Óttast um almenna borgara í Idlib Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2018 20:57 Talið er að minnst ein milljón almennra borgara sem hafa flúið heimili sín í Sýrlandi haldi til í Idlib. Þá er talið að um þrjár milljónir manna haldi til á svæðinu. Vísir/AP Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, hefur varað við því að slæmt ástand gæti skapast geri stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra árás á Idlib, síðasta vígi uppreisnarmanna í Sýrlandi. Hann kallar eftir því að almennum borgurum verði gert kleift að yfirgefa svæðið.Talið er að minnst ein milljón almennra borgara sem hafa flúið heimili sín í Sýrlandi haldi til í Idlib. Þá er talið að um þrjár milljónir manna haldi til á svæðinu. Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök undirbúa sig nú fyrir mikil átök á svæðinu þar sem stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamenn þeirra hafa flutt fjölda hermanna að svæðinu. Tyrkir hafa lokað landamærum sínum en þeir eru á móti árás Assad-liða á Idlib. Leiðtogar Tyrklands, Rússlands og Íran munu hittast í næstu viku og ræða ástandið í héraðinu. En eins og áður segir hafa Assad-liðar safnast saman við víglínurnar í Idlib og sömuleiðis hafa Rússar sent minnst tíu herskip og tvo kafbáta að ströndum Sýrlands á undanförnum dögum. Árás á Idlib liggur í loftinu.Þegar og ef af árásinni verður er líklegt að Assad-liðar muni beita sömu aðferðum og þeir hafa beitt áður í átökunum. Árásir þeirra hafa iðulega byrjað á umtalsverðum loftárásum og í kjölfarið hafa Assad-liðar setið um borgir og bæi og þvingað uppreisnarmenn og vígamenn til uppgjafar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði nýverið að nauðsynlegt væri að þurrka út „hryðjuverkamenn“ í Idlib og sakaði þá um að skýla sér á bak við almenna borgara. Bæði Rússar og Assad-liðar hafa haldið því fram á undanförnum dögum að uppreisnarmenn ætli sér að beita efnavopnum og kenna stjórnarhernum um það eða falsa efnavopnaárás með stuðningi Bandaríkjanna. Sendiráð Rússlands í Suður-Afríku birti því til sönnunar mynd á Twitter sem átti að sýna æfingar uppreisnarmanna við að falsa árás. Myndin er þó frá framleiðslu kvikmyndar, sem fjármögnuð var af ríkisstjórn Assad og fjallar um vestrænan blaðamann sem ferðast til Sýrlands hjálpar uppreisnarmönnum að falsa efnavopnaárás. Sýrland Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, hefur varað við því að slæmt ástand gæti skapast geri stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra árás á Idlib, síðasta vígi uppreisnarmanna í Sýrlandi. Hann kallar eftir því að almennum borgurum verði gert kleift að yfirgefa svæðið.Talið er að minnst ein milljón almennra borgara sem hafa flúið heimili sín í Sýrlandi haldi til í Idlib. Þá er talið að um þrjár milljónir manna haldi til á svæðinu. Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök undirbúa sig nú fyrir mikil átök á svæðinu þar sem stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamenn þeirra hafa flutt fjölda hermanna að svæðinu. Tyrkir hafa lokað landamærum sínum en þeir eru á móti árás Assad-liða á Idlib. Leiðtogar Tyrklands, Rússlands og Íran munu hittast í næstu viku og ræða ástandið í héraðinu. En eins og áður segir hafa Assad-liðar safnast saman við víglínurnar í Idlib og sömuleiðis hafa Rússar sent minnst tíu herskip og tvo kafbáta að ströndum Sýrlands á undanförnum dögum. Árás á Idlib liggur í loftinu.Þegar og ef af árásinni verður er líklegt að Assad-liðar muni beita sömu aðferðum og þeir hafa beitt áður í átökunum. Árásir þeirra hafa iðulega byrjað á umtalsverðum loftárásum og í kjölfarið hafa Assad-liðar setið um borgir og bæi og þvingað uppreisnarmenn og vígamenn til uppgjafar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði nýverið að nauðsynlegt væri að þurrka út „hryðjuverkamenn“ í Idlib og sakaði þá um að skýla sér á bak við almenna borgara. Bæði Rússar og Assad-liðar hafa haldið því fram á undanförnum dögum að uppreisnarmenn ætli sér að beita efnavopnum og kenna stjórnarhernum um það eða falsa efnavopnaárás með stuðningi Bandaríkjanna. Sendiráð Rússlands í Suður-Afríku birti því til sönnunar mynd á Twitter sem átti að sýna æfingar uppreisnarmanna við að falsa árás. Myndin er þó frá framleiðslu kvikmyndar, sem fjármögnuð var af ríkisstjórn Assad og fjallar um vestrænan blaðamann sem ferðast til Sýrlands hjálpar uppreisnarmönnum að falsa efnavopnaárás.
Sýrland Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira