Júníus Meyvant gefur út nýtt lag í dag Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2018 06:00 High Alert eftir Júníus Meyvant er hægt að nálgast meðal annars á Spotify SIGRÍÐUR UNNUR LÚÐVÍKSDÓTTIR Nýtt lag eftir Júníus Meyvant hefur litið dagsins ljós. High Alert er aðgengilegt á öllum helstu tónlistarveitum. Lagið er eitt af mörgum af nýrri plötu sem kemur út 9. nóvember nk. og fær platan nafnið Across the Borders. „Nafnið á plötunni vísar í raun í tvennt. Annars vegar hefur nafnið ákveðna tilvísun í flóttamenn og lokun á einstaklinga sem eiga það svo sannarlega ekki skilið,“ segir Unnar Gísli Sigurmundsson, maðurinn á bak við Júníus Meyvant. Tónlist hans hefur verið mikið spiluð á öldum ljósvakans enda um að ræða ljúft og notalegt þjóðlagapopp sem óhætt er að segja að höfði til flestra áheyrenda. „Það er ástand í heiminum í dag. Fyrir mig sem Íslending þá tengi ég ekki við það að vera smár í stóru samfélagi. Við erum svo dekruð hérna heima. En ég get reynt að ímynda mér hversu illa mér myndi líða, ef allt væri hrifsað af mér.“ Unnar Gísli segir að platan snúi einnig að tilhneigingu fólks til þess að leita að einhverju sem það telur betra en það sem er til staðar nú þegar. „Hins vegar erum við sem einstaklingar alltaf að leita hinum megin að því sem er grænna. Við erum alltaf á leiðinni yfir einhver landamæri í lífinu. Svo er í rauninni hægt að fara endalaust með þessa hugmynd.“Fluttur aftur á heimaslóðir Fyrstu tónleikarnir af nýju plötunni verða á Iceland Airwaves, sem haldin er 7.–10. nóvember. „Eftir Iceland Airwaves held ég í Evróputúr í febrúar. Í framhaldi af því verða það Bandaríkin. Hver veit nema ég endi á tónleikum í heimabænum, ef maður verður ekki púaður niður á Airwaves,“ segir Unnar Gísli og hlær en hann er fluttur aftur til Vestmanneyja þar sem hann er fæddur og uppalinn. Flutningarnir leggjast vel í fjölskylduna sem varð eiginlega fyrir slysni. „Við vorum bara að skoða fasteignir í Vestmannaeyjum upp á grínið. Svo fundum við þetta hús og urðum bara ástfangin af því. Svo gekk þetta bara allt upp líkt og það hafi verið skrifað í skýin,“ segir Unnar Gísli en fjölskyldan flutti í júní. „Maður fær aðeins meira fyrir peninginn en í borginni. Okkur líður þó líka vel í Reykjavík, ég finn ekki fyrir neinu áreiti í Reykjavík og það er yndislegt að búa þar en það er mikil friðsæld hérna. Konan mín elskar þoku svo það kemur sér því vel að búa hérna.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Viðurkennir að hafa kyrkt kærustuna á hljóðupptöku Lífið Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Lífið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Lífið Måns mættur á markaðinn Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið Fleiri fréttir Viðurkennir að hafa kyrkt kærustuna á hljóðupptöku Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Måns mættur á markaðinn Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Sjá meira
Nýtt lag eftir Júníus Meyvant hefur litið dagsins ljós. High Alert er aðgengilegt á öllum helstu tónlistarveitum. Lagið er eitt af mörgum af nýrri plötu sem kemur út 9. nóvember nk. og fær platan nafnið Across the Borders. „Nafnið á plötunni vísar í raun í tvennt. Annars vegar hefur nafnið ákveðna tilvísun í flóttamenn og lokun á einstaklinga sem eiga það svo sannarlega ekki skilið,“ segir Unnar Gísli Sigurmundsson, maðurinn á bak við Júníus Meyvant. Tónlist hans hefur verið mikið spiluð á öldum ljósvakans enda um að ræða ljúft og notalegt þjóðlagapopp sem óhætt er að segja að höfði til flestra áheyrenda. „Það er ástand í heiminum í dag. Fyrir mig sem Íslending þá tengi ég ekki við það að vera smár í stóru samfélagi. Við erum svo dekruð hérna heima. En ég get reynt að ímynda mér hversu illa mér myndi líða, ef allt væri hrifsað af mér.“ Unnar Gísli segir að platan snúi einnig að tilhneigingu fólks til þess að leita að einhverju sem það telur betra en það sem er til staðar nú þegar. „Hins vegar erum við sem einstaklingar alltaf að leita hinum megin að því sem er grænna. Við erum alltaf á leiðinni yfir einhver landamæri í lífinu. Svo er í rauninni hægt að fara endalaust með þessa hugmynd.“Fluttur aftur á heimaslóðir Fyrstu tónleikarnir af nýju plötunni verða á Iceland Airwaves, sem haldin er 7.–10. nóvember. „Eftir Iceland Airwaves held ég í Evróputúr í febrúar. Í framhaldi af því verða það Bandaríkin. Hver veit nema ég endi á tónleikum í heimabænum, ef maður verður ekki púaður niður á Airwaves,“ segir Unnar Gísli og hlær en hann er fluttur aftur til Vestmanneyja þar sem hann er fæddur og uppalinn. Flutningarnir leggjast vel í fjölskylduna sem varð eiginlega fyrir slysni. „Við vorum bara að skoða fasteignir í Vestmannaeyjum upp á grínið. Svo fundum við þetta hús og urðum bara ástfangin af því. Svo gekk þetta bara allt upp líkt og það hafi verið skrifað í skýin,“ segir Unnar Gísli en fjölskyldan flutti í júní. „Maður fær aðeins meira fyrir peninginn en í borginni. Okkur líður þó líka vel í Reykjavík, ég finn ekki fyrir neinu áreiti í Reykjavík og það er yndislegt að búa þar en það er mikil friðsæld hérna. Konan mín elskar þoku svo það kemur sér því vel að búa hérna.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Viðurkennir að hafa kyrkt kærustuna á hljóðupptöku Lífið Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Lífið Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Lífið Helga og Arnar gáfu syninum nafn Lífið Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Lífið Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Lífið Måns mættur á markaðinn Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið Fleiri fréttir Viðurkennir að hafa kyrkt kærustuna á hljóðupptöku Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Måns mættur á markaðinn Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Sjá meira