Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - KR 4-0 | FH burstaði KR Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 2. september 2018 20:45 vísir/daníel FH gerði baráttuna um seinasta Evrópusætið gríðarlega spennandi með 4-0 sigri gegn KR í Hafnarfirðinum í dag. Liðin eru nú bæði með 30 stig með 3 leiki eftir af tímabilinu en KR eru ennþá með 4. sætið útaf betri markatölu. FH voru töluvert betri þegar þeir komust nálægt teignum en KR og skoruðu þannig 4 mörk. Vesturbæingarnir voru mikið meira með boltann allan leikinn en gerðu ekki mikið með hann. FH spilaði í dag með þrjá miðverði sem lokuðu teignum mjög vel. Fyrsta mark leiksins kom á 11. mínútu þegar Robbie Crawford tók frákast eftir skot frá Steven Lennon og setti boltann framhjá Beiti Ólafsson í marki KR. Markið kom á tímapunkti þegar það lítið að gerast í leiknum og opnaði það leikinn töluvert. KR tóku völdin í leiknum fljótlega eftir markið frá Crawford og áttu nokkur góð færi í fyrri hálfleik til að jafna leikinn. Þar má helst nefna þegar Kennie Chopart var kominn einn á móti markmanni og Björgvin Stefánsson fékk svo frákastið eftir að Gunnar Nielsen varði skotið hans Kennie. Jákup Thomsen bætti í forystu heimamanna á 42. mínútu. Jákup fékk sendingu frá Hirti Loga, Jákup fór svo bara í gegnum KR vörnina og setti boltann snyrtilega í fjærhornið. Svekkjandi fyrir KR rétt fyrir hálfleik eftir að hafa verið að mörgu leyti betra liðið í nokkurn tíma þarna. Þriðja mark leiksins kom á 55. mínútu, aftur var það Robbie Crawford sem skoraði en í þetta skipti eftir stoðsendingu frá Jákup Thomsen. KR héldu áfram að sækja meira í seinni hálfleik en sköuðu sér samt ekkert alvöru færi. Þórir Jóhann Helgason er efnilegur strákur sem er fæddur árið 2000. Hann kom inná á 84. mínútu fyrir Robbie Crawford og var hann ekki lengi að skora sitt fyrsta mark í Pepsi deildinni en það kom á 85. mínútu. Þórir fékk boltann beint fyrir framan mark KR eftir sendingu frá Hirti Loga Valgarðssyni, Þórir var umkringdur KRingum en náði samt að koma boltanum í netið.Afhverju vann FH? Þeir voru töluvert beittari í teignum en gestirnir. KR voru almennt meira með boltann í leiknum en náðu að sjaldan að skapa sér almennileg færi og þegar það gerðist gerðu þeir lítið með þau færi. FHingarnir voru hinsvegar stórhættulegir þegar komust inn í teiginn hjá KR og uppskar það 4 mörk og 3 stig. Hverjir stóðu upp úr? Erfitt að velja úr leikmönnum FH hérna en þeir voru margir mjög flottir í dag. Miðverðirnir þrír lokuðu teignum mjög vel, Hjörtur Logi mjög fínn varnarlega og stórhættulegur sóknarlega. Robbie Crawford og Jákup Thomsen báðir líka mjög flottir sóknarlega, Crawford með tvö mörk á meðan Jákup var með eitt mark og eina stoðsendingu. Hvað gekk illa? Vörnin hjá KR var slæm allan leikinn eins og niðurstaða leiksins gefur til kynna. Einnig gekk mjög illa hjá KR að gera eitthvað með boltann þegar þeir voru komnir fyrir framan teig FH, þeir áttu nokkrar langar sóknir sem kom ekkert úr þar sem þeir sentu bara á milli í nokkrar mínútur. Hvað gerist næst? KRingar fá botnlið Keflavíkur í heimsókn eftir landsleikjahlé á meðan Hafnfirðingar fara í heimsókn á heimavöll hamingjunnar í Fossvoginum. Bæði lið þurfa að reyna að vinna restina af sínum leikjum og helst bæta markatöluna sína ef þau ætla að ná þessu dýrmæta fjórða sæti en ef þau enda jöfn á stigum er það markatalan sem segir til um hvort liðið endar ofar.Davíð Þór: Á svona degi eru fá lið sem standast okkur snúning FH vann í dag gríðarlega mikilvægan sigur gegn KR í Pepsi-deild karla í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar en efstu fjögur liðin taka þátt í Evrópukeppninni á næsta tímabili. Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH var auðvitað á sínum stað á miðjunni. „Þá værum við örugglega búnir að vinna deildina, það er því miður ekki þannig en við allavega stigum upp í dag og það var frábært. Frábær liðsframmistaða, þeir fengu varla færi leiknum held ég, við börðumst virkilega vel og sóttum hratt og vel á þá,” sagði Davíð aðspurður að því hvort að liðið væri ekki að berjast eitthvað meira en fjórða sætið ef það hefði spilað svona í allt sumar. Hvaðan kom þetta, hvaðan kom þessi frammistaða, akkúrat núna í þessari stöðu eftir þetta erfiða sumar? „Það er erfitt að segja. Mér hefur fundist við alveg vera með tendensa í það að svona valta yfir lið, við höfum gert mikið af svona einföldum mistökum sem hafa verið auðvelt að koma í veg fyrir og fengið á okkur og hleypt liðum inn í leikinn, tökum Fylkisleikinn sem dæmi þar sem þeir komust varla fram yfir miðju í fyrri hálfleik og svo gefum við þeim mark í upphafi seinni hálfleiks og þá svona gefum við hinum liðunum séns á að komast inn í leikinn á móti okkur.” „En við bara tókum þennan leik eiginlega bara föstum tökum frá byrjun, við vorum bara dálítið direct, fórum bara á bak við þá og hérna, ég veit það ekki. Við þurfum að fara í einhverja rannsóknarvinnu afhverju við náðum þessu ekki fyrr en núna þannig að við getum verið klárir á næsta tímabili,” en lifir Evrópudraumurinn ekki núna? „Jú jú, að sjálfsögðu, KR er ennþá bæði kannski með léttara prógram og eins og þú segir með þessi tvö mörk. Þetta var einn leikur og við eigum þrjá leiki eftir og við þurfum að ná þremur svona leikjum til að bara eiga möguleika á því að ná þessu fjórða sæti og það er bara það sem við þurfum að gera og ætlum okkur að gera.” „Við vitum það alveg að á svona degi þá, þá eru fá lið sem standast okkur snúning hérna á Íslandi, þannig að við þurfum að finna þetta aftur, þá tvo sunnudaga sem við eigum eftir að spila og svo laugardaginn í síðustu umferðinni, það er bara þannig,” sagði Davíð þegar hann var spurður hvort að liðið ætlaði ekki bara að reyna að endurtaka þessa frammistöðu í seinustu þrem leikjum tímabilsins, en FH þarf að vinna upp tveggja marka forskot KR í markatölu ef þeir ætla að enda í fjórða sæti í lok sumars.Óli Kristjáns: „Hefði verið fínt að setja eitt í viðbót” „Já það fer alveg eftir því hvernig þú mælir það, 4-0 á móti KR á heimavelli er góð frammistaða. Tókst kannski eftir því að við svona aðeins gáfum þeim leyfi til að hafa boltann og það tókst bara bærilega, þannig að þetta eru kannski einhverjir strengir sem við þurfum að spila líka á,” sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH þegar hann var spurður eftir leikinn hvort þetta væri besta frammistaða liðsins í sumar. „Nú erum við búnir að spila þetta í nokkra leiki þannig að það var ekki fluga sem fór framhjá mér og sagði mér frá þessu. Við erum búnir að spila núna í síðustu 3-4 leikjum svona. Aðeins breyttum til að vera með tvo sentera, vildum hafa svona tvo á tvo stöðu uppi á topp, þetta er búið að vera ágætt, þrátt fyrir að vera kannski þrátt fyrir að þetta hafi verið kannski lang besti leikurinn,” sagði Óli þegar hann spurður afhverju hann ákvað að og spila kerfið 5-3-2 í dag. „Já já, fyrst og fremst var það náttúrulega að fá sigur og svo þegar við vorum komnir í þessa góða stöðu hérna í þrjú og fjögur núll, þá vildi maður fá fimmta markið og við áttum svo sem möguleiki á því. Við þurfum náttúrulega að hugsa það að það er líka markatala í þessu og það hefði verið fínt að setja eitt í viðbót, en ég kvarta ekki yfir þessu,” sagði Ólafur þegar hann var spurður hvort það hafi verið áhersluatriði ekki bara að vinna leikinn heldur vinna hann stórt þar sem markatalan skiptir gríðarlega miklu máli í baráttunni við KR um 4. sætið.Rúnar Kristinsson: „Þriðja markið drepur þennan leik” Rúnar, hrikalega ólíkt ykkur miðað við það hvernig þið eruð búnir að vera að spila að undanförnu, hvað fór úrskeiðis í dag? „FH nýttu bara sín færi sérstaklega í fyrri hálfleik og svo gátu þeir legið tilbaka, við vorum meira með boltann sennilega í leiknum en það bara telur ekki neitt. FH er með frábært lið eins og ég hef talað um áður, frábæran mannskap og refsuðu okkur bara alltaf þegar þeir komust yfir miðju, hefðu getað skorað fleiri mörk.” „Við sköpuðum voða lítið, vorum mikið með boltann eins og í síðari hálfleik en þriðja markið drepur þennan leik og hérna við áttum eiginlega aldrei séns. ” Varnarleikurinn ykkar hefur verið frábær uppá síðkastið, ólíkir sjálfum ykkur kannski varnarmennirnir í dag, hvað fannst þér vera að í varnarleiknum? „Nei þetta er bara allt liðið, ég meina FH spilaði kannski ekki eins og þeir eru búnir að spila undanfarið. Þeir byrjuðu á því að spila löngum boltum fram völlinn yfir okkur og komu okkur kannski á óvart þannig en það er ekki eins og FH er búið að spila í sumar og þeir skora fyrsta markið sitt uppúr því að það er langur bolti inn fyrir vörnina og þeir hirða þar bolta sem dettur og skora.” „Þá svona þurfum við að reyna að stjórna leiknum eins og við vorum að gera og ætluðum að gera en við náðum bara ekki opna, náðum bara ekki að nýta færin, eða búa til færi fyrst og fremst. Þetta var dálítið hægt og fyrirsjáanlegt og þeir voru alltaf hættulegir á breikinu.” „Ég meina þetta er bara einn af þessum dögum þar sem ekkert gekk upp hjá okkur, við vorum bara slakir og ég verð bara að taka það á mig sem þjálfari og óska FHingum til hamingju.” „Já já, við töluðum um það fyrir leikinn að öll úrslit í dag þá erum við í ágætis málum en við vorum kannski búnir að búast við því að tapa 4-0 og sjá átta marka sveiflu en það er búið að gerast en ég meina við ætlum bara að reyna að ná þessu fjórða sæti, hvort heldur sem er með markatölu eða einhverjum öðrum brögðum.” „Við erum búnir að bæta okkar leik og við þurfum að nýta fríið sem kemur núna til að halda áfram að vinna í okkar hlutum, við erum búnir að gera fullt af góðum hlutum í sumar og það kemur einn svona off dagur og það gerist hjá öllum liðum og við bara munum koma sterkari til leiks næst,” sagði Rúnar þegar hann var spurður um stöðu liðanna tveggja í deildinni eftir leik dagsins. Pepsi Max-deild karla
FH gerði baráttuna um seinasta Evrópusætið gríðarlega spennandi með 4-0 sigri gegn KR í Hafnarfirðinum í dag. Liðin eru nú bæði með 30 stig með 3 leiki eftir af tímabilinu en KR eru ennþá með 4. sætið útaf betri markatölu. FH voru töluvert betri þegar þeir komust nálægt teignum en KR og skoruðu þannig 4 mörk. Vesturbæingarnir voru mikið meira með boltann allan leikinn en gerðu ekki mikið með hann. FH spilaði í dag með þrjá miðverði sem lokuðu teignum mjög vel. Fyrsta mark leiksins kom á 11. mínútu þegar Robbie Crawford tók frákast eftir skot frá Steven Lennon og setti boltann framhjá Beiti Ólafsson í marki KR. Markið kom á tímapunkti þegar það lítið að gerast í leiknum og opnaði það leikinn töluvert. KR tóku völdin í leiknum fljótlega eftir markið frá Crawford og áttu nokkur góð færi í fyrri hálfleik til að jafna leikinn. Þar má helst nefna þegar Kennie Chopart var kominn einn á móti markmanni og Björgvin Stefánsson fékk svo frákastið eftir að Gunnar Nielsen varði skotið hans Kennie. Jákup Thomsen bætti í forystu heimamanna á 42. mínútu. Jákup fékk sendingu frá Hirti Loga, Jákup fór svo bara í gegnum KR vörnina og setti boltann snyrtilega í fjærhornið. Svekkjandi fyrir KR rétt fyrir hálfleik eftir að hafa verið að mörgu leyti betra liðið í nokkurn tíma þarna. Þriðja mark leiksins kom á 55. mínútu, aftur var það Robbie Crawford sem skoraði en í þetta skipti eftir stoðsendingu frá Jákup Thomsen. KR héldu áfram að sækja meira í seinni hálfleik en sköuðu sér samt ekkert alvöru færi. Þórir Jóhann Helgason er efnilegur strákur sem er fæddur árið 2000. Hann kom inná á 84. mínútu fyrir Robbie Crawford og var hann ekki lengi að skora sitt fyrsta mark í Pepsi deildinni en það kom á 85. mínútu. Þórir fékk boltann beint fyrir framan mark KR eftir sendingu frá Hirti Loga Valgarðssyni, Þórir var umkringdur KRingum en náði samt að koma boltanum í netið.Afhverju vann FH? Þeir voru töluvert beittari í teignum en gestirnir. KR voru almennt meira með boltann í leiknum en náðu að sjaldan að skapa sér almennileg færi og þegar það gerðist gerðu þeir lítið með þau færi. FHingarnir voru hinsvegar stórhættulegir þegar komust inn í teiginn hjá KR og uppskar það 4 mörk og 3 stig. Hverjir stóðu upp úr? Erfitt að velja úr leikmönnum FH hérna en þeir voru margir mjög flottir í dag. Miðverðirnir þrír lokuðu teignum mjög vel, Hjörtur Logi mjög fínn varnarlega og stórhættulegur sóknarlega. Robbie Crawford og Jákup Thomsen báðir líka mjög flottir sóknarlega, Crawford með tvö mörk á meðan Jákup var með eitt mark og eina stoðsendingu. Hvað gekk illa? Vörnin hjá KR var slæm allan leikinn eins og niðurstaða leiksins gefur til kynna. Einnig gekk mjög illa hjá KR að gera eitthvað með boltann þegar þeir voru komnir fyrir framan teig FH, þeir áttu nokkrar langar sóknir sem kom ekkert úr þar sem þeir sentu bara á milli í nokkrar mínútur. Hvað gerist næst? KRingar fá botnlið Keflavíkur í heimsókn eftir landsleikjahlé á meðan Hafnfirðingar fara í heimsókn á heimavöll hamingjunnar í Fossvoginum. Bæði lið þurfa að reyna að vinna restina af sínum leikjum og helst bæta markatöluna sína ef þau ætla að ná þessu dýrmæta fjórða sæti en ef þau enda jöfn á stigum er það markatalan sem segir til um hvort liðið endar ofar.Davíð Þór: Á svona degi eru fá lið sem standast okkur snúning FH vann í dag gríðarlega mikilvægan sigur gegn KR í Pepsi-deild karla í baráttunni um fjórða sæti deildarinnar en efstu fjögur liðin taka þátt í Evrópukeppninni á næsta tímabili. Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH var auðvitað á sínum stað á miðjunni. „Þá værum við örugglega búnir að vinna deildina, það er því miður ekki þannig en við allavega stigum upp í dag og það var frábært. Frábær liðsframmistaða, þeir fengu varla færi leiknum held ég, við börðumst virkilega vel og sóttum hratt og vel á þá,” sagði Davíð aðspurður að því hvort að liðið væri ekki að berjast eitthvað meira en fjórða sætið ef það hefði spilað svona í allt sumar. Hvaðan kom þetta, hvaðan kom þessi frammistaða, akkúrat núna í þessari stöðu eftir þetta erfiða sumar? „Það er erfitt að segja. Mér hefur fundist við alveg vera með tendensa í það að svona valta yfir lið, við höfum gert mikið af svona einföldum mistökum sem hafa verið auðvelt að koma í veg fyrir og fengið á okkur og hleypt liðum inn í leikinn, tökum Fylkisleikinn sem dæmi þar sem þeir komust varla fram yfir miðju í fyrri hálfleik og svo gefum við þeim mark í upphafi seinni hálfleiks og þá svona gefum við hinum liðunum séns á að komast inn í leikinn á móti okkur.” „En við bara tókum þennan leik eiginlega bara föstum tökum frá byrjun, við vorum bara dálítið direct, fórum bara á bak við þá og hérna, ég veit það ekki. Við þurfum að fara í einhverja rannsóknarvinnu afhverju við náðum þessu ekki fyrr en núna þannig að við getum verið klárir á næsta tímabili,” en lifir Evrópudraumurinn ekki núna? „Jú jú, að sjálfsögðu, KR er ennþá bæði kannski með léttara prógram og eins og þú segir með þessi tvö mörk. Þetta var einn leikur og við eigum þrjá leiki eftir og við þurfum að ná þremur svona leikjum til að bara eiga möguleika á því að ná þessu fjórða sæti og það er bara það sem við þurfum að gera og ætlum okkur að gera.” „Við vitum það alveg að á svona degi þá, þá eru fá lið sem standast okkur snúning hérna á Íslandi, þannig að við þurfum að finna þetta aftur, þá tvo sunnudaga sem við eigum eftir að spila og svo laugardaginn í síðustu umferðinni, það er bara þannig,” sagði Davíð þegar hann var spurður hvort að liðið ætlaði ekki bara að reyna að endurtaka þessa frammistöðu í seinustu þrem leikjum tímabilsins, en FH þarf að vinna upp tveggja marka forskot KR í markatölu ef þeir ætla að enda í fjórða sæti í lok sumars.Óli Kristjáns: „Hefði verið fínt að setja eitt í viðbót” „Já það fer alveg eftir því hvernig þú mælir það, 4-0 á móti KR á heimavelli er góð frammistaða. Tókst kannski eftir því að við svona aðeins gáfum þeim leyfi til að hafa boltann og það tókst bara bærilega, þannig að þetta eru kannski einhverjir strengir sem við þurfum að spila líka á,” sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari FH þegar hann var spurður eftir leikinn hvort þetta væri besta frammistaða liðsins í sumar. „Nú erum við búnir að spila þetta í nokkra leiki þannig að það var ekki fluga sem fór framhjá mér og sagði mér frá þessu. Við erum búnir að spila núna í síðustu 3-4 leikjum svona. Aðeins breyttum til að vera með tvo sentera, vildum hafa svona tvo á tvo stöðu uppi á topp, þetta er búið að vera ágætt, þrátt fyrir að vera kannski þrátt fyrir að þetta hafi verið kannski lang besti leikurinn,” sagði Óli þegar hann spurður afhverju hann ákvað að og spila kerfið 5-3-2 í dag. „Já já, fyrst og fremst var það náttúrulega að fá sigur og svo þegar við vorum komnir í þessa góða stöðu hérna í þrjú og fjögur núll, þá vildi maður fá fimmta markið og við áttum svo sem möguleiki á því. Við þurfum náttúrulega að hugsa það að það er líka markatala í þessu og það hefði verið fínt að setja eitt í viðbót, en ég kvarta ekki yfir þessu,” sagði Ólafur þegar hann var spurður hvort það hafi verið áhersluatriði ekki bara að vinna leikinn heldur vinna hann stórt þar sem markatalan skiptir gríðarlega miklu máli í baráttunni við KR um 4. sætið.Rúnar Kristinsson: „Þriðja markið drepur þennan leik” Rúnar, hrikalega ólíkt ykkur miðað við það hvernig þið eruð búnir að vera að spila að undanförnu, hvað fór úrskeiðis í dag? „FH nýttu bara sín færi sérstaklega í fyrri hálfleik og svo gátu þeir legið tilbaka, við vorum meira með boltann sennilega í leiknum en það bara telur ekki neitt. FH er með frábært lið eins og ég hef talað um áður, frábæran mannskap og refsuðu okkur bara alltaf þegar þeir komust yfir miðju, hefðu getað skorað fleiri mörk.” „Við sköpuðum voða lítið, vorum mikið með boltann eins og í síðari hálfleik en þriðja markið drepur þennan leik og hérna við áttum eiginlega aldrei séns. ” Varnarleikurinn ykkar hefur verið frábær uppá síðkastið, ólíkir sjálfum ykkur kannski varnarmennirnir í dag, hvað fannst þér vera að í varnarleiknum? „Nei þetta er bara allt liðið, ég meina FH spilaði kannski ekki eins og þeir eru búnir að spila undanfarið. Þeir byrjuðu á því að spila löngum boltum fram völlinn yfir okkur og komu okkur kannski á óvart þannig en það er ekki eins og FH er búið að spila í sumar og þeir skora fyrsta markið sitt uppúr því að það er langur bolti inn fyrir vörnina og þeir hirða þar bolta sem dettur og skora.” „Þá svona þurfum við að reyna að stjórna leiknum eins og við vorum að gera og ætluðum að gera en við náðum bara ekki opna, náðum bara ekki að nýta færin, eða búa til færi fyrst og fremst. Þetta var dálítið hægt og fyrirsjáanlegt og þeir voru alltaf hættulegir á breikinu.” „Ég meina þetta er bara einn af þessum dögum þar sem ekkert gekk upp hjá okkur, við vorum bara slakir og ég verð bara að taka það á mig sem þjálfari og óska FHingum til hamingju.” „Já já, við töluðum um það fyrir leikinn að öll úrslit í dag þá erum við í ágætis málum en við vorum kannski búnir að búast við því að tapa 4-0 og sjá átta marka sveiflu en það er búið að gerast en ég meina við ætlum bara að reyna að ná þessu fjórða sæti, hvort heldur sem er með markatölu eða einhverjum öðrum brögðum.” „Við erum búnir að bæta okkar leik og við þurfum að nýta fríið sem kemur núna til að halda áfram að vinna í okkar hlutum, við erum búnir að gera fullt af góðum hlutum í sumar og það kemur einn svona off dagur og það gerist hjá öllum liðum og við bara munum koma sterkari til leiks næst,” sagði Rúnar þegar hann var spurður um stöðu liðanna tveggja í deildinni eftir leik dagsins.