Wow Air býst við 96% betri afkomu á síðari helmingi ársins Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. ágúst 2018 17:30 Wow Air reiknar með því að afkoma félagsins batni um 96 prósent á síðari helmingi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í uppfærðri fjárfestakynningu félagsins vegna skuldabréfaútboðs sem nú stendur yfir. Icelandair er að spá 33 prósent lakari afkomu á sama tímabili. Wow Air tapaði 45 milljónum dollara, jafnvirði 4,8 milljarða króna, á tímabilinu frá júlí í fyrra til 30. júní á þessu ári. Fyrirtækið freistar þess nú að sækja sér lánsfé með skuldabréfaútboði.Fréttablaðið greindi frá því í dag að fjárfestar sem tækju þátt í skuldabréfaútboði Wow Air myndu einnig fá kauprétt að hlutabréfum félagsins þegar það verður skráð á hlutabréfamarkað innan tveggja ára á 20 prósent lægra gengi en skráningargengi þegar þar að kemur. Það er norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities sem sér um skuldabréfaútboðið sem nú stendur yfir. Í fjárfestakynningu vegna útboðsins koma fram áætlanir um rekstrarhagnað Wow Air á síðari hluta þessa árs. Til þess að skilja hversu raunhæfar þessar áætlanir eru er hægt að bera þær saman við sömu spár hjá Icelandair. Í afkomuviðvörun Icelandair sem birt var á mánudag kom fram að spá gerði ráð fyrir að rekstrarhagnaður félagsins fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) yrði 80-100 milljónir dollara á þessu ári. Félagið tapaði 3,5 milljónum dollara á fyrri helmingi þessa árs. Ef miðað er við miðgildið í spánni fyrir árið í heild, 90 milljónir dollara, þá þarf rekstrarhagnaður Icelandair að vera 93,5 milljónir dollara á síðari helmingi þessa árs til að spáin gangi eftir. Það er samdráttur upp á 33 prósent frá sama tímabili í fyrra en rekstrarhagnaður Icelandair fyrir skatta afskriftir og fjármagnsliði nam 139,6 milljónum dollara á síðari helmingi ársins 2017. Í uppfærðri fjárfestakynningu fyrir Wow Air, sem nýverið birtist á vef Pareto Securities, kemur fram að rekstrarhagnaður Wow Air fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði hafi numið 19 milljónum dollara á síðari helmingi ársins 2017 en félagið búist við 37 milljóna dollara rekstrarhagnaði á síðari helmingi þessa árs. Þetta er aukning upp á 96 prósent milli ára. Í hnotskurn er Wow Air að búast við 96 prósent betri afkomu á seinni helmingi þessa árs á sama tíma og Icelandair býst við 33 prósenta samdrætti. Wow Air hyggst ná þessu aðallega með því að fjölga seldum flugsætum í svokölluðum premium verðflokki samkvæmt fjárfestakynningunni. Tengdar fréttir Skúli stendur keikur Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins. 22. ágúst 2018 05:00 Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27 Greinandi hlutabréfa segir ástæðu til að hafa áhyggjur af Wow Air Eiginfjárstaða Icelandair er margfalt sterkari en Wow Air en að bera saman rekstur félaganna er samt eins og að bera saman epli og appelsínur. Þetta segir sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Hann segir ástæðu til að hafa áhyggjur af Wow Air en félagið hefur ekki enn birt ársreikning fyrir síðasta ár. 2. ágúst 2018 19:30 Fjögur ráðuneyti vinna viðbragðsáætlun vegna mikilvægra atvinnufyrirtækja Fjögur ráðuneyti vinna nú að gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegra áfalla í rekstri mikilvægra atvinnufyrirtækja sem gætu kallað á viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Þar undir heyra flugfélög en miklar sviptingar hafa orðið að undanförnu í rekstri íslensku flugfélaganna, Icelandair og Wow Air. 27. júlí 2018 18:30 WOW áformar útgáfu breytanlegra bréfa Útgáfa breytanlegra skuldabréfa myndi gefa fjárfestum færi á að breyta bréfunum síðar í hlutafé. Pantanabókin opnuð í dag og gert ráð fyrir að útboðið muni klárast á næstu dögum. 29. ágúst 2018 06:00 Færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart Icelandair og Wow Air með ólíkum hætti Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin. 30. júlí 2018 18:30 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Wow Air reiknar með því að afkoma félagsins batni um 96 prósent á síðari helmingi ársins miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í uppfærðri fjárfestakynningu félagsins vegna skuldabréfaútboðs sem nú stendur yfir. Icelandair er að spá 33 prósent lakari afkomu á sama tímabili. Wow Air tapaði 45 milljónum dollara, jafnvirði 4,8 milljarða króna, á tímabilinu frá júlí í fyrra til 30. júní á þessu ári. Fyrirtækið freistar þess nú að sækja sér lánsfé með skuldabréfaútboði.Fréttablaðið greindi frá því í dag að fjárfestar sem tækju þátt í skuldabréfaútboði Wow Air myndu einnig fá kauprétt að hlutabréfum félagsins þegar það verður skráð á hlutabréfamarkað innan tveggja ára á 20 prósent lægra gengi en skráningargengi þegar þar að kemur. Það er norska verðbréfafyrirtækið Pareto Securities sem sér um skuldabréfaútboðið sem nú stendur yfir. Í fjárfestakynningu vegna útboðsins koma fram áætlanir um rekstrarhagnað Wow Air á síðari hluta þessa árs. Til þess að skilja hversu raunhæfar þessar áætlanir eru er hægt að bera þær saman við sömu spár hjá Icelandair. Í afkomuviðvörun Icelandair sem birt var á mánudag kom fram að spá gerði ráð fyrir að rekstrarhagnaður félagsins fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) yrði 80-100 milljónir dollara á þessu ári. Félagið tapaði 3,5 milljónum dollara á fyrri helmingi þessa árs. Ef miðað er við miðgildið í spánni fyrir árið í heild, 90 milljónir dollara, þá þarf rekstrarhagnaður Icelandair að vera 93,5 milljónir dollara á síðari helmingi þessa árs til að spáin gangi eftir. Það er samdráttur upp á 33 prósent frá sama tímabili í fyrra en rekstrarhagnaður Icelandair fyrir skatta afskriftir og fjármagnsliði nam 139,6 milljónum dollara á síðari helmingi ársins 2017. Í uppfærðri fjárfestakynningu fyrir Wow Air, sem nýverið birtist á vef Pareto Securities, kemur fram að rekstrarhagnaður Wow Air fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði hafi numið 19 milljónum dollara á síðari helmingi ársins 2017 en félagið búist við 37 milljóna dollara rekstrarhagnaði á síðari helmingi þessa árs. Þetta er aukning upp á 96 prósent milli ára. Í hnotskurn er Wow Air að búast við 96 prósent betri afkomu á seinni helmingi þessa árs á sama tíma og Icelandair býst við 33 prósenta samdrætti. Wow Air hyggst ná þessu aðallega með því að fjölga seldum flugsætum í svokölluðum premium verðflokki samkvæmt fjárfestakynningunni.
Tengdar fréttir Skúli stendur keikur Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins. 22. ágúst 2018 05:00 Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27 Greinandi hlutabréfa segir ástæðu til að hafa áhyggjur af Wow Air Eiginfjárstaða Icelandair er margfalt sterkari en Wow Air en að bera saman rekstur félaganna er samt eins og að bera saman epli og appelsínur. Þetta segir sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Hann segir ástæðu til að hafa áhyggjur af Wow Air en félagið hefur ekki enn birt ársreikning fyrir síðasta ár. 2. ágúst 2018 19:30 Fjögur ráðuneyti vinna viðbragðsáætlun vegna mikilvægra atvinnufyrirtækja Fjögur ráðuneyti vinna nú að gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegra áfalla í rekstri mikilvægra atvinnufyrirtækja sem gætu kallað á viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Þar undir heyra flugfélög en miklar sviptingar hafa orðið að undanförnu í rekstri íslensku flugfélaganna, Icelandair og Wow Air. 27. júlí 2018 18:30 WOW áformar útgáfu breytanlegra bréfa Útgáfa breytanlegra skuldabréfa myndi gefa fjárfestum færi á að breyta bréfunum síðar í hlutafé. Pantanabókin opnuð í dag og gert ráð fyrir að útboðið muni klárast á næstu dögum. 29. ágúst 2018 06:00 Færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart Icelandair og Wow Air með ólíkum hætti Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin. 30. júlí 2018 18:30 Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Skúli stendur keikur Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins. 22. ágúst 2018 05:00
Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27
Greinandi hlutabréfa segir ástæðu til að hafa áhyggjur af Wow Air Eiginfjárstaða Icelandair er margfalt sterkari en Wow Air en að bera saman rekstur félaganna er samt eins og að bera saman epli og appelsínur. Þetta segir sérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Hann segir ástæðu til að hafa áhyggjur af Wow Air en félagið hefur ekki enn birt ársreikning fyrir síðasta ár. 2. ágúst 2018 19:30
Fjögur ráðuneyti vinna viðbragðsáætlun vegna mikilvægra atvinnufyrirtækja Fjögur ráðuneyti vinna nú að gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegra áfalla í rekstri mikilvægra atvinnufyrirtækja sem gætu kallað á viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Þar undir heyra flugfélög en miklar sviptingar hafa orðið að undanförnu í rekstri íslensku flugfélaganna, Icelandair og Wow Air. 27. júlí 2018 18:30
WOW áformar útgáfu breytanlegra bréfa Útgáfa breytanlegra skuldabréfa myndi gefa fjárfestum færi á að breyta bréfunum síðar í hlutafé. Pantanabókin opnuð í dag og gert ráð fyrir að útboðið muni klárast á næstu dögum. 29. ágúst 2018 06:00
Færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart Icelandair og Wow Air með ólíkum hætti Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin. 30. júlí 2018 18:30
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent