 2-2 í þessum sex stiga fallslag.Afhverju varð jafntefli? Bæði lið gengu af velli í kvöld pirruð yfir að hafa ekki unnið. Fjölnir voru miklu betri í þeim fyrri og áttu fín færi til að klára einvígið áður en það náði að byrja. En engu að síður voru Víkingar með þetta í höndum sér í seinni hálfleik og þegar þeir komust yfir stuttu eftir að Larsen varði vítaspyrnu frá Fjölni hélt maður að þetta væri komið. Fjölnir fengu fullt af færum til að jafna en alltaf virtist Víkingar redda sér. Það er því með ólíkindum að liðið fái enn og aftur mark á sig upp úr engu. Liðin skipta á milli sín stigunum sem er vont að kyngja enda hefði sigur gefið öðru hvoru liðinu svo mikið, mikið, meira en þetta eina litla stig.Hverjir stóðu upp úr? Andreas Larsen var, eins og oft áður, flottur í marki Víkinga en hann varði oft á tíðum frábærlega og bætti við rúsínu í pylsu endann með því að verja víti á ögurstundu. Arnþór Ingi var einnig mjög flottur í miðverðinum en ég viðurkenni að kasta þessum nöfnum fram hefði verið betra ef liðið hefði svona einu sinni náð að klára leikinn með sigri. Það voru engir Fjölnismenn sem gripu augað mitt sérstaklega í seinni hálfleik. Birnir Snær átti hinsvegar fína spretti í fyrri hálfleik ásamt Ægi Jarl sem skoraði fyrra mark Fjölnis.Hvað gekk illa? Hjá báðum liðum: Að klára leikinn! Fjölnir áttu fullt af fínum færum í fyrri hálfleik og fékk þar að auki vítaspyrnu til þess að komast yfir á síðustu tuttugu mínútunum. Það á að teljast nóg í flestum tilvika. Víkingar jafna og sjá markvörðin sinn verja vítaspyrnu áður en þeir komast yfir stuttu seinna. Þegar þú landar svona rosalegu kjaftshöggi á það að vera nóg til að landa sigri en nei. Það er smá fallbragur á bæði liðum satt að segja. Fjölnir lykta meira en Víkingar en bæði lið eru í vandræðum. Það er á hreinu.Hvað gerist næst? Víkingar fá KA í heimsókn en síðustu fimm leikir Víkings eru: KA (h), ÍBV (ú), FH (h), Keflavík (ú) og KR (h). Fjölnir er hinsvegar með: Valur (ú), Stjarnan (h), Grindavík (ú), Breiðablik (h) og Fylkir (ú). Ég veit ekki með ykkur en það er augljóst hvaða dagskrá ég væri frekar til í. Fjölnir á eftir að mæta öllum þremur toppliðunum og á þar að auki Grindavík og fallslag gegn Fylki eftir. Ég svitna bara við tilhugsunina.Halldór Smári: Finnst eins og allt sé á móti okkur „Ég held að fyrstu viðbrögð séu svekkelsi. Okkur finnst eins og allt sé á móti okkur. Týpískt fyrir lið sem er búið að vera í veseni og lítið búið að ganga upp hjá að fá svona mark á sig á lokasekúndunum. Þetta er mjög sárt,“ sagði Halldór Smári, fyrirliði Víkinga, sem horfði upp á Guðmund Karl jafna metin gegn Víkingum djúpt inn í uppbótartíma. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Víkingur á erfitt með að halda í forystu í sumar og kann Halldór litlar skýringar á hverju það standi. „Það er eitthvað sem gerist og ef við vissum hvað það var þá værum við kannski búnir að koma í veg fyrir það. Þetta er eitthvað „panic“ í liðinu,“ sagði Halldór sem ýjar að því að kannski þurfi Víkingur að virða stigið en að hann sé á sama tíma grautfúll. „Ef við hefðum unnið værum við sex stigum frá Fjölni og fimm leikir eftir sem hefði verið ásættanlegt úr því sem komið var. En við hefðum svosem tekið stigið í hálfleik þannig við verðum að láta það duga.“ Næsti leikur Víkinga er gegn KA á heimavelli og segir Halldór hann og hans menn staðráðna í að sigra þann leik. „KA er lið sem við eigum að geta unnið og ef við spilum eins og við gerðum í seinni hállfeik þá fer það vonandi vel.“ Logi Ólafsson: Menn trúðu að þetta væri komið - Grátlegt „Held við séum allir svekktir. Þegar við erum yfir og bara uppbótartími eftir þá eigum við undir öllum kringumstæðum að landa sigri,“ sagði svekktur Logi Ólafsson, þjálfari Víkinga, eftir 2-2 jafntefli gegn Fjölni. „Við viljum horfa á það sem er að gerast nær okkur. Spiluðum ágætis leik gegn Grindavík og fylgdum því eftir með fínni frammistöðu gegn Blikum að undanskyldum föstum leikatriðum þremur sem gáfu mark,“ sagði Logi sem kýs að horfa á björtu hliðarnar í kvöld. „Við sýndum styrk í kvöld þegar við lendum undir og jöfnum áður en við komumst svo yfir en ég ítreka það að grátlegt að fara ekki með þrjú stig héðan,“ sagði Logi en hvaða skýring er á því að Víkingar eigi jafn erfitt með að halda í forystu og raun ber vitni? „Í kvöld var það kannski einbeitingarleysi. Sluppum fyrir horn nokkrum sinnum í leiknum. Sindri bjargar á línu og Larsen ver víti þannig menn trúðu því að þetta væri komið. En þetta er grátlegt,“ sagði Logi sem horfir fram á veginn. „Við höldum bara áfram að reyna að laga okkur mál, ná í stig og vinna leiki. Við ráðum þessu sjálfir. Það er enginn sem mun gera neitt fyrir okkur.“Ólafur Páll: Hundfúll og svekktur Ólafur Páll Snorrason, þjálfari Fjölnis, var hundsvekktur í leikslok þrátt fyrir dramatískt jöfnunarmark á lokasekúndum leiksins í 2-2 jafntefli Víkinga og Fjölnis í Grafarvoginum í kvöld. „Ég er hundfúll og svekktur yfir því að hafa ekki unnið leikinn. Sérstaklega miðað við hvernig við spiluðum fyrri hálfleikinn þá byrjum við ekki síðari vel og það var okkur að falli,“ sagði Ólafur og segir að Fjölnir hefði átt að klára leikinn í fyrri hálfleik. „Klaufaskapur hjá okkur að vera ekki með stærra forskot í fyrri hálfleik og svo fáum við fullt af tækifærum í seinni hálfleik. Alls ekki gott og ég er hundsvekktur,“ sagði Ólafur sem kýs að vera bjartsýnn þrátt fyrir að síðustu fimm leikir Fjölnis séu ansi erfitt en leikir gegn toppliðunum þremur, Stjörnunni, Val og Breiðablik eru framundan ásamt erfiðum útileikjum gegn Grindavík og mögulegur sex stiga fallslagur í lokaumferðinni. „Við erum með tvö lið fyrir neðan okkur þannig þetta er i okkar höndum sem er jákvætt. Við þurfum að treysta á sjálfa okkur en þetta er orðin mjög brött brekka,“ sagði Ólafur og segir gengið vissulega hafa áhrif á hópinn en Fjölnir hefur ekki unnið í sjö síðustu leikjum sínum sem hafa skilað fjórum stigum. „Það hefur áhrif á sálina að ná ekki að breyta þessum jafnteflum í sigra,“ sagði Ólafur og hélt áfram. „Það er eðilega þungt núna strax eftir leikinn en það þýðir ekkert annað en að berja saman bökum og vinna okkur úr þessu. Jákvæðni fleytir okkur langt.“Guðmundur Karl: Mjög slæmt ástand - Reynum að hafa trú Guðmundur Karl var í kvöld hetja Fjölnis er hann jafnaði metin á lokasekúndum leiksins gegn Víkingum í Pepsi deild karla en leikurinn endaði 2-2. Þrátt fyrir jöfnunarmarkið var ekki bjart yfir Guðmundi en Fjölnir hefði þurft á sigri að halda í kvöld. „Úr því sem komið var þá var fínt að fá stig og höldum Víkingum allavega í augsýn. Hefði auðvitað verið mjög slæmt að tapa þessum leik,“ sagði Guðmundur sem segir það pirrandi að hafa ekki klárað leikinn með sigri. „Mér fannst við vera góðir í fyrri hálfleik og áttum að nýta færin okkar betur til að gera út um leikinn. Svo fáum við þetta víti líka en Víkingar komu sterkir inn í seinni hálfleikinn. Pirrandi að fylgja ekki eftir góðri spilamennskunni í fyrri hálfleik eftir í þeim seinni,“ sagði Guðmundur en í stöðunni 1-1 fékk Fjölnir vítaspyrnu sem Andreas Larsen varði vel frá Þóri Guðjónssyni. Hann viðurkennir fúslega að ástandið sé slæmt en nú þegar fimm leikir eru eftir á Fjölnir eftir að mæta þremur efstu liðunum ásamt Grindavík og Fylki á útivelli. Gífurlega erfitt verkefni svo ekki sé meira sagt. „Þetta er mjög slæmt ástand og alls ekki bjart yfir þessu. Verðum að reyna að hafa trú á þessu og sækja einhverja punkta og vonast eftir hagstæðum úrslitum. Það er eina sem við getum gert núna,“ sagði Guðmundur og hélt áfram. „Það er allavega enginn að fara að gera þetta fyrir okkur. Við þurfum að hafa trú á verkefninu og vilja þetta. Ef við hefðum viljað þetta aðeins meira í kvöld þá hefðum við kannski unnið þennan leik,“ sagði Guðmundur en stigið lyfti liðinu upp úr fallsæti en eins og staðan er þá er liðið með 16 stig, jafnmörg og Fylkir sem situr nú í 11. sæti.