Nú ætla ég að skemmta mér í heimsborginni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 06:00 Sigrún Edda fjallkona á leið í ræðustól að flytja ljóð á Austurvelli 17. júní síðastliðinn. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Berlín er í uppáhaldi hjá mér. Ég hef oft komið þangað áður, það er menningin og andrúmsloftið í borginni sem togar,“ segir Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona hress. Hún er á leið úr landi þegar hringt er í hana og ætlar að vakna sextug í þýsku höfuðborginni.Skyldi hún vera með fríðan flokk með sér? „Við erum bara tvö, ég og maðurinn minn, hoppuðum bara í helgarferð og ætlum að hafa það kósí.“ Eiginmaður Sigrúnar Eddu er Axel Hallkell Jóhannesson, hönnuður og tónlistarmaður, betur þekktur sem Langi Seli. Sigrún trúir mér fyrir því að fljótlega muni þau líka skella sér til Suður-Afríku. „Við áttum nefnilega silfurbrúðkaupsafmæli, svo þetta er dálítið stórt ár hjá okkur og langar að skoða heiminn í tilefni þess. Verðum rúmar tvær vikur í Suður-Afríku, það veitir ekkert af því þegar farið er svona langt og á svona framandi slóðir. Svo tekur bara vinnan við, eins og gengur.“ Sigrún kveðst fara í það að æfa hlutverk sitt í Ríkharði 3., jólaleikriti Borgarleikhússins, þegar hún komi heim úr langferðinni. „Það er nú ekkert slor,“ segir hún og bætir við: „Ég ætla að leika móður illmennisins, sem verður athyglisvert, ég á nefnilega svo yndisleg börn svo ég þarf að fara í heilmikla rannsókn. En Shakespeare leiðir mann alltaf á einhverjar slóðir sem hjálpa manni að skilja hlutina, þannig að þetta verður mjög spennandi. Svo tökum við aftur upp sýninguna Fólk – staðir – hlutir þannig að það verður nóg að gera, engu að kvíða með það.“ Sigrún útskrifaðist úr Leiklistarskólanum 1981 og hefur verið á sviðinu síðan. Það kveðst hún afskaplega þakklát fyrir, enda sé það ekkert sjálfgefið.Þreytist hún aldrei? „Nei, ef maður elskar ekki það sem maður gerir þá endist maður ekki, allra síst í þessum bransa. Þetta er töff bransi. Enda hef ég þurft að vera með aðra hluti á kantinum. Ef maður ætlar að gera leiklist að ævistarfi á Íslandi verður maður að vera líka með járn í öðrum eldum, eins og að skrifa, tala inn á teiknimyndir og leikstýra. En ég lít alltaf á leikkonuna sem aðalstarf.“ Börn Sigrúnar Eddu eru tvö, Guðrún Birna og Kormákur, mannvænleg börn, að sögn móðurinnar, en hvorugt fetaði listaslóðina. „Dóttir mín er verkefnastjóri hjá menntamálastofnun og sonur minn er stjórnmálafræðingur og vinnur hjá Alþingi, þannig að ég framleiði embættismenn,“ segir hún hlæjandi. Ekki vil ég að væntanlegt afmælisbarn missi af flugvélinni svo ég óska Sigrúnu Eddu til hamingju með tímamótin og góðrar ferðar. „Já, þakka þér fyrir. Nú ætla ég að skemmta mér í heimsborginni. Bless, bless.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Sjá meira
„Berlín er í uppáhaldi hjá mér. Ég hef oft komið þangað áður, það er menningin og andrúmsloftið í borginni sem togar,“ segir Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona hress. Hún er á leið úr landi þegar hringt er í hana og ætlar að vakna sextug í þýsku höfuðborginni.Skyldi hún vera með fríðan flokk með sér? „Við erum bara tvö, ég og maðurinn minn, hoppuðum bara í helgarferð og ætlum að hafa það kósí.“ Eiginmaður Sigrúnar Eddu er Axel Hallkell Jóhannesson, hönnuður og tónlistarmaður, betur þekktur sem Langi Seli. Sigrún trúir mér fyrir því að fljótlega muni þau líka skella sér til Suður-Afríku. „Við áttum nefnilega silfurbrúðkaupsafmæli, svo þetta er dálítið stórt ár hjá okkur og langar að skoða heiminn í tilefni þess. Verðum rúmar tvær vikur í Suður-Afríku, það veitir ekkert af því þegar farið er svona langt og á svona framandi slóðir. Svo tekur bara vinnan við, eins og gengur.“ Sigrún kveðst fara í það að æfa hlutverk sitt í Ríkharði 3., jólaleikriti Borgarleikhússins, þegar hún komi heim úr langferðinni. „Það er nú ekkert slor,“ segir hún og bætir við: „Ég ætla að leika móður illmennisins, sem verður athyglisvert, ég á nefnilega svo yndisleg börn svo ég þarf að fara í heilmikla rannsókn. En Shakespeare leiðir mann alltaf á einhverjar slóðir sem hjálpa manni að skilja hlutina, þannig að þetta verður mjög spennandi. Svo tökum við aftur upp sýninguna Fólk – staðir – hlutir þannig að það verður nóg að gera, engu að kvíða með það.“ Sigrún útskrifaðist úr Leiklistarskólanum 1981 og hefur verið á sviðinu síðan. Það kveðst hún afskaplega þakklát fyrir, enda sé það ekkert sjálfgefið.Þreytist hún aldrei? „Nei, ef maður elskar ekki það sem maður gerir þá endist maður ekki, allra síst í þessum bransa. Þetta er töff bransi. Enda hef ég þurft að vera með aðra hluti á kantinum. Ef maður ætlar að gera leiklist að ævistarfi á Íslandi verður maður að vera líka með járn í öðrum eldum, eins og að skrifa, tala inn á teiknimyndir og leikstýra. En ég lít alltaf á leikkonuna sem aðalstarf.“ Börn Sigrúnar Eddu eru tvö, Guðrún Birna og Kormákur, mannvænleg börn, að sögn móðurinnar, en hvorugt fetaði listaslóðina. „Dóttir mín er verkefnastjóri hjá menntamálastofnun og sonur minn er stjórnmálafræðingur og vinnur hjá Alþingi, þannig að ég framleiði embættismenn,“ segir hún hlæjandi. Ekki vil ég að væntanlegt afmælisbarn missi af flugvélinni svo ég óska Sigrúnu Eddu til hamingju með tímamótin og góðrar ferðar. „Já, þakka þér fyrir. Nú ætla ég að skemmta mér í heimsborginni. Bless, bless.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Sjá meira