Einkunnir Íslands: Gylfi bestur í slöku íslensku liði 8. september 2018 17:58 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Það var fátt um fína drætti er íslenska landsliðið steinlá fyrir Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í A-deildinni í Þjóðadeildinni. Íslenska liðið átti nokkra fína kafla í fyrri hálfleik en síðari hálfleikurinn var skelfilegur. Liðið var langt frá Svisslendingunum sem léku listir sínar hvað eftir annað. Vísir gefur að sjálfsögðu öllum leikmönnum liðsins einkunnir og þær má sjá hér að neðan.Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 2 Þurfti að hirða boltann sex sinnum úr netinu. Virkaði óöruggur í aðgerðum sínum og gerði lítið sem ekkert aukalega í markinu því flest allt fór inn.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 2 Byrjaði ágætlega og var sami gamli góði Birkir en gleymdi sér svo í öðru marki Svisslendinga og þar með var leik lokið. Gerði ekkert í sóknarleiknum.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 2 Eins og úrslitin gefa til kynna áttu miðverðirnir skelfilegan dag. Samvinna hans og Sverris skelfileg sem er furðulegt miðað við hvað þeir spila mikið saman hjá sínu félagsliði. Tók ruglaðar ákvarðanir og braut af sér í þriðja markinu sem að drap leikinn.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 2 Langt frá því að vera boðleg frammistaða og gefur ekki merki um að hann sé klár í þetta ábyrgðarhlutverk. Var úti um allt í teignum og gerði miklu meira rangt heldur en rétt.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður - 2 Það verður ekki sagt að bakvörðurinn knái hafi nýtt tækifærið. Eins og aðrir varnarmenn var hann mjög slakur og gerði ekkert fram á við. Mörkin í seinni hálfleik voru mikið að koma hans megin líka.Rúrik Gíslason, hægri kantmaður - 2 Lítill kraftur í honum á kantinum. Slakar sendingar og bara í heildina alls ekki góður leikur. Alltof seinn í mörg návígi.Gylfi Sigurðsson, miðjumaður - 4 Einu gæðin sem að sáust á miðjunni eða í spili Íslands var þegar að Gylfi fékk boltann en hann fékk hann bara aldrei. Var orðinn pirraður og datt út úr leiknum þegar að mest á reyndi.Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður - 2 Ekki frammistaða til að bjóða upp á eftir svona langan tíma í burtu. Talandi um að nýta ekki sénsinn. Var alveg týndur á miðjunni, tæklaði ekki vel og braut af sér í öðru markinu.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 3 Birkir hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarið en þetta var líklega hans versta frammistaða í landsleik. Var að tapa návígum og var langt frá því að vera eins grimmur og hann á að sér að vera. Tekinn út af á 65. mínútu sem er ekki vanalegt.Björn Bergmann Sigurðarson, framherji - 3 Kom afskaplega lítið út úr Skagamanninum í dag. Vann fá návígi og tenging hans og Jóns Daða ekki mikil. Hitti ekki boltann í dauðafæri á fjærstöng í stöðunni 0-0.Jón Daði Böðvarsson, framherji - 4 Var skárri en Björn Bergmann þó að þeirra samspil var sama og ekkert. Ef það gerðist eitthvað smá í framlínunni var Jón Daði þar að verki eins og að fiska hættulega aukaspyrnu. Var þó líka að missa boltann beint út af en hljóp og hljóp.Viðar Örn Kjartansson (kom inn á fyrir Björn Bergmann Sigurðarson á 59. mín) - 3 Breytti engu þegar að hann kom inn á enda sá Sviss um að sækja.Theodór Elmar Bjarnason (kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 65. mín) - 3 Hafði lítið fram að færa enda liðið komið í algjört þrot þegar að hann kom inn á.Rúnar Már Sigurjónsson (kom inn á fyrir Rúrik Gíslason á 73. mín) - Spilaði of lítið til að fá einkunn. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Twitter eftir afhroðið í Sviss: „Gilda ekki sömu reglur og í IKEA?“ Íslenska landsliðið beið afhroð gegn Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni. Leikið var í St. Gallen í kvöld. 8. september 2018 17:51 Leik lokið: Sviss - Ísland 6-0 | Martröð í St. Gallen Íslenska landsliðið var niðurlægt af því svissneska í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. 8. september 2018 17:45 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Það var fátt um fína drætti er íslenska landsliðið steinlá fyrir Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í A-deildinni í Þjóðadeildinni. Íslenska liðið átti nokkra fína kafla í fyrri hálfleik en síðari hálfleikurinn var skelfilegur. Liðið var langt frá Svisslendingunum sem léku listir sínar hvað eftir annað. Vísir gefur að sjálfsögðu öllum leikmönnum liðsins einkunnir og þær má sjá hér að neðan.Hannes Þór Halldórsson, markvörður - 2 Þurfti að hirða boltann sex sinnum úr netinu. Virkaði óöruggur í aðgerðum sínum og gerði lítið sem ekkert aukalega í markinu því flest allt fór inn.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður - 2 Byrjaði ágætlega og var sami gamli góði Birkir en gleymdi sér svo í öðru marki Svisslendinga og þar með var leik lokið. Gerði ekkert í sóknarleiknum.Ragnar Sigurðsson, miðvörður - 2 Eins og úrslitin gefa til kynna áttu miðverðirnir skelfilegan dag. Samvinna hans og Sverris skelfileg sem er furðulegt miðað við hvað þeir spila mikið saman hjá sínu félagsliði. Tók ruglaðar ákvarðanir og braut af sér í þriðja markinu sem að drap leikinn.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - 2 Langt frá því að vera boðleg frammistaða og gefur ekki merki um að hann sé klár í þetta ábyrgðarhlutverk. Var úti um allt í teignum og gerði miklu meira rangt heldur en rétt.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður - 2 Það verður ekki sagt að bakvörðurinn knái hafi nýtt tækifærið. Eins og aðrir varnarmenn var hann mjög slakur og gerði ekkert fram á við. Mörkin í seinni hálfleik voru mikið að koma hans megin líka.Rúrik Gíslason, hægri kantmaður - 2 Lítill kraftur í honum á kantinum. Slakar sendingar og bara í heildina alls ekki góður leikur. Alltof seinn í mörg návígi.Gylfi Sigurðsson, miðjumaður - 4 Einu gæðin sem að sáust á miðjunni eða í spili Íslands var þegar að Gylfi fékk boltann en hann fékk hann bara aldrei. Var orðinn pirraður og datt út úr leiknum þegar að mest á reyndi.Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður - 2 Ekki frammistaða til að bjóða upp á eftir svona langan tíma í burtu. Talandi um að nýta ekki sénsinn. Var alveg týndur á miðjunni, tæklaði ekki vel og braut af sér í öðru markinu.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður - 3 Birkir hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarið en þetta var líklega hans versta frammistaða í landsleik. Var að tapa návígum og var langt frá því að vera eins grimmur og hann á að sér að vera. Tekinn út af á 65. mínútu sem er ekki vanalegt.Björn Bergmann Sigurðarson, framherji - 3 Kom afskaplega lítið út úr Skagamanninum í dag. Vann fá návígi og tenging hans og Jóns Daða ekki mikil. Hitti ekki boltann í dauðafæri á fjærstöng í stöðunni 0-0.Jón Daði Böðvarsson, framherji - 4 Var skárri en Björn Bergmann þó að þeirra samspil var sama og ekkert. Ef það gerðist eitthvað smá í framlínunni var Jón Daði þar að verki eins og að fiska hættulega aukaspyrnu. Var þó líka að missa boltann beint út af en hljóp og hljóp.Viðar Örn Kjartansson (kom inn á fyrir Björn Bergmann Sigurðarson á 59. mín) - 3 Breytti engu þegar að hann kom inn á enda sá Sviss um að sækja.Theodór Elmar Bjarnason (kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 65. mín) - 3 Hafði lítið fram að færa enda liðið komið í algjört þrot þegar að hann kom inn á.Rúnar Már Sigurjónsson (kom inn á fyrir Rúrik Gíslason á 73. mín) - Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Twitter eftir afhroðið í Sviss: „Gilda ekki sömu reglur og í IKEA?“ Íslenska landsliðið beið afhroð gegn Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni. Leikið var í St. Gallen í kvöld. 8. september 2018 17:51 Leik lokið: Sviss - Ísland 6-0 | Martröð í St. Gallen Íslenska landsliðið var niðurlægt af því svissneska í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. 8. september 2018 17:45 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Twitter eftir afhroðið í Sviss: „Gilda ekki sömu reglur og í IKEA?“ Íslenska landsliðið beið afhroð gegn Sviss, 6-0, í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeildinni. Leikið var í St. Gallen í kvöld. 8. september 2018 17:51
Leik lokið: Sviss - Ísland 6-0 | Martröð í St. Gallen Íslenska landsliðið var niðurlægt af því svissneska í fyrsta leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. 8. september 2018 17:45