Fótbolti

Guðmundur kallaður í landsliðshópinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðmundur Þórarinsson í leik með íslenska landsliðinu
Guðmundur Þórarinsson í leik með íslenska landsliðinu vísir/getty
Guðmundur Þórarinsson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn sem mætir Belgíu og Sviss í Þjóðadeildinni í byrjun september.

Emil Hallfreðsson meiddist í leik með Frosinone um síðustu helgi og er tæpur á að ná leikjunum. Erik Hamrén hefur gripið í það ráð að bæta við landsliðshópinn og kallaði Guðmund inn.

Guðmundur spilar með Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Hann á 3 A-landsleiki að baki, allt vináttulandsleiki, og sá síðasti var í janúar 2016.

Theodór Elmar Bjarnason var kallaður inn í landsliðshópinn í gær vegna meiðsla Jóhanns Berg Guðmundssonar.

Ísland mætir Sviss ytra 8. september og Belgíu 11. september á Laugardalsvelli í fyrstu leikjum sínum í Þjóðadeildinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×