Bergman, Ullmann og villt jarðarber í Paradís Þórarinn Þórarinsson skrifar 30. ágúst 2018 07:00 Ingmar Bergman er þekktasti og dáðasti kvikmyndaleikstjóri Svíþjóðar fyrr og síðar. Hann hefði orðið 100 ára gamall í sumar og því fagna sænska sendiráðið og Bíó Paradís næstu vikuna. Vísir/Getty Bergman-hátíðin í Bíó Paradís hefst í dag, 30.?ágúst og lýkur sunnudaginn 9. september. Sýndar verða fjórar valdar bíómyndir eftir Bergman, boðið verður upp á pallborðsumræður í tengslum við myndirnar og sérstaka gesti. Sett hefur verið upp sýning í anddyri Bíós Paradísar með æviágripi Bergmans í máli og myndum ásamt vídeósýningu með 32 sjaldgæfum myndbrotum sem veita innsýn í líf og störf listamannsins. Þá mun listamaðurinn Martin Lima de Faria flytja gjörning í anddyri kvikmyndahússins í heilan sólarhring þar sem hann notar gjallarhorn Bergmans til að láta fjöður dansa í vindi í hvert skipti sem barn fæðist á Landspítalanum en með þessu móti vill hann fagna lífinu að hætti Bergmans.Sumarið með Moniku Afmælishátíð Ingmars Bergman hefst með sérstakri sýningu á myndinni Sommaren med Monika frá 1953. Sumarið með Moniku er líklega ein aðgengilegasta mynd leikstjórans og er byggð á bók eftir Per Anders Fogelström. Myndin féll síðar í skuggann af þyngri myndum Bergmans sem mörgum hefur verið hampað sem sannkölluðum meistaraverkum. Sólargeislar verma unga elskendur í sænska skerjagarðinum þegar ástin blossar upp milli unglinganna Harrys og Moniku. Þau stinga af og eyða sumrinu saman á afskekktri eyju en grár veruleikinn skellur á þeim þegar Monika kemst að því að hún er ólétt.Liv Ullmann lék í tíu myndum Bergmans. Kvikmyndaferill hennar tók flugið með samstarfi þeirra og almennt er leikstjórinn talinn hafa náð hæstu hæðum í þeim verkum sem þau gerðu saman.Vísir/gettyMörg höfundareinkenni Bergmans eru þegar greinileg og gullfalleg myndatakan er í höndum Gunnars Fischer. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur erindi áður en myndin verður sýnd en dagskráin hefst í kvöld klukkan 19.Villtu jarðarberin Villtu jarðarberin frá 1957 segir frá gömlum manni sem þarf að horfast í augu við erfiðar minningar þegar hann ferðast á bernskuslóðir. Bergman þykir útfæra minningarnar sérlega vel með afturhvarfi (flashback) en frásögnina kryddar hann síðan með súrrealískum draumum. Villtu jarðarberin þykir fyrirtaks dæmi um hversu snjall sögumaður Bergman var á bak við kvikmyndatökuvélina. Myndin verður sýnd sunnudaginn 2. september klukkan 16 en að sýningu lokinni verða pallborðsumræður um Bergman sem höfund. Fanný og Alexander Fanný og Alexander frá 1982 segir frá samnefndum systkinum á hinu litríka Ekdahl-heimili í sænskum bæ snemma á tuttugustu öldinni. Foreldrar þeirra, Oscar og Emilie, stýra leikhúsinu í bænum. Móðir Oscars og bróðir eru helstu styrktaraðilar leikhússins. Þegar Oscar fellur frá langt fyrir aldur fram giftist ekkja hans biskupinum og flytur með börnin til hans þar sem siðavendni ræður ríkjum. Myndin verður sýnd fimmtudaginn 6. september klukkan 18 að viðstöddum klipparanum Sylvia Ingemarsson sem mun kynna myndina og sitja fyrir svörum eftir sýninguna. Hún vann náið með Bergman og klippti fjórtán mynda hans, þar á meðal Fanný og Alexander. Haustsónatan Lokaviðburður hátíðarinnar verður sýning á kvikmyndinni Haustsónatan frá 1978. Myndin segir frá heimsfrægum píanóleikara, Charlotte (Ingrid Bergman), sem hverfur á vit dóttur sinnar Evu (Liv Ullmann), þegar ástvinur hennar deyr. Leikur Ingrid Bergman hefur verið mjög rómaður í þessari mynd og raunar má vart á milli sjá hvor stendur sig betur, Liv eða Ingrid, en þær eru á tjaldinu nær allan tímann. Myndin er löng og áhrifamikil og óhætt að mæla með henni við þá, sem hafa áhuga á mannlegum samskiptum, tilfinningum og frábærum leik. Að sýningu lokinni stýrir Oddný Sen pallborðsumræðum um áhrif Bergmans á íslenska kvikmyndalist. Ókeypis er inn á alla viðburði Bergman-hátíðarinnar sem er í boði sænska sendiráðsins. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Norðurlönd Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Bergman-hátíðin í Bíó Paradís hefst í dag, 30.?ágúst og lýkur sunnudaginn 9. september. Sýndar verða fjórar valdar bíómyndir eftir Bergman, boðið verður upp á pallborðsumræður í tengslum við myndirnar og sérstaka gesti. Sett hefur verið upp sýning í anddyri Bíós Paradísar með æviágripi Bergmans í máli og myndum ásamt vídeósýningu með 32 sjaldgæfum myndbrotum sem veita innsýn í líf og störf listamannsins. Þá mun listamaðurinn Martin Lima de Faria flytja gjörning í anddyri kvikmyndahússins í heilan sólarhring þar sem hann notar gjallarhorn Bergmans til að láta fjöður dansa í vindi í hvert skipti sem barn fæðist á Landspítalanum en með þessu móti vill hann fagna lífinu að hætti Bergmans.Sumarið með Moniku Afmælishátíð Ingmars Bergman hefst með sérstakri sýningu á myndinni Sommaren med Monika frá 1953. Sumarið með Moniku er líklega ein aðgengilegasta mynd leikstjórans og er byggð á bók eftir Per Anders Fogelström. Myndin féll síðar í skuggann af þyngri myndum Bergmans sem mörgum hefur verið hampað sem sannkölluðum meistaraverkum. Sólargeislar verma unga elskendur í sænska skerjagarðinum þegar ástin blossar upp milli unglinganna Harrys og Moniku. Þau stinga af og eyða sumrinu saman á afskekktri eyju en grár veruleikinn skellur á þeim þegar Monika kemst að því að hún er ólétt.Liv Ullmann lék í tíu myndum Bergmans. Kvikmyndaferill hennar tók flugið með samstarfi þeirra og almennt er leikstjórinn talinn hafa náð hæstu hæðum í þeim verkum sem þau gerðu saman.Vísir/gettyMörg höfundareinkenni Bergmans eru þegar greinileg og gullfalleg myndatakan er í höndum Gunnars Fischer. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur erindi áður en myndin verður sýnd en dagskráin hefst í kvöld klukkan 19.Villtu jarðarberin Villtu jarðarberin frá 1957 segir frá gömlum manni sem þarf að horfast í augu við erfiðar minningar þegar hann ferðast á bernskuslóðir. Bergman þykir útfæra minningarnar sérlega vel með afturhvarfi (flashback) en frásögnina kryddar hann síðan með súrrealískum draumum. Villtu jarðarberin þykir fyrirtaks dæmi um hversu snjall sögumaður Bergman var á bak við kvikmyndatökuvélina. Myndin verður sýnd sunnudaginn 2. september klukkan 16 en að sýningu lokinni verða pallborðsumræður um Bergman sem höfund. Fanný og Alexander Fanný og Alexander frá 1982 segir frá samnefndum systkinum á hinu litríka Ekdahl-heimili í sænskum bæ snemma á tuttugustu öldinni. Foreldrar þeirra, Oscar og Emilie, stýra leikhúsinu í bænum. Móðir Oscars og bróðir eru helstu styrktaraðilar leikhússins. Þegar Oscar fellur frá langt fyrir aldur fram giftist ekkja hans biskupinum og flytur með börnin til hans þar sem siðavendni ræður ríkjum. Myndin verður sýnd fimmtudaginn 6. september klukkan 18 að viðstöddum klipparanum Sylvia Ingemarsson sem mun kynna myndina og sitja fyrir svörum eftir sýninguna. Hún vann náið með Bergman og klippti fjórtán mynda hans, þar á meðal Fanný og Alexander. Haustsónatan Lokaviðburður hátíðarinnar verður sýning á kvikmyndinni Haustsónatan frá 1978. Myndin segir frá heimsfrægum píanóleikara, Charlotte (Ingrid Bergman), sem hverfur á vit dóttur sinnar Evu (Liv Ullmann), þegar ástvinur hennar deyr. Leikur Ingrid Bergman hefur verið mjög rómaður í þessari mynd og raunar má vart á milli sjá hvor stendur sig betur, Liv eða Ingrid, en þær eru á tjaldinu nær allan tímann. Myndin er löng og áhrifamikil og óhætt að mæla með henni við þá, sem hafa áhuga á mannlegum samskiptum, tilfinningum og frábærum leik. Að sýningu lokinni stýrir Oddný Sen pallborðsumræðum um áhrif Bergmans á íslenska kvikmyndalist. Ókeypis er inn á alla viðburði Bergman-hátíðarinnar sem er í boði sænska sendiráðsins.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Norðurlönd Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög