Það tók Everton heilt ár og fjóra stjóra að fatta það sem allir vita um Gylfa Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. ágúst 2018 11:30 Gylfi Þór Sigurðsson er að spila vel fyrir Everton. vísir/getty Chris Beesley, blaðamaður á Liverpool Echo, skrifaði lofgrein um Gylfa Þór Sigurðsson eftir frammistöðu hans í sigurleik Everton á móti Southampton um helgina. Greinin bar heitið „Nýtt númer, nýtt hlutverk og nýtt upphaf fyrir Gylfa“ en íslenski landsliðsmaðurinn fær nú að spila í sinni stöðu fyrir aftan framherjann Cenk Tosun, í hinni svokölluðu „tíu“. Það eru svo sem engar fréttir fyrir Íslendinga að Gylfi sé að spila best í þessari stöðu enda vita allir hér á landi að þarna vill hann spila. Það vita líka stuðningsmenn Swansea sem sáu Gylfa blómstra hjá liðinu í þessari stöðu og halda því uppi í úrvalsdeildinni einn síns liðs tvö ár í röð. Þessi seinagangur Everton að átta sig á því hvar Gylfi vill spila og hvar hann spilar best er einmitt umfjöllunarefni í grein velska blaðamannsins Matthew Davis á Wales Online. Þar gerir hann létt grín að kollega sínum og í raun Everton.„Það er búið að taka Everton tólf mánuði og fjóra knattspyrnustjóra til að átta sig á því að Sigurðsson er hinn hefðbundni leikstjórnandi sem spilar best í þessu hlutverki. Ekki sem framherji, ekki úti á kanti, ekki sem fölsk nía. Nei. Hann er bestur sem tía. Hvernig gátu menn verið svona lengi að fatta þetta?“ skrifar Davis. Hann segir að sumarkaup Ronalds Koeman í fyrra hafi verið stórskrítin þar sem að hann keypti Gylfa, Wayne Rooney og Hollendinginn Davy Klaassen sem allir spila best rétt fyrir aftan framherjann. „Þetta var fáránlegt,“ skrifar Davis. Eftir að Koeman var rekinn lét bráðabirgðastjórinn David Unsworth hann líka spila úti á kanti og það sama gerði Sam Allardyce í mörgum leikjum. „Sigurðsson fæddist með náðargáfu fyrir að sjá og skilja leikinn, hann er ekki hraður. Hann notar hraða annarra til að gera það sem að hann getur ekki. Það er þessi hæfileiki hans til að vera fljótari en aðrir að hugsa sem gerir hann svo einstakan,“ segir Matthew Davis. Enski boltinn Tengdar fréttir Messan: Gylfi stýrir umferðinni Gylfi Þór Sigurðsson átti góðan leik fyrir Everton er liðið vann 3-1 sigur á Southampton á laugardag. Messan fór yfir hans leik og breytinguna á honum frá því á síðustu leiktíð. 20. ágúst 2018 07:00 „Nýtt númer, nýtt hlutverk og nýtt upphaf fyrir Gylfa“ Svona hefst grein Chris Beesley sem fjallar um okkar mann, Gylfa Sigurðsson. 19. ágúst 2018 22:45 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Chris Beesley, blaðamaður á Liverpool Echo, skrifaði lofgrein um Gylfa Þór Sigurðsson eftir frammistöðu hans í sigurleik Everton á móti Southampton um helgina. Greinin bar heitið „Nýtt númer, nýtt hlutverk og nýtt upphaf fyrir Gylfa“ en íslenski landsliðsmaðurinn fær nú að spila í sinni stöðu fyrir aftan framherjann Cenk Tosun, í hinni svokölluðu „tíu“. Það eru svo sem engar fréttir fyrir Íslendinga að Gylfi sé að spila best í þessari stöðu enda vita allir hér á landi að þarna vill hann spila. Það vita líka stuðningsmenn Swansea sem sáu Gylfa blómstra hjá liðinu í þessari stöðu og halda því uppi í úrvalsdeildinni einn síns liðs tvö ár í röð. Þessi seinagangur Everton að átta sig á því hvar Gylfi vill spila og hvar hann spilar best er einmitt umfjöllunarefni í grein velska blaðamannsins Matthew Davis á Wales Online. Þar gerir hann létt grín að kollega sínum og í raun Everton.„Það er búið að taka Everton tólf mánuði og fjóra knattspyrnustjóra til að átta sig á því að Sigurðsson er hinn hefðbundni leikstjórnandi sem spilar best í þessu hlutverki. Ekki sem framherji, ekki úti á kanti, ekki sem fölsk nía. Nei. Hann er bestur sem tía. Hvernig gátu menn verið svona lengi að fatta þetta?“ skrifar Davis. Hann segir að sumarkaup Ronalds Koeman í fyrra hafi verið stórskrítin þar sem að hann keypti Gylfa, Wayne Rooney og Hollendinginn Davy Klaassen sem allir spila best rétt fyrir aftan framherjann. „Þetta var fáránlegt,“ skrifar Davis. Eftir að Koeman var rekinn lét bráðabirgðastjórinn David Unsworth hann líka spila úti á kanti og það sama gerði Sam Allardyce í mörgum leikjum. „Sigurðsson fæddist með náðargáfu fyrir að sjá og skilja leikinn, hann er ekki hraður. Hann notar hraða annarra til að gera það sem að hann getur ekki. Það er þessi hæfileiki hans til að vera fljótari en aðrir að hugsa sem gerir hann svo einstakan,“ segir Matthew Davis.
Enski boltinn Tengdar fréttir Messan: Gylfi stýrir umferðinni Gylfi Þór Sigurðsson átti góðan leik fyrir Everton er liðið vann 3-1 sigur á Southampton á laugardag. Messan fór yfir hans leik og breytinguna á honum frá því á síðustu leiktíð. 20. ágúst 2018 07:00 „Nýtt númer, nýtt hlutverk og nýtt upphaf fyrir Gylfa“ Svona hefst grein Chris Beesley sem fjallar um okkar mann, Gylfa Sigurðsson. 19. ágúst 2018 22:45 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Sjá meira
Messan: Gylfi stýrir umferðinni Gylfi Þór Sigurðsson átti góðan leik fyrir Everton er liðið vann 3-1 sigur á Southampton á laugardag. Messan fór yfir hans leik og breytinguna á honum frá því á síðustu leiktíð. 20. ágúst 2018 07:00
„Nýtt númer, nýtt hlutverk og nýtt upphaf fyrir Gylfa“ Svona hefst grein Chris Beesley sem fjallar um okkar mann, Gylfa Sigurðsson. 19. ágúst 2018 22:45