Erlent

Sprengja upp brýr í Idlib

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá vettvangi loftárásar í Idlib.
Frá vettvangi loftárásar í Idlib. Vísir/AP
Uppreisnar- og vígamenn í idlib-héraði í Sýrlandi hafa sprengt upp brýr sem tengja yfirráðasvæði þeirra við yfirráðasvæði stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Það gerðu þeir í undirbúningi vegna yfirvofandi árásar stjórnarhersins á Idlib, sem er síðasta yfirráðasvæði uppreisnar- og vígahópa Sýrlands.

Í rauninni stýra margar fylkingar Idlib en stærsti hópur svæðisins tengist al-Qaeda hryðjuverkasamtökunum. Sá hópur hefur kallað eftir því að almennir borgarar styðji þá með því að hjálpa við byggingu varnarvirkja og bjóða sig fram til að berjast. Einhverjir hópanna eru studdir af Tyrkjum.



Assad-liðar hafa safnað liði við Idlib og er von á umfangsmikilli árás á héraðið.

Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að árás á héraðið gæti leitt til mikilla dauðsfalla meðal almennings en talið er að um þrjár milljónir manna haldi til í Idlib. Þar af ein milljón sem hafa flúið heimili sín áður í Sýrlandi.

Yfirmaður flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna varaði við því í dag að árás á Idlib myndi gera ástandið í Sýrlandi mjög erfitt. Hann hvatti ríkisstjórn Assad til að finna aðra leið fram á við og forðast mannfall.

 


Tengdar fréttir

Óttast um almenna borgara í Idlib

Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, hefur varað við því að slæmt ástand gæti skapast geri stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra árás á Idlib, síðasta vígi uppreisnarmanna í Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×